Esekíel 45:1–25
45 ‚Þegar þið skiptið landinu í erfðahluti+ skuluð þið færa Jehóva hluta af því sem heilagt framlag.+ Svæðið á að vera 25.000 álnir* á lengd og 10.000 á breidd.+ Allt svæðið* skal vera heilagur hluti landsins.
2 Á þessu svæði verður ferhyrnd spilda handa helgidóminum, 500 sinnum 500 álnir,*+ með 50 álna beitilandi á hverja hlið.+
3 Af þessu afmarkaða svæði skaltu mæla 25.000 á lengd og 10.000 á breidd og þar á helgidómurinn að standa, hið háheilaga.
4 Þetta skal vera heilagur hluti landsins og tilheyra prestunum+ sem þjóna í helgidóminum og ganga fram fyrir Jehóva til að þjóna honum.+ Þar fá þeir land fyrir hús sín og þar verður heilagur staður fyrir helgidóminn.
5 Levítarnir, sem þjóna í musterinu, fá svæði sem er 25.000 álnir á lengd og 10.000 á breidd+ og þeir fá 20 matsali*+ til eignar.
6 Borgin fær til eignar land sem er 25.000 álnir á lengd (jafn langt og hið heilaga framlag) og 5.000 álnir á breidd.+ Það skal tilheyra öllum Ísraelsmönnum.
7 Höfðinginn fær land báðum megin við hið heilaga framlag og svæðið sem er úthlutað borginni. Það liggur að hinu heilaga framlagi og eign borgarinnar bæði vestan megin og austan. Lengdin milli landamæra þess í vestri og austri samsvarar lengd eins af ættkvíslasvæðunum.+
8 Þetta verður landareign hans í Ísrael. Höfðingjar mínir fara ekki lengur illa með fólk mitt+ og þeir fá Ísraelsmönnum landið, hverri ættkvísl fyrir sig.‘+
9 Þetta segir alvaldur Drottinn Jehóva: ‚Nú er nóg komið, höfðingjar Ísraels!‘
‚Hættið öllu ofbeldi og kúgun og gerið það sem er rétt og réttlátt.+ Hættið að sölsa undir ykkur eignir fólks míns,‘+ segir alvaldur Drottinn Jehóva.
10 ‚Notið nákvæma vog, nákvæmt efumál* og nákvæmt batmál.*+
11 Efumál og batmál eiga að vera af fastri stærð. Batið á að vera tíundi hluti úr kómer* og efan tíundi hluti úr kómer. Kómer er einingin sem mælt er eftir.
12 Sikill*+ skal vera 20 gerur.* Og 20 siklar plús 25 siklar plús 15 siklar samsvara einni mínu.‘*
13 ‚Þetta er framlagið sem þið eigið að færa: einn sjötta úr efu af hverjum kómer af hveiti og einn sjötta úr efu af hverjum kómer af byggi.
14 Framlagið af olíu miðast við batmál. Bat er einn tíundi úr kór* og tíu böt eru einn kómer því að tíu böt samsvara einum kómer.
15 Og af hjörðum Ísraelsmanna á að gefa einn sauð af hverjum 200. Allt þetta á að nota í kornfórn,+ brennifórn+ og samneytisfórn+ til að friðþægja fyrir fólkið,‘+ segir alvaldur Drottinn Jehóva.
16 ‚Allir í landinu skulu færa höfðingjanum í Ísrael þetta framlag.+
17 En höfðinginn ber ábyrgð á brennifórnunum,+ kornfórninni+ og drykkjarfórninni á hátíðum,+ tunglkomudögum, hvíldardögum+ og öllum föstum hátíðum Ísraelsmanna.+ Hann á að láta í té syndafórnina, kornfórnina, brennifórnina og samneytisfórnina til að friðþægja fyrir Ísraelsmenn.‘
18 Alvaldur Drottinn Jehóva segir: ‚Á fyrsta degi fyrsta mánaðarins skaltu taka gallalaust ungnaut úr hjörðinni og þú skalt hreinsa helgidóminn af synd.+
19 Presturinn á að taka nokkuð af blóði syndafórnarinnar og bera það á dyrastaf musterisins,+ á fjögur horn stallsins í kringum altarið og á dyrastaf hliðsins að innri forgarðinum.
20 Eins skaltu gera á sjöunda degi mánaðarins vegna þeirra sem syndga óviljandi eða sökum vanþekkingar.+ Og þið skuluð friðþægja fyrir musterið.+
21 Á 14. degi fyrsta mánaðarins skuluð þið halda páskahátíð.+ Í sjö daga skuluð þið borða ósýrt brauð.+
22 Þann dag á höfðinginn að láta í té ungnaut að syndafórn fyrir sjálfan sig og alla landsmenn.+
23 Hátíðardagana sjö skal hann daglega láta í té sjö gallalaus ungnaut og sjö gallalausa hrúta í brennifórn handa Jehóva+ og sömuleiðis einn geithafur að syndafórn hvern dag.
24 Hann á líka að láta í té kornfórn, eina efu með hverju ungnauti og eina efu með hverjum hrút, og auk þess hín* af olíu fyrir hverja efu.
25 Á hátíðinni sem hefst 15. dag sjöunda mánaðarins og stendur í sjö daga+ á hann daglega að láta í té hið sama að syndafórn, brennifórn og kornfórn og jafn mikið af olíu.‘“
Neðanmáls
^ Hér er átt við langa alin. Sjá viðauka B14.
^ Eða „Svæðið innan landamæranna“.
^ Orðrétt „500 sinnum 500“.
^ Eða „20 sali“.
^ Sjá viðauka B14.
^ Sjá viðauka B14.
^ Sjá viðauka B14.
^ Á hebr. maneh. Sjá viðauka B14.
^ Sjá viðauka B14.
^ Sjá viðauka B14.
^ Sjá viðauka B14.
^ Sjá viðauka B14.