Esekíel 16:1–63

  • Kærleikur Guðs til Jerúsalem (1–63)

    • Fann hana nýfædda og yfirgefna (1–7)

    • Guð klæðir hana skarti og gerir hjúskaparsáttmála við hana (8–14)

    • Hún er ótrú (15–34)

    • Refsað fyrir hjúskaparbrot (35–43)

    • Líkt við Samaríu og Sódómu (44–58)

    • Guð minnist sáttmála síns (59–63)

16  Orð Jehóva kom aftur til mín:  „Mannssonur, bentu Jerúsalem á hve andstyggilega hún hefur hegðað sér+  og segðu: ‚Þetta segir alvaldur Drottinn Jehóva við Jerúsalem: „Þú ert ættuð frá landi Kanverja og þar ertu fædd. Faðir þinn var Amoríti+ og móðir þín Hetíti.+  Daginn sem þú fæddist var ekki klippt á naflastrenginn. Þú varst hvorki böðuð í vatni né núin með salti og þú varst ekki vafin í reifar.  Enginn vorkenndi þér nógu mikið til að gera neitt af þessu. Enginn aumkaði sig yfir þig. Nei, þér var hent út á víðavang því að þú varst hötuð daginn sem þú fæddist.  Ég átti leið hjá og sá þig sprikla í blóði þínu. Þá sagði ég þar sem þú lást í blóði þínu: ‚Þú skalt lifa!‘ Já, ég sagði við þig þar sem þú lást í blóði þínu: ‚Þú skalt lifa!‘  Ég gerði þig að miklum fjölda, eins og gróðurinn sem dafnar í haganum. Þú stækkaðir og þroskaðist og barst fínustu skartgripi. Brjóst þín urðu stinn og hárið óx en þú varst enn ber og nakin.“‘  ‚Þegar ég átti leið hjá og sá þig tók ég eftir að þú varst orðin nógu gömul til að vera elskuð. Þá breiddi ég skikkju mína* yfir þig+ og huldi nekt þína. Ég sór eið og gerði sáttmála við þig,‘ segir alvaldur Drottinn Jehóva, ‚og þú varðst mín.  Ég þvoði þér með vatni, skolaði af þér blóðið og bar á þig olíu.+ 10  Síðan klæddi ég þig í útsaumuð föt, gaf þér vandaða leðursandala* og sveipaði þig fínu líni. Ég klæddi þig í dýr föt. 11  Ég skreytti þig skartgripum, setti armbönd á handleggi þína og men um hálsinn. 12  Ég gaf þér líka nefhring og eyrnalokka og setti fallega kórónu á höfuð þitt. 13  Þú skreyttir þig gulli og silfri og klæddist fínu líni, dýrum vefnaði og útsaumuðum fötum. Þú borðaðir fínmalað mjöl, hunang og olíu. Þú varst ákaflega falleg+ og hefðir getað orðið drottning.‘“* 14  „‚Þú varst fræg fyrir fegurð þína meðal þjóðanna.+ Fegurð þín var fullkomin því að ég umvafði þig dýrðarljóma mínum,‘+ segir alvaldur Drottinn Jehóva.“ 15  „‚En þú fórst að treysta á fegurð þína+ og nýta þér orðstír þinn til að stunda vændi.+ Þú bauðst þig öllum sem áttu leið hjá+ og gafst þeim fegurð þína. 16  Þú tókst nokkuð af litríkum fötum þínum og skreyttir fórnarhæðirnar þar sem þú stundaðir vændi,+ en slíkt ætti ekki að gerast, það ætti aldrei að eiga sér stað. 17  Þú tókst líka fallegu skartgripina úr gulli og silfri sem ég hafði gefið þér, gerðir þér karlmannslíkneski og stundaðir vændi með þeim.+ 18  Þú klæddir þau í útsaumuðu fötin þín og færðir þeim olíu mína og reykelsi að fórn.+ 19  Og brauðið sem ég hafði gefið þér til að borða færðir þú þeim líka að ljúfum* ilmi+ – brauð bakað úr fínu mjöli, olíu og hunangi. Það var það sem gerðist,‘ segir alvaldur Drottinn Jehóva.“ 20  „‚Þú tókst synina og dæturnar sem þú hafðir fætt mér+ og færðir þau skurðgoðum að fórn+ – eins og þér nægði ekki að leggjast í vændi! 21  Þú slátraðir börnum mínum og fórnaðir þeim með því að kasta þeim á eld.