Fjórða Mósebók 30:1–16

  • Heit karla (1, 2)

  • Heit kvenna og dætra (3–16)

30  Síðan talaði Móse til höfðingja+ ættkvísla Ísraels og sagði: „Þetta er það sem Jehóva hefur fyrirskipað:  Ef maður vinnur Jehóva heit+ eða sver þess eið+ að neita sér um eitthvað má hann ekki ganga á bak orða sinna.+ Hann á að standa við allt sem hann hét.+  Ef kona vinnur Jehóva heit meðan hún er ung og býr í föðurhúsum eða sver þess eið að neita sér um eitthvað  og faðir hennar heyrir um heit hennar eða eið og segir ekkert við því skulu heit hennar og eiðar standa.  En ef faðir hennar andmælir þeim þegar hann heyrir af þeim skulu heit hennar eða skuldbindingar um að neita sér um eitthvað vera ógildar. Jehóva fyrirgefur henni þar sem faðir hennar andmælti þeim.+  Ef hún giftist meðan heit hvílir á henni eða hún er bundin loforði sem hún gaf í fljótfærni  og eiginmaður hennar heyrir um það og andmælir því ekki daginn sem hann heyrir það skulu heit hennar eða eiðar um að neita sér um eitthvað standa.  En ef eiginmaður hennar andmælir því daginn sem hann heyrir um það getur hann ógilt heitið eða loforðið sem hún gaf í fljótfærni,+ og Jehóva fyrirgefur henni.  Ef ekkja eða fráskilin kona vinnur heit er hún bundin af öllu sem hún hefur skuldbundið sig til. 10  Ef gift kona vinnur heit eða skuldbindur sig með eiði að neita sér um eitthvað 11  og eiginmaður hennar heyrir um það en andmælir því ekki og er því ekki mótfallinn skulu heit hennar og skuldbindingar standa. 12  En ef eiginmaðurinn ógildir heit hennar eða eiða sama dag og hann heyrir um þá er hún ekki bundin af þeim.+ Eiginmaður hennar ógilti þá og Jehóva fyrirgefur henni. 13  Eiginmaður getur annaðhvort samþykkt eða ógilt heit konu sinnar eða eið sem felur í sér sjálfsafneitun.* 14  Ef eiginmaðurinn hreyfir engum mótmælum dag eftir dag samþykkir hann öll heit hennar eða skuldbindingar um að neita sér um eitthvað. Hann samþykkir þær með því að hafa ekki andmælt daginn sem hann heyrði hana gefa heitin. 15  En ef hann ógildir þau síðar, einhvern tíma eftir að hann heyrði um þau, þarf hann að taka afleiðingunum af sekt hennar.+ 16  Þetta eru ákvæðin sem Jehóva gaf Móse um eiginmann og eiginkonu, og um föður og unga dóttur hans sem býr í föðurhúsum.“

Neðanmáls

Eða „meinlæti“.