Esterarbók 2:1–23
2 Síðar, þegar Ahasverusi konungi+ var runnin reiðin, hugsaði hann til þess sem Vastí hafði gert+ og þess sem hafði verið ákveðið varðandi hana.+
2 Þá sögðu einkaþjónar konungs: „Ætti ekki að leita að ungum og fallegum meyjum handa konungi?
3 Konungur skipi nú embættismenn í öllum skattlöndum ríkisins+ til að safna þaðan öllum fallegum ungum meyjum og flytja þær í kvennahúsið* í virkisborginni* Súsa. Þar á Hegaí,+ geldingur* konungs og gæslumaður kvennanna, að hafa umsjón með þeim og láta þær fá fegrunarmeðferð.*
4 Sú kona sem konungi líst best á skal verða drottning í stað Vastí.“+ Konungi þótti hugmyndin góð og gerði eins og þeir lögðu til.
5 Í virkisborginni* Súsa+ var Gyðingur sem hét Mordekaí.+ Hann var sonur Jaírs, sonar Símeí, sonar Kíss, af ætt Benjamíns.+
6 Hann hafði verið í hópi þeirra sem Nebúkadnesar, konungur í Babýlon, flutti í útlegð frá Jerúsalem ásamt Jekonja*+ Júdakonungi.
7 Hann var fósturfaðir* Hadössu,* það er Esterar, dóttur föðurbróður síns,+ en hún hafði misst báða foreldra sína. Hún var fallega vaxin og aðlaðandi. Mordekaí hafði tekið hana að sér þegar foreldrar hennar dóu.
8 Þegar tilskipun konungs hafði verið kunngerð var mörgum ungum konum safnað saman til virkisborgarinnar* Súsa í umsjá Hegaí+ sem gætti kvennanna. Ester var í hópi þeirra sem farið var með í hús* konungs.
9 Hegaí líkaði vel við ungu konuna og hann var mjög vinsamlegur við hana.* Hann flýtti sér að sjá henni fyrir fegrunarmeðferð*+ og viðeigandi mataræði. Hann valdi sjö ungar konur úr húsi konungs til að þjóna henni og flutti hana og þjónustustúlkurnar á besta staðinn í kvennahúsinu.*
10 Ester minntist ekki á þjóðerni sitt+ né ætt því að Mordekaí+ hafði sagt henni að gera það ekki.+
11 Mordekaí var á stjái á hverjum degi fyrir utan forgarð kvennahússins* til að fylgjast með hvernig Ester hefði það og hvað yrði um hana.
12 Ungu konurnar fengu allar 12 mánaða fegrunarmeðferð og að henni lokinni voru þær látnar ganga inn til Ahasverusar konungs hver á fætur annarri. Meðferðin* sem hver kona fékk var sex mánaða meðferð með myrruolíu+ og sex mánaða meðferð með balsamolíu+ auk ýmissa fegrunarsmyrsla.*
13 Síðan var unga konan tilbúin til að ganga inn til konungs. Henni var gefið allt sem hún bað um þegar hún fór frá kvennahúsinu* til húss konungs.
14 Hún fór inn til hans að kvöldi en að morgni fór hún í hitt kvennahúsið* sem var í umsjá Saasgasars geldings konungs+ en hann gætti hjákvennanna. Hún fór ekki aftur til konungs nema honum líkaði sérstaklega vel við hana og hún væri boðuð til hans með nafni.+
15 Nú kom röðin að Ester, dóttur Abíhaíls, föðurbróður Mordekaí sem hafði alið hana upp.+ Þegar hún gekk inn til konungs bað hún ekki um neitt annað en það sem Hegaí, geldingur konungs og gæslumaður kvennanna, lagði til. (En Ester ávann sér hylli allra sem sáu hana.)
16 Farið var með Ester í konungshúsið til Ahasverusar í tíunda mánuðinum, það er tebetmánuði,* á sjöunda stjórnarári hans.+
17 Konungur fékk meiri ást á Ester en öllum hinum konunum og hann hafði meira dálæti á henni en nokkurri annarri mey.* Hann setti því konunglega höfuðbúnaðinn* á höfuð hennar og tók hana sér fyrir drottningu+ í stað Vastí.+
18 Konungur hélt mikla veislu Ester til heiðurs og bauð öllum höfðingjum sínum og þjónum. Hann boðaði síðan almenna sakaruppgjöf* í skattlöndunum og gaf gjafir eins og konungi sæmir.
19 Þegar meyjum*+ var safnað saman í annað sinn sat Mordekaí í konungshliðinu.
20 Ester gerði eins og Mordekaí hafði sagt henni og minntist ekki á ætt sína né þjóðerni.+ Ester hélt áfram að fylgja fyrirmælum hans eins og hún hafði gert meðan hún var í umsjá hans.+
21 Á þeim tíma, meðan Mordekaí sat í konungshliði, reiddust Bigtan og Teres, tveir hirðmenn konungs sem voru hliðverðir, og gerðu samsæri um að ráða Ahasverus konung af dögum.*
22 En Mordekaí komst að því og sagði Ester drottningu tafarlaust frá því. Hún talaði síðan við konung fyrir hönd* Mordekaí.
23 Málið var kannað og þetta reyndist vera rétt svo að mennirnir voru báðir hengdir upp á staur. Allt var þetta skráð í bókina um sögu ríkisins að konungi viðstöddum.+
Neðanmáls
^ Eða „kvennabúrið“.
^ Eða „höllinni“.
^ Sjá orðaskýringar.
^ Eða „nuddmeðferð“.
^ Eða „höllinni“.
^ Eða „forráðamaður“.
^ Sem þýðir ‚brúðarlauf‘.
^ Eða „hallarinnar“.
^ Eða „höll“.
^ Eða „og hún ávann sér tryggan kærleika hans“.
^ Eða „nuddmeðferð“.
^ Eða „kvennabúrinu“.
^ Eða „kvennabúrsins“.
^ Eða „Nuddmeðferðin“.
^ Eða „auk nuddmeðferðarinnar“.
^ Eða „kvennabúrinu“.
^ Eða „kvennabúrið“.
^ Sjá viðauka B15.
^ Eða „og hún ávann sér tryggan kærleika hans í ríkari mæli en nokkur önnur mey“.
^ Eða „vefjarhöttinn“.
^ Getur átt við eftirgjöf skatta, hlé frá herþjónustu, lausn úr fangelsi eða allt þetta.
^ Eða „ungum konum“.
^ Orðrétt „leggja hendur á Ahasverus konung“.
^ Eða „í nafni“.