*+ 22  Meðan þú varst upptekin af allri þessari andstyggð og stundaðir vændi minntist þú ekki æsku þinnar þegar þú spriklaðir ber og nakin í blóði þínu. 23  Hörmungar, já, hörmungar koma yfir þig vegna allrar illsku þinnar,‘+ segir alvaldur Drottinn Jehóva. 24  ‚Þú gerðir þér stall og fórnarhæð á öllum torgum. 25  Þú reistir þér fórnarhæð á áberandi stað við hverja götu. Þú gerðir fegurð þína fráhrindandi með því að bjóða þig öllum* sem áttu leið hjá+ og þú stundaðir vændi sem aldrei fyrr.+ 26  Þú stundaðir vændi með sonum Egyptalands,+ lostafullum* nágrönnum þínum, og þú misbauðst mér með endalausu vændi þínu. 27  Nú lyfti ég hendinni gegn þér, minnka við þig matarskammtinn+ og gef þig á vald kvennanna sem hata þig,+ dætra Filistea, sem blöskrar ósvífin hegðun þín.+ 28  Þetta nægði þér ekki svo að þú fórst að stunda vændi með sonum Assýríu+ en þótt þú gerðir það fékkstu samt ekki nóg. 29  Þú teygðir þig lengra í vændinu, til lands kaupmannanna* og til Kaldea,+ en það nægði þér ekki heldur. 30  Hve sjúkt* var hjarta þitt,‘* segir alvaldur Drottinn Jehóva, ‚þegar þú gerðir allt þetta og hegðaðir þér eins og blygðunarlaus vændiskona!+ 31  En þegar þú gerðir þér stall á áberandi stað við hverja götu og reistir fórnarhæðir á öllum torgum varstu ekki eins og vændiskona því að þú þáðir ekki greiðslu. 32  Þú ert ótrú eiginkona sem tekur ókunnuga menn fram yfir eiginmann þinn.+ 33  Venjan er að gefa vændiskonum gjafir+ en það ert þú sem gefur öllum ástmönnum þínum gjafir+ og þú mútar þeim til að koma til þín alls staðar að og hafa mök við þig.+ 34  Þú ert ólík öðrum konum sem stunda vændi. Enginn stundar vændi eins og þú! Þú borgar öðrum en þeir ekki þér. Þú gerir öfugt við alla aðra.‘ 35  Hlustaðu því, vændiskona,+ á orð Jehóva. 36  Alvaldur Drottinn Jehóva segir: ‚Þú hefur gefið losta þínum lausan tauminn og afhjúpað nekt þína meðan þú stundaðir vændi með ástmönnum þínum og öllum þínum andstyggilegu og viðbjóðslegu skurðgoðum*+ sem þú færðir jafnvel blóð barna þinna að fórn.+ 37  Þess vegna safna ég saman öllum ástmönnum þínum sem þú hefur veitt unað, bæði þeim sem þú elskaðir og þeim sem þú hataðir. Ég safna þeim saman á móti þér úr öllum áttum og afhjúpa nekt þína fyrir þeim. Þeir munu sjá þig allsnakta.+ 38  Ég ætla að refsa þér eins og menn refsa ótrúum eiginkonum+ og konum sem úthella blóði,+ og blóði þínu verður úthellt í reiði og afbrýði.+ 39  Ég gef þig þeim á vald og þeir brjóta niður stalla þína og rífa fórnarhæðirnar.+ Þeir slíta af þér fötin,+ hirða fallegu skartgripina þína+ og skilja þig eftir bera og nakta. 40  Þeir fá múg manna til að ráðast á þig,+ grýta þig+ og höggva með sverði.+ 41  Þeir munu brenna hús þín+ og fullnægja dómi yfir þér fyrir augum margra kvenna. Ég bind enda á vændi þitt+ og þú hættir að greiða ástmönnum þínum. 42  Mér rennur reiðin gegn þér+ og heift minni linnir.+ Ég róast og verð ekki sár lengur.‘ 43  ‚Þú minntist ekki æskudaga þinna+ og þú reittir mig til reiði með því að gera allt þetta. Þess vegna þarftu að taka afleiðingum gerða þinna,‘ segir alvaldur Drottinn Jehóva, ‚og þú færð ekki að halda áfram ósvífinni hegðun þinni og andstyggilegum verkum. 44  Allir sem grípa til málshátta munu segja um þig: „Hún er lifandi eftirmynd móður sinnar.“+ 45  Þú ert dóttir móður þinnar sem fyrirleit eiginmann sinn og börn. Þú ert systir systra þinna sem fyrirlitu eiginmenn sína og börn. Móðir þín var Hetíti og faðir þinn Amoríti.