Esterarbók 7:1–10

  • Ester afhjúpar Haman (1–6a)

  • Haman hengdur á staurinn sem hann hafði reist (6b–10)

7  Konungur og Haman+ komu nú til veislu Esterar drottningar.  Konungur spurði Ester að því sama og daginn áður meðan þau drukku vín: „Hvers óskarðu, Ester drottning? Þú færð það. Hvað ætlarðu að biðja mig um? Þó að það væri hálft ríkið færðu ósk þína uppfyllta!“+  Ester drottning svaraði: „Ef þú hefur velþóknun á mér, konungur, og vilt verða við beiðni minni þyrmdu þá lífi mínu og bjargaðu þjóð minni.+  Við höfum verið seld,+ ég og þjóð mín, og það á að drepa okkur, eyða og útrýma.+ Ef við hefðum aðeins verið seld sem þrælar og ambáttir hefði ég þagað. En þessar hörmungar mega ekki verða því að það yrði konungi til tjóns.“  „Hver vogar sér að gera nokkuð slíkt?“ spurði Ahasverus konungur. „Og hvar er hann?“  Ester svaraði: „Andstæðingurinn og óvinurinn er þessi illi Haman.“ Haman varð skelfingu lostinn.  Konungur stóð upp frá víndrykkjunni og æddi bálreiður út í hallargarðinn. Haman reis þá á fætur til að biðja Ester drottningu að þyrma lífi sínu því að hann áttaði sig á að konungur myndi refsa honum.  Konungur kom nú aftur inn í veislusalinn utan úr hallargarðinum og sá að Haman hafði látið sig falla á legubekkinn þar sem Ester var. Konungur hrópaði upp yfir sig: „Ætlar hann nú líka að nauðga drottningunni í mínu eigin húsi?“ Um leið og konungur sleppti orðinu huldu menn andlit Hamans.  Harbóna,+ einn af hirðmönnum konungs, sagði nú: „Haman hefur líka látið reisa staur ætlaðan Mordekaí,+ manninum sem bjargaði lífi konungs.+ Hann er 50 álnir* á hæð og stendur við hús Hamans.“ „Hengið hann á staurinn,“ skipaði konungur. 10  Haman var þá hengdur á staurinn sem hann hafði ætlað Mordekaí og konungi rann reiðin.

Neðanmáls

Um 22,3 m. Sjá viðauka B14.