Fjórða Mósebók 24:1–25
24 Þegar Bíleam sá að það var Jehóva þóknanlegt* að blessa Ísrael fór hann ekki burt eins og áður til að leita illra fyrirboða+ heldur sneri sér í átt að óbyggðunum.
2 Andi Guðs kom yfir hann+ þegar hann leit upp og sá Ísrael í búðum sínum, ættkvísl fyrir ættkvísl.+
3 Þá flutti hann þennan ljóðræna boðskap:+
„Orð Bíleams Beórssonar,orð manns sem hefur fengið augu sín opnuð,
4 orð manns sem heyrir hvað Guð segir,sem sá sýn Hins almáttuga,sem féll á kné með opin augu:+
5 Hve fögur eru tjöld þín, Jakob,tjaldbúðir þínar, Ísrael!+
6 Þær teygja sig langar leiðir eins og dalirnir,+eins og garðar við fljótið,eins og alóetré sem Jehóva hefur gróðursett,eins og sedrustré við vötnin.
7 Vatn drýpur úr báðum kerum hansog korni* hans er sáð hjá mörgum vötnum.+
Konungur hans+ verður meiri en Agag+og ríki hans verður upphafið.+
8 Guð leiðir hann út úr Egyptalandi,hann er þeim eins og horn villinautsins.
Hann mun gleypa þjóðirnar, kúgara sína,+naga bein þeirra og tvístra þeim með örvum sínum.
9 Hann hefur hniprað sig saman, lagst niður eins og ljón.
Og ljónið, hver þorir að vekja það?
Þeir sem blessa þig eru blessaðirog þeir sem bölva þér eru bölvaðir.“+
10 Balak reiddist Bíleam heiftarlega. Hann klappaði með fyrirlitningu og sagði við Bíleam: „Ég kallaði þig hingað til að bölva óvinum mínum+ en það eina sem þú hefur gert er að blessa þá þrisvar.
11 Snautaðu heim til þín! Ég ætlaði að veita þér mikinn heiður+ en Jehóva hefur komið í veg fyrir það.“
12 Bíleam svaraði Balak: „En ég sagði sendiboðum þínum:
13 ‚Þó að Balak gæfi mér hús sitt fullt af silfri og gulli gæti ég ekki að eigin frumkvæði gert neitt umfram fyrirmæli Jehóva, hvorki gott né illt. Ég segi aðeins það sem Jehóva segir mér.‘+
14 Nú fer ég heim til þjóðar minnar. En fyrst vil ég segja þér hvað þessi þjóð mun gera þjóð þinni í framtíðinni.“*
15 Hann flutti síðan þennan ljóðræna boðskap:+
„Orð Bíleams Beórssonar,orð manns sem hefur fengið augu sín opnuð,+
16 orð manns sem heyrir hvað Guð segir,manns sem hefur þekkingu frá Hinum hæsta.
Hann sá sýn Hins almáttugameðan hann kraup með opin augu:
17 Ég mun sjá hann en ekki núna,veita honum athygli en ekki í bráð.
Stjarna+ kemur frá Jakobiog veldissproti+ rís af Ísrael.+
Hann mun brjóta enni* Móabs+og hauskúpur allra ofbeldismanna.
18 Edóm verður eign hans,+já, Seír+ verður eign óvina sinna+þegar Ísrael sýnir hugrekki sitt.
19 Maður frá Jakobi mun yfirbuga þjóðir+og tortíma öllum sem lifa af eyðingu borgarinnar.“
20 Þegar hann sá Amalek hélt hann áfram að flytja ljóðrænan boðskap sinn:
„Amalek var fyrstur af þjóðunum+en að lokum verður honum útrýmt.“+
21 Þegar hann sá Keníta+ hélt hann áfram að flytja ljóðrænan boðskap sinn:
„Bústaður þinn er öruggur, eins og hreiður gert á kletti.
22 En Kaín* verður brenndur til grunna.
Hve langt er þar til Assýría flytur þig burt sem fanga?“
23 Hann hélt áfram að flytja ljóðrænan boðskap sinn:
„Hver heldur lífi þegar Guð gerir þetta?
24 Skip munu koma frá strönd Kittím,+þau undiroka Assýríu+og þau undiroka Eber.
En honum verður einnig tortímt með öllu.“
25 Síðan hélt Bíleam+ af stað og fór leiðar sinnar. Balak fór líka sína leið.
Neðanmáls
^ Orðrétt „var gott í augum Jehóva“.
^ Eða „afkomendum“.
^ Eða „á síðustu dögum“.
^ Eða „gagnaugu“.
^ Það er, ætt Keníta.