‘“+ 46  „‚Eldri systir þín er Samaría+ sem býr norðan* við þig ásamt dætrum sínum*+ og yngri systir þín er Sódóma+ sem býr sunnan* við þig ásamt dætrum sínum.+ 47  Þú lést þér ekki nægja að feta í fótspor þeirra og temja þér viðurstyggilega siði þeirra heldur leið ekki á löngu áður en þú varst orðin enn spilltari en þær.+ 48  Svo sannarlega sem ég lifi,‘ segir alvaldur Drottinn Jehóva, ‚hafa Sódóma systir þín og dætur hennar ekki gert það sem þú og dætur þínar hafið gert. 49  Synd Sódómu systur þinnar var þessi: Hún og dætur hennar+ voru drambsamar,+ þær höfðu meira en nóg að borða+ og lifðu rólegu og áhyggjulausu lífi+ en réttu samt ekki fátækum og bágstöddum hjálparhönd.+ 50  Þær létu ekki af hroka sínum+ og héldu áfram viðurstyggilegu hátterni sínu fyrir augum mínum+ þannig að ég neyddist til að útrýma þeim.+ 51  Samaría+ drýgði ekki einu sinni helminginn af syndum þínum. Þú vannst enn meiri viðurstyggðir en systur þínar, og það gekk svo langt að þær virtust réttlátar vegna allra þinna viðurstyggilegu verka.+ 52  Nú þarftu að bera skömm þína því að þú hefur réttlætt hegðun systra þinna.* Þær eru réttlátari en þú af því að þú hefur syndgað á viðurstyggilegri hátt en þær. Þess vegna skaltu skammast þín og bera þá skömm að láta systur þínar virðast réttlátar.‘ 53  ‚Ég safna saman útlögum þeirra, útlögum Sódómu og dætra hennar og útlögum Samaríu og dætra hennar. Ég safna líka saman útlögum þínum ásamt þeim+ 54  til að þú berir skömm þína. Þú munt skammast þín fyrir að það sem þú gerðir varð þeim til huggunar. 55  Sódóma systir þín og dætur hennar og Samaría systir þín og dætur hennar verða eins og þær voru áður, og þú sjálf og dætur þínar verðið eins og þið voruð.+ 56  Þér fannst Sódóma systir þín ekki þess verðug að nefnast á nafn meðan þú varst hrokafull, 57  áður en illska þín var afhjúpuð.+ Núna hæðast dætur Sýrlands og nágrannar þess að þér, og dætur Filistea fyrirlíta þig,+ allir nágrannar þínir. 58  Þú þarft að taka afleiðingum ósvífinnar hegðunar þinnar og andstyggilegra verka,‘ segir Jehóva.“ 59  „Alvaldur Drottinn Jehóva segir: ‚Nú geri ég þér það sem þú hefur gert+ því að þú fyrirleist eiðinn og raufst sáttmála minn.+ 60  En ég ætla að muna eftir sáttmálanum sem ég gerði við þig þegar þú varst ung og gera varanlegan sáttmála við þig.+ 61  Þú munt minnast hegðunar þinnar og skammast þín+ þegar þú tekur á móti systrum þínum, bæði þeim eldri og þeim yngri, og ég gef þér þær að dætrum en ekki vegna sáttmálans við þig.‘ 62  ‚Ég geri sáttmála minn við þig og þú munt komast að raun um að ég er Jehóva. 63  Þegar ég friðþægi fyrir þig þrátt fyrir allt sem þú hefur gert+ rifjast upp fyrir þér hvernig þú hefur hegðað þér og þú verður svo skömmustuleg að þú opnar ekki munninn,‘+ segir alvaldur Drottinn Jehóva.“

Neðanmáls

Eða „kyrtilfald minn“.
Eða „selskinnssandala“.
Eða „hlotið konunglega tign“.
Orðrétt „sefandi“.
Orðrétt „láta þau ganga gegnum eldinn“.
Orðrétt „glenna sundur fæturna fyrir alla“.
Eða „reðurmiklum“.
Orðrétt „Kanaanslands“.
Eða „veikburða“.
Eða hugsanl. „Ég var fullur reiði gegn þér“.
Hebreska orðið lýsir fyrirlitningu. Hugsanlegt er að það sé skylt orði sem merkir ‚mykja‘.
Líklega er átt við bæina í kring.
Orðrétt „hægra megin“.
Orðrétt „vinstra megin“.
Eða „varið systur þínar“.