Fjórða Mósebók 34:1–29

  • Landamæri Kanaanslands (1–15)

  • Menn skipaðir til að skipta landinu (16–29)

34  Jehóva sagði síðan við Móse:  „Gefðu Ísraelsmönnum þessi fyrirmæli: ‚Þið skuluð fara inn í Kanaansland,+ landið sem verður erfðaland ykkar. Landamæri þess verða sem hér segir:+  Landamæri ykkar í suðri skulu liggja frá óbyggðum Sin meðfram Edóm og úr austri liggja þau frá enda Saltasjávar.*+  Landamærin sveigja og liggja sunnan við Sporðdrekaskarð*+ og þaðan til Sin en syðsti punkturinn verður sunnan við Kades Barnea.+ Þaðan liggja þau til Hasar Addar+ og áfram til Asmón.  Landamærin sveigja við Asmón í átt að Egyptalandsá* og liggja alla leið til Hafsins.*+  Landamæri ykkar í vestri verða Hafið mikla* og ströndin. Þetta verða vesturlandamæri ykkar.+  Þetta verða landamæri ykkar í norðri: Frá Hafinu mikla skuluð þið draga landamæri ykkar að Hórfjalli.  Frá Hórfjalli liggja landamærin að Lebó Hamat*+ og til Sedad.+  Þaðan skulu landamærin liggja til Sífrón og að lokum til Hasar Enan.+ Þetta verða norðurlandamæri ykkar. 10  Síðan skuluð þið draga landamæri ykkar að austanverðu frá Hasar Enan til Sefam. 11  Frá Sefam liggja landamærin til Ribla austan við Aín. Þaðan liggja þau niður eftir og meðfram endilangri hlíðinni austan við Kinneretvatn.*+ 12  Landamærin liggja síðan meðfram Jórdan að Saltasjó.+ Þetta verður land ykkar+ og landamæri.‘“ 13  Móse sagði þá við Ísraelsmenn: „Þetta er landið sem þið eigið að skipta á milli ykkar með hlutkesti,+ landið sem ættkvíslirnar níu og hálf eiga að fá samkvæmt fyrirmælum Jehóva. 14  Ættkvísl Rúbeníta, ættkvísl Gaðíta og hálf ættkvísl Manasse hafa þegar fengið erfðaland sitt.+ 15  Ættkvíslirnar tvær og hálf hafa fengið erfðaland sitt austan við Jórdan gegnt Jeríkó, á móti sólarupprásinni.“+ 16  Jehóva sagði nú við Móse: 17  „Þetta eru nöfn mannanna sem eiga að skipta landinu sem þið fáið til eignar: Eleasar+ prestur og Jósúa+ Núnsson. 18  Takið auk þess einn höfðingja úr hverri ættkvísl til að aðstoða við að skipta landinu.+ 19  Þetta eru nöfn mannanna: Kaleb+ Jefúnneson af ættkvísl Júda,+ 20  Samúel Ammíhúdsson af ættkvísl Símeons,+ 21  Elídad Kíslonsson af ættkvísl Benjamíns,+ 22  höfðinginn Búkkí Joglíson af ættkvísl Dans,+ 23  af sonum Jósefs:+ höfðinginn Hanníel Efóðsson af ættkvísl Manasse+ 24  og höfðinginn Kemúel Siftansson af ættkvísl Efraíms,+ 25  höfðinginn Elísafan Parnaksson af ættkvísl Sebúlons,+ 26  höfðinginn Paltíel Asansson af ættkvísl Íssakars,+ 27  höfðinginn Akíhúð Selomíson af ættkvísl Assers+ 28  og höfðinginn Pedahel Ammíhúdsson af ættkvísl Naftalí.“+ 29  Þetta eru þeir sem Jehóva fól að skipta Kanaanslandi milli Ísraelsmanna.+

Neðanmáls

Það er, Dauðahafs.
Eða „Akrabbímskarð“.
Það er, Hafsins mikla, Miðjarðarhafs.
Eða „Egyptalandsflóðdal“. Sjá orðaskýringar, „flóðdalur“.
Það er, Miðjarðarhaf.
Eða „þangað sem farið er inn í Hamat“.
Það er, Genesaretvatn (Galíleuvatn).