Esterarbók 4:1–17

  • Mordekaí er harmi sleginn (1–5)

  • Mordekaí segir Ester að biðja þjóðinni vægðar (6–17)

4  Þegar Mordekaí+ frétti hvað gerst hafði+ reif hann föt sín, klæddist hærusekk og jós yfir sig ösku. Síðan gekk hann út í miðja borgina og grét hátt og beisklega.  Hann fór ekki lengra en að konungshliðinu því að enginn mátti ganga þar inn klæddur hærusekk.  Og í öllum skattlöndunum+ sem orð og tilskipun konungs náðu til var mikill harmur meðal Gyðinga og þeir föstuðu,+ grétu og kveinuðu. Margir breiddu undir sig sekk og ösku.+  Þegar þjónustustúlkur og geldingar Esterar drottningar komu og sögðu henni frá þessu var henni mjög brugðið. Hún sendi Mordekaí föt til að klæðast í stað sekkjarins en hann tók ekki við þeim.  Ester kallaði þá á Hatak, einn af geldingum konungs sem hann hafði skipað til að þjóna henni, og sagði honum að spyrja Mordekaí af hverju hann syrgði og hvað væri um að vera.  Hatak gekk út til Mordekaí á borgartorgið fyrir framan konungshliðið.  Mordekaí sagði honum frá öllu sem hafði gerst hjá honum og upphæðinni+ sem Haman hafði lofað að greiða í fjárhirslu konungs til að fá Gyðingum útrýmt.+  Hann gaf honum líka afrit af tilskipuninni um útrýmingu þeirra sem gefin hafði verið út í Súsa.+ Hann átti að sýna Ester hana, skýra hana fyrir henni og segja henni+ að ganga fyrir konung til að sárbæna hann um miskunn og biðja þjóðinni vægðar.  Hatak kom til baka og greindi Ester frá því sem Mordekaí hafði sagt. 10  Ester sagði Hatak að flytja Mordekaí+ eftirfarandi skilaboð: 11  „Allir þjónar konungs og íbúar í skattlöndum hans vita að ein lög gilda um hvern þann, karl eða konu, sem gengur óboðinn inn í innri garð konungs:+ Hann skal tekinn af lífi. Hann fær aðeins að lifa ef konungur réttir fram gullsprota sinn.+ Ég hef ekki verið kölluð fyrir konung í 30 daga.“ 12  Þegar Mordekaí heyrði hvað Ester hafði sagt 13  lét hann skila til hennar: „Þú skalt ekki ímynda þér að þú komist undan frekar en aðrir Gyðingar, bara af því að þú tilheyrir fjölskyldu konungs. 14  Ef þú kýst að þegja núna hljóta Gyðingar hjálp og frelsun annars staðar frá+ en þú og ætt föður þíns líðið undir lok. Hver veit nema þú hafir orðið drottning vegna þessara atburða?“+ 15  Ester svaraði Mordekaí: 16  „Farðu og safnaðu saman öllum Gyðingum í Súsa og fastið+ mín vegna. Borðið hvorki né drekkið í þrjá daga,+ hvorki nótt né dag. Ég mun líka fasta með þjónustustúlkum mínum. Síðan skal ég ganga fyrir konung þótt það sé andstætt lögum, og ef ég á að deyja þá dey ég.“ 17  Mordekaí fór þá burt og gerði eins og Ester hafði sagt honum.

Neðanmáls