Esterarbók 5:1–14

  • Ester gengur fyrir konung (1–8)

  • Reiði og hroki Hamans (9–14)

5  Á þriðja degi+ klæddist Ester drottningarskrúða sínum og gekk inn í innri garðinn við hús* konungs, gegnt húsinu. Konungur sat í hásæti sínu í konungshúsinu á móts við innganginn.  Þegar konungur sá Ester drottningu standa í garðinum gladdist hann og rétti gullsprotann+ sem hann hafði í hendinni í átt til hennar. Ester gekk þá til hans og snerti oddinn á sprotanum.  Konungur spurði hana: „Hvað liggur þér á hjarta, Ester drottning? Hvað viltu biðja mig um? Þó að það væri hálft ríkið myndirðu fá það.“  Ester svaraði: „Ef konungur vill bið ég þig að koma í dag ásamt Haman+ í veislu sem ég hef undirbúið handa þér.“  Konungur sagði þá við menn sína: „Segið Haman að flýta sér hingað eins og Ester hefur óskað eftir.“ Konungur og Haman fóru síðan til veislunnar sem Ester hafði undirbúið.  Þegar þau voru sest að víndrykkjunni spurði konungur Ester: „Hvað langar þig að biðja mig um? Þú færð það sem þú vilt. Hvers óskarðu? Þó að það væri hálft ríkið færðu ósk þína uppfyllta.“+  Ester svaraði: „Ósk mín og beiðni er þessi:  Ef konungur hefur velþóknun á mér og ef konungur vill verða við beiðni minni og ósk bið ég þig að koma ásamt Haman til veislu sem ég ætla að halda fyrir ykkur á morgun. Þá skal ég segja hvað mér liggur á hjarta.“  Þann dag gekk Haman út glaður og í góðu skapi. En þegar hann sá Mordekaí í konungshliðinu og tók eftir að hann stóð hvorki upp fyrir honum né sýndi óttamerki reiddist hann Mordekaí ákaflega.+ 10  Haman hélt þó aftur af sér og fór heim til sín. Síðan sendi hann eftir vinum sínum og Seres+ konu sinni. 11  Hann hreykti sér af auðæfum sínum, öllum sonum sínum,+ af þeirri upphefð sem konungur hafði veitt honum og því að hann hafði fengið æðri stöðu en allir aðrir höfðingjar og þjónar konungs.+ 12  Haman bætti við: „Auk þess bauð Ester drottning engum nema mér og konungi til veislu í dag,+ og á morgun er mér boðið aftur til að vera með henni og konungi.+ 13  Það spillir þó gleði minni að sjá Mordekaí Gyðing sitja í konungshliðinu.“ 14  Seres kona hans og allir vinir hans sögðu þá við hann: „Láttu reisa staur, 50 álna* háan. Og í fyrramálið skaltu leggja til við konung að Mordekaí verði hengdur á staurinn.+ Farðu síðan með konungi og skemmtu þér í veislunni.“ Haman leist vel á þessa hugmynd og lét reisa staurinn.

Neðanmáls

Eða „höll“.
Um 22,3 m. Sjá viðauka B14.