Dómarabókin 12:1–15

  • Átök við Efraímíta (1–7)

    • Sjibbólet-prófið (6)

  • Dómararnir Íbsan, Elon og Abdón (8–15)

12  Eftir þetta var Efraímsmönnum stefnt saman. Þeir fóru yfir til Safón* og sögðu við Jefta: „Af hverju kallaðirðu okkur ekki til liðs við þig þegar þú fórst til að berjast við Ammóníta?+ Við ætlum að kveikja í húsi þínu og brenna þig inni.“  En Jefta svaraði: „Ég og menn mínir áttum í miklum átökum við Ammóníta. Ég bað um aðstoð ykkar en þið komuð mér ekki til hjálpar.  Þegar ég sá að þið ætluðuð ekki að hjálpa mér ákvað ég að hætta lífi mínu og halda gegn Ammónítum,+ og Jehóva gaf þá mér á vald. Af hverju komið þið þá núna til að berjast við mig?“  Jefta safnaði þá saman öllum mönnum í Gíleað+ og þeir börðust við Efraímíta. Gíleaðsmenn sigruðu Efraímítana sem höfðu sagt: „Þið eruð bara flóttamenn frá Efraím, þið Gíleaðítar í Efraím og Manasse.“  Gíleaðítar tóku vöð Jórdanar+ til að hindra að Efraímítar kæmust undan. Þegar Efraímíti reyndi að flýja og sagði: „Leyfið mér að fara yfir,“ spurðu Gíleaðítar: „Ertu Efraímíti?“ Þegar hann svaraði neitandi  báðu þeir hann um að segja „sjibbólet“. Ef hann gat ekki borið orðið rétt fram og sagði „sibbólet“ gripu þeir hann og drápu við vöðin yfir Jórdan. Efraímítarnir sem féllu voru 42.000.  Jefta Gíleaðíti var dómari í Ísrael í sex ár. Eftir það dó hann og var grafinn í heimaborg sinni í Gíleað.  Íbsan frá Betlehem var dómari í Ísrael á eftir honum.+  Hann átti 30 syni og 30 dætur. Hann lét dætur sínar giftast mönnum utan ættarinnar og kom með 30 konur annars staðar frá til að giftast sonum sínum. Hann var dómari í Ísrael í sjö ár. 10  Síðan dó Íbsan og var grafinn í Betlehem. 11  Elon Sebúloníti var dómari í Ísrael á eftir honum. Hann var dómari í Ísrael í tíu ár. 12  Síðan dó Elon Sebúloníti og var grafinn í Ajalon í landi Sebúlons. 13  Abdón, sonur Híllels Píratoníta, var dómari í Ísrael á eftir honum. 14  Hann átti 40 syni og 30 sonarsyni sem riðu 70 ösnum. Hann var dómari í Ísrael í átta ár. 15  Síðan dó Abdón, sonur Híllels Píratoníta, og var grafinn í Píraton í landi Efraíms á fjalli Amalekíta.+

Neðanmáls

Eða hugsanl. „yfir ána í norðurátt“.