Bréfið til Efesusmanna 4:1–32
4 Ég, sem er fangi+ vegna Drottins, hvet ykkur því til að lifa eins og er samboðið+ þeirri köllun sem þið hafið fengið.
2 Verið alltaf auðmjúk,+ mild og þolinmóð.+ Umberið hvert annað í kærleika+
3 og gerið ykkar ýtrasta til að varðveita einingu andans í bandi friðarins.+
4 Líkaminn er einn+ og andinn einn,+ og eins fenguð þið eina von+ þegar þið voruð kölluð.
5 Það er einn Drottinn,+ ein trú, ein skírn,
6 einn Guð og faðir allra sem er yfir öllum, með öllum og í öllum.
7 Nú þáðum við öll einstaka góðvild eftir því sem Kristur úthlutaði hverju og einu okkar af þessari gjöf.+
8 Skrifað stendur: „Þegar hann steig upp til hæða flutti hann með sér fanga. Hann gaf menn að gjöf.“+
9 En þegar sagt er „hann steig upp“ merkir það þá ekki líka að hann hafi stigið niður, það er til jarðar?
10 Sá sem steig niður er sá sami og steig upp,+ hátt yfir alla himna,+ svo að allt gæti uppfyllst.
11 Af þessum gjöfum hans eru sumir postular,+ sumir spámenn,+ sumir trúboðar*+ og sumir hirðar og kennarar.+
12 Þeir eiga að vísa hinum heilögu rétta leið,* veita þjónustu og byggja upp líkama Krists+
13 þangað til við verðum öll einhuga* í trúnni og nákvæmri þekkingu á syni Guðs. Þá verðum við fullorðin+ og höfum náð fullum þroska eins og Kristur.
14 Við skulum ekki halda áfram að vera eins og börn, sem kastast til í öldugangi og hrekjast fram og aftur fyrir hverjum kenningarvindi,+ og láta menn sem beita brögðum og blekkingum leiða okkur á villigötur.
15 Tölum heldur sannleika og sýnum kærleika en þannig getum við þroskast á allan hátt til að líkjast Kristi sem er höfuðið.+
16 Hans vegna er líkaminn+ ein samstæð heild og limirnir vinna saman þegar hver liður leggur sitt af mörkum. Þegar allir líkamshlutar starfa eðlilega stuðlar það að því að líkaminn vex og byggist upp í kærleika.+
17 Þess vegna segi ég og hvet ykkur í nafni Drottins: Lifið ekki lengur eins og þjóðirnar+ sem fylgja bara innantómum* hugsunum sínum.+
18 Hugur þeirra er í myrkri og þær eru fjarlægar því lífi sem kemur frá Guði, bæði vegna vanþekkingar sinnar og vegna þess að hjörtu þeirra eru tilfinningalaus.*
19 Þær hafa glatað allri siðferðiskennd og gefið sig á vald blygðunarlausri hegðun*+ svo að þær stunda alls konar óhreinleika af græðgi.
20 En þið vitið að Kristur er ekki þannig
21 enda heyrðuð þið um hann og ykkur var kennt í samræmi við sannleikann sem býr í honum.
22 Ykkur var kennt að þið ættuð að afklæðast hinum gamla manni*+ sem samræmist fyrra líferni ykkar og spillist af tælandi girndum sínum.+
23 Þið ættuð að halda áfram að endurnýja hugsunarhátt ykkar*+
24 og íklæðast hinum nýja manni*+ sem er skapaður samkvæmt vilja Guðs og byggist á sönnu réttlæti og hollustu.
25 Núna þegar þið eruð hætt öllum blekkingum skuluð þið öll tala sannleika við náungann+ því að við erum limir á sama líkama.+
26 Ef þið reiðist syndgið þá ekki.+ Verið ekki reið fram yfir sólsetur.+
27 Gefið Djöflinum ekkert tækifæri.*+
28 Sá sem stelur hætti að stela. Hann ætti heldur að leggja hart að sér og vinna heiðarleg störf með höndum sínum+ svo að hann hafi eitthvað til að gefa þeim sem eru hjálparþurfi.+
29 Látið ekkert fúkyrði koma af vörum ykkar+ heldur aðeins það sem er gott og uppbyggilegt eftir því sem þörf gerist svo að þeir sem heyra hafi gagn af.+
30 Hryggið ekki heldur heilagan anda Guðs+ sem þið eruð innsigluð með+ til þess dags þegar þið verðið leyst með lausnargjaldi.+
31 Losið ykkur við hvers kyns biturð,+ reiði, bræði, öskur og svívirðingar,+ og allt annað skaðlegt.+
32 Verið góð hvert við annað, samúðarfull+ og fyrirgefið hvert öðru fúslega eins og Guð hefur fyrirgefið ykkur vegna Krists.+
Neðanmáls
^ Eða „boðberar fagnaðarboðskaparins“.
^ Eða „kenna hinum heilögu“.
^ Eða „sameinuð“.
^ Eða „fánýtum“.
^ Orðrétt „ónæm“.
^ Eða „ósvífinni hegðun“. Á grísku asel′geia. Sjá orðaskýringar.
^ Eða „persónuleika“.
^ Eða „drifkraft hugans“. Orðrétt „anda huga ykkar“.
^ Eða „persónuleika“.
^ Eða „ekki heldur neitt svigrúm“.