Dómarabókin 17:1–13

  • Skurðgoð Míka og prestur hans (1–13)

17  Í fjalllendi Efraíms+ bjó maður sem hét Míka.  Hann sagði við móður sína: „Manstu eftir silfursiklunum 1.100 sem var stolið frá þér? Ég heyrði sjálfur þegar þú bölvaðir þjófnum. Silfrið er hjá mér, það var ég sem tók það.“ Þá sagði móðirin: „Jehóva blessi þig, sonur minn.“  Hann skilaði móður sinni silfursiklunum 1.100 en hún sagði: „Ég ætla að helga Jehóva silfrið og ég vil að þú notir það til að gera úthöggvið líkneski og málmlíkneski.*+ Þess vegna gef ég þér það aftur.“  Eftir að hann skilaði móður sinni silfrinu tók hún 200 sikla af því og fékk silfursmiðnum. Hann gerði úthöggvið líkneski og málmlíkneski* og þau voru höfð í húsi Míka.  Míka þessi átti skurðgoðahús og hann bjó til hökul+ og húsgoð*+ og vígði einn* af sonum sínum til að þjóna sem prestur hjá sér.+  Á þeim tíma var enginn konungur í Ísrael.+ Hver og einn gerði það sem honum sjálfum fannst rétt.+  Í Betlehem+ í Júda bjó ungur maður sem var af ætt Júda.* Hann var Levíti+ og hafði búið þar um tíma.  Maðurinn fór frá borginni Betlehem í Júda til að setjast að annars staðar. Á ferð sinni kom hann í hús Míka í fjalllendi Efraíms.+  Míka spurði hann: „Hvaðan kemurðu?“ Hinn svaraði: „Ég er Levíti frá Betlehem í Júda og ég er að leita að öðrum stað til að búa á.“ 10  Míka sagði þá við hann: „Sestu að hjá mér og vertu ráðgjafi minn* og prestur. Ég skal gefa þér tíu silfursikla á ári ásamt einum alklæðnaði og fæði.“ Levítinn fór þá inn með honum. 11  Levítinn ákvað að setjast að hjá manninum og maðurinn kom fram við hann eins og son sinn. 12  Míka vígði Levítann* til að þjóna sem prestur hjá sér+ og hann bjó í húsi Míka. 13  Síðan sagði Míka: „Nú veit ég að Jehóva verður mér góður því að Levítinn er orðinn prestur hjá mér.“

Neðanmáls

Eða „steypt líkneski“.
Eða „steypt líkneski“.
Orðrétt „fyllti hönd eins“.
Eða „skurðgoð“.
Merkir hugsanlega aðeins að hann hafi búið á svæði Júda.
Orðrétt „mér faðir“.
Orðrétt „fyllti hönd Levítans“.