Esekíel 33:1–33

  • Ábyrgð varðmanns (1–20)

  • Fréttir um fall Jerúsalem (21, 22)

  • Boðskapur til þeirra sem búa í rústunum (23–29)

  • Fólk hlustar ekki á boðskapinn (30–33)

    • Esekíel ‚eins og maður sem syngur ástarljóð‘ (32)

    • „Spámaður var á meðal þeirra“ (33)

33  Orð Jehóva kom til mín:  „Mannssonur, talaðu til samlanda þinna+ og segðu við þá: ‚Segjum að ég láti sverð koma yfir land,+ og fólkið í landinu velji sér mann til að vera varðmaður.  Hann sér sverðið koma yfir landið, blæs í hornið og varar fólk við.+  Ef einhver heyrir blásið í hornið en tekur ekki mark á því+ og sverðið verður honum að bana á hann sjálfur sök á dauða sínum.*+  Hann heyrði blásið í hornið en tók ekki mark á því. Hann á sjálfur sök á dauða sínum.* Ef hann hefði tekið mark á viðvöruninni hefði hann bjargað lífi sínu.  En ef varðmaðurinn sér sverðið koma en blæs ekki í hornið+ og varar fólkið ekki við og sverðið verður einhverjum að bana deyr sá hinn sami vegna sinnar eigin syndar en ég geri varðmanninn ábyrgan fyrir blóði hans.‘+  Mannssonur, ég hef skipað þig varðmann Ísraelsmanna. Þegar þú heyrir orð af munni mínum skaltu flytja þeim viðvörun mína.+  Þegar ég segi við vondan mann: ‚Vondi maður, þú skalt deyja!‘+ en þú segir ekkert til að vara hann við svo að hann breyti um stefnu, þá mun hann deyja vegna syndar sinnar+ en ég geri þig ábyrgan fyrir blóði hans.  Ef þú hins vegar hvetur vondan mann til að breyta um stefnu en hann neitar að gera það deyr hann vegna syndar sinnar+ en þú hefur bjargað lífi þínu.+ 10  Mannssonur, segðu við Ísraelsmenn: ‚Þið segið: „Afbrot okkar og syndir hvíla þungt á okkur og við veslumst upp.+ Hvernig getum við þá haldið lífi?“‘+ 11  Segðu við þá: ‚„Svo sannarlega sem ég lifi,“ segir alvaldur Drottinn Jehóva, „hef ég enga ánægju af því að vondur maður deyi+ heldur vil ég að hinn vondi breyti um stefnu+ og haldi lífi.+ Snúið við. Snúið baki við illsku ykkar!+ Hvers vegna ættuð þið að deyja, Ísraelsmenn?“‘+ 12  Mannssonur, segðu við samlanda þína: ‚Réttlæti réttláts manns bjargar honum ekki ef hann gerir uppreisn.+ Illska hins vonda verður honum ekki að falli ef hann snýr baki við illskunni.+ Og réttlæti hins réttláta bjargar ekki lífi hans daginn sem hann syndgar.+ 13  Þegar ég segi við hinn réttláta: „Þú skalt lifa,“ og hann treystir á sitt eigið réttlæti og gerir það sem er rangt+ verður engra réttlætisverka hans minnst. Hann deyr vegna hins ranga sem hann gerði.+ 14  Og þegar ég segi við hinn vonda: „Þú skalt deyja,“ en hann snýr baki við syndinni og gerir það sem er rétt og réttlátt,+ 15  skilar því sem hann tók að veði+ og endurgreiðir það sem hann rændi,+ fylgir ákvæðunum sem leiða til lífs og gerir ekkert rangt, fær hann að halda lífi.+ Hann skal ekki deyja. 16  Hann þarf ekki að svara til saka fyrir neinar af syndum sínum.+ Hann fær að lifa því að hann gerir það sem er rétt og réttlátt.‘+ 17  En samlandar þínir segja: ‚Það sem Jehóva gerir er ekki rétt,‘ þó að það séu þeir sem gera rangt. 18  Ef réttlátur maður fer út af réttri braut og gerir það sem er illt skal hann deyja fyrir það.+ 19  En þegar vondur maður snýr frá illsku sinni og gerir það sem er rétt og réttlátt skal hann halda lífi vegna þess.+ 20  En þið segið: ‚Það sem Jehóva gerir er ekki rétt.‘+ Ísraelsmenn, ég mun dæma hvern og einn eftir verkum hans.“ 21  Að lokum, á 12. útlegðarári okkar, á fimmta degi tíunda mánaðarins, kom til mín maður sem hafði flúið frá Jerúsalem+ og sagði: „Borgin er fallin!“+ 22  Kvöldið áður en flóttamaðurinn kom hafði hönd Jehóva komið yfir mig og hann opnaði munn minn. Ég var því ekki lengur mállaus heldur var munnur minn opinn+ þegar maðurinn kom til mín um morguninn. 23  Nú kom orð Jehóva til mín: 24  „Mannssonur, þeir sem búa í þessum rústum+ segja um Ísraelsland: ‚Abraham var bara einn og samt fékk hann landið til eignar.+ En við erum margir. Auðvitað höfum við fengið landið til eignar.‘ 25  Segðu því við þá: ‚Alvaldur Drottinn Jehóva segir: „Þið borðið kjöt með blóðinu í,+ horfið til viðbjóðslegra skurðgoða* ykkar og hættið ekki að úthella blóði.+ Hvers vegna ættuð þið þá að fá landið til eignar? 26  Þið treystið á sverð ykkar,+ fylgið viðurstyggilegum siðum og hafið allir svívirt eiginkonu náungans.+ Hvers vegna ættuð þið þá að fá landið til eignar?“‘+ 27  Segðu við þá: ‚Þetta segir alvaldur Drottinn Jehóva: „Svo sannarlega sem ég lifi skulu þeir sem búa í rústunum falla fyrir sverði, þeir sem eru úti á bersvæði verða villidýrum að bráð og þeir sem eru í virkjum og hellum deyja úr sjúkdómum.+ 28  Ég geri landið að óbyggðum öræfum+ og hroki þess og stolt verður að engu. Fjöll Ísraels verða yfirgefin+ og enginn fer þar um. 29  Og menn munu skilja að ég er Jehóva þegar ég geri landið að óbyggðum öræfum+ vegna allra þeirra viðurstyggða sem þeir hafa framið.“‘+ 30  Mannssonur, samlandar þínir standa upp við húsveggi og í dyragættunum og ræða saman um þig.+ Þeir segja hver við annan, hver og einn við bróður sinn: ‚Komum og hlustum á orð frá Jehóva.‘ 31  Þeir þyrpast að og sitja frammi fyrir þér eins og fólk mitt myndi gera. Þeir heyra það sem þú segir en fara ekki eftir því.+ Þeir smjaðra fyrir þér með munninum* en í hjarta sínu þrá þeir rangfenginn gróða. 32  Þú ert þeim eins og maður með góða söngrödd sem syngur ástarljóð við fallegan strengjaleik. Þeir heyra orð þín en enginn fer eftir þeim. 33  En þegar þau rætast – og þau munu rætast – komast þeir að raun um að spámaður var á meðal þeirra.“+

Neðanmáls

Orðrétt „hvílir blóð hans á höfði hans“.
Orðrétt „Blóð hans hvílir á honum sjálfum“.
Hebreska orðið lýsir fyrirlitningu. Hugsanlegt er að það sé skylt orði sem merkir ‚mykja‘.
Eða „Þeir eru lostafullir í tali“.