Esekíel 5:1–17

  • Falli Jerúrsalem lýst (1–17)

    • Spámaðurinn rakar af sér hárið og skiptir í þrennt (1–4)

    • Jerúsalem verri en þjóðirnar (7–9)

    • Uppreisnarmönnum refsað á þrjá vegu (12)

5  Mannssonur, taktu beitt sverð og notaðu það sem rakhníf. Rakaðu af þér hárið og skeggið. Taktu síðan vog, vigtaðu hárið og skiptu því.  Þriðjung skaltu brenna inni í borginni þegar umsátursdagarnir eru liðnir.+ Annan þriðjung skaltu höggva með sverði allt í kringum borgina.*+ Síðasta þriðjungnum skaltu dreifa fyrir vindi og ég mun elta hann með sverð á lofti.+  Taktu líka fáein hár og vefðu þau inn í fellingarnar á skikkju þinni.*  Taktu síðan fáein í viðbót, kastaðu þeim á eldinn og brenndu þau. Þaðan mun eldur breiðast út til allra Ísraelsmanna.+  Alvaldur Drottinn Jehóva segir: ‚Þetta er Jerúsalem. Ég hef komið henni fyrir mitt á meðal þjóðanna, með lönd allt í kring.  En hún hefur gert uppreisn gegn lögum mínum og ákvæðum og hegðað sér verr en þjóðir landanna í kring.+ Íbúar hennar hafa hafnað lögum mínum og ekki fylgt ákvæðum mínum.‘  Þess vegna segir alvaldur Drottinn Jehóva: ‚Þar sem þið hafið verið til meiri vandræða en þjóðirnar í kringum ykkur og ekki fylgt ákvæðum mínum né haldið lög mín heldur fylgt lögum þjóðanna í kring+  segir alvaldur Drottinn Jehóva: „Ég kem sjálfur gegn þér, þú borg,+ og fullnægi dómi yfir þér fyrir augum þjóðanna.+  Vegna allra þinna andstyggilegu verka geri ég við þig nokkuð sem ég hef aldrei gert áður og geri aldrei aftur.+ 10  Foreldrar á meðal ykkar munu borða börnin sín+ og börnin foreldra sína. Ég fullnægi dómi yfir ykkur og tvístra þeim sem eftir eru í allar áttir.“‘+ 11  ‚Svo sannarlega sem ég lifi,‘ segir alvaldur Drottinn Jehóva, ‚mun ég hafna þér* þar sem þú óhreinkaðir helgidóm minn með öllum þínum viðbjóðslegu skurðgoðum og andstyggilegu verkum.+ Ég mun ekki vorkenna þér og ekki sýna neina meðaumkun.+ 12  Þriðjungur íbúa þinna verður drepsótt* að bráð eða deyr úr hungri. Þriðjungur fellur fyrir sverði allt í kringum þig.+ Síðasta þriðjungnum tvístra ég í allar áttir og elti hann með sverð á lofti.+ 13  Þá verð ég þeim ekki lengur reiður, heift mín sefast og ég verð sáttur.+ Þegar ég hef úthellt reiði minni yfir þá munu þeir skilja að ég, Jehóva, krefst óskiptrar hollustu+ og þess vegna hef ég talað. 14  Ég legg þig í rúst svo að þjóðirnar í kring og allir sem eiga leið hjá gera gys að þér.+ 15  Menn munu hæðast að þér og fyrirlíta þig.+ Þú verður þjóðunum í kring til viðvörunar og þær skelfast þegar ég fullnægi dómi yfir þér í reiði minni og heift og refsa þér harðlega. Ég, Jehóva, hef talað. 16  Ég sendi banvænar örvar hungurs til að eyða þér. Örvarnar sem ég sendi gera út af við þig.+ Ég eyk á hungursneyðina með því að loka fyrir aðgengi að mat.*+ 17  Ég sendi gegn þér hungursneyð og grimm villidýr+ sem svipta þig börnum þínum. Drepsótt og blóðsúthellingar dynja á þér og ég beiti sverði gegn þér.+ Ég, Jehóva, hef talað.‘“

Neðanmáls

Orðrétt „hana“.
Eða „í skikkjulaf þitt“.
Eða „fækka íbúum þínum“.
Eða „sjúkdómum“.
Orðrétt „brjóta brauðstangir þínar“. Vísar hugsanlega til stanga sem brauð var geymt á.