Bréfið til Efesusmanna 1:1–23
1 Frá Páli, postula Krists Jesú samkvæmt vilja Guðs, til hinna heilögu sem eru í Efesus+ og eru trúfastir fylgjendur Krists Jesú.
2 Megi Guð faðir okkar og Drottinn Jesús Kristur sýna ykkur einstaka góðvild og veita ykkur frið.
3 Lofaður sé Guð og faðir Drottins okkar Jesú Krists sem hefur veitt okkur hvers kyns andlega blessun á himnum því að við erum sameinuð Kristi.+
4 Hann valdi okkur áður en heimurinn var grundvallaður til að vera sameinuð honum* svo að við stæðum heilög og óflekkuð+ frammi fyrir honum í kærleika.
5 Hann ákvað fyrir fram+ að ættleiða okkur sem syni sína+ fyrir milligöngu Jesú Krists. Það var ósk hans og vilji+
6 að hann fengi lof fyrir þá einstöku góðvild+ sem hann sýndi okkur í örlæti sínu fyrir milligöngu elskaðs sonar síns.+
7 Vegna hans erum við leyst með lausnargjaldi, það er blóði hans.+ Já, Guð hefur fyrirgefið afbrot okkar+ því að einstök góðvild hans er svo ríkuleg.
8 Hann sýndi okkur þessa miklu og einstöku góðvild með allri visku og skilningi*
9 þegar hann kunngerði okkur heilagan leyndardóm+ vilja síns. Þessi leyndardómur varðar ósk hans og fyrirætlun
10 um ákveðna stjórn mála í fyllingu tímans, að sameina allt í Kristi, bæði það sem er á himnum og það sem er á jörð.+ Já, öllu er safnað saman í honum
11 sem við erum valin til að hljóta arf með+ og erum sameinuð. Við vorum valin* samkvæmt fyrirætlun hans sem kemur öllu til leiðar eins og hann ákveður í samræmi við vilja sinn
12 svo að við, hin fyrstu sem bundu von sína við Krist, skyldum vera honum til heiðurs og dýrðar.
13 En þið bunduð líka von ykkar við hann eftir að þið heyrðuð orð sannleikans, fagnaðarboðskapinn um frelsun ykkar. Eftir að þið tókuð trú voruð þið innsigluð+ fyrir milligöngu hans með heilögum anda sem Guð hafði lofað
14 en hann er trygging* fyrir arfi okkar.+ Tilgangurinn var að frelsa fólk* Guðs+ með lausnargjaldi,+ honum til lofs og dýrðar.
15 Eftir að hafa heyrt um trú ykkar á Drottin Jesú og kærleikann sem þið sýnið öllum hinum heilögu
16 hef ég því ekki hætt að þakka Guði fyrir ykkur. Ég nefni ykkur stöðugt í bænum mínum
17 og bið þess að Guð Drottins okkar Jesú Krists, dýrlegur faðir okkar, gefi ykkur visku og hjálp til að skilja það sem hann opinberar. Þá kynnist þið honum vel.*+
18 Hann hefur upplýst sjón hjartans svo að þið skiljið til hvaða vonar hann kallaði ykkur, hve dýrlegan og ríkulegan arf hann ætlar að gefa hinum heilögu+
19 og hve yfirgnæfandi mátt hann veitir okkur sem trúum.+ Þessi mikli máttur birtist
20 þegar hann reisti Krist upp frá dauðum og lét hann setjast sér til hægri handar+ á himnum,
21 langtum ofar sérhverri stjórn, valdi, mætti og tign og hverju nafni sem nefnt er,+ ekki aðeins í þessari heimsskipan* heldur einnig hinni komandi.
22 Hann lagði líka allt undir fætur hans+ og skipaði hann höfuð yfir öllu í söfnuðinum+
23 en söfnuðurinn er líkami hans+ og fyllist af honum sem fyllir allt á allan hátt.
Neðanmáls
^ Það er, Kristi.
^ Eða „skynsemi“.
^ Eða „valin fyrir fram“.
^ Eða „innborgun (staðfestingargjald)“.
^ Orðrétt „eign“.
^ Eða „fáið þið nákvæma þekkingu á honum“.
^ Eða „á þessari öld“. Sjá orðaskýringar.