Bréfið til Filippímanna 2:1–30
2 Fyrst þið eruð sameinuð Kristi og getið uppörvað hvert annað, hughreyst í kærleika, borið umhyggju hvert fyrir öðru, elskað hvert annað og sýnt samúð,
2 fullkomnið þá gleði mína með því að vera einhuga, bera sama kærleika hvert til annars og vera algerlega sameinuð með sama hugarfari.+
3 Verið ekki þrætugjörn+ og gerið ekkert af sjálfselsku.+ Verið heldur auðmjúk* og lítið á aðra sem ykkur meiri.+
4 Hugsið ekki aðeins um eigin hag+ heldur einnig hag annarra.+
5 Hafið sama hugarfar og Kristur Jesús.+
6 Þótt hann væri líkur Guði+ hvarflaði ekki að honum að reyna að vera jafn Guði.+
7 Nei, hann afsalaði sér öllu og varð eins og þræll,+ eins og hver annar maður.*+
8 Hann auðmýkti líka sjálfan sig þegar hann kom sem maður* og var hlýðinn allt til dauða,+ já, dauða á kvalastaur.*+
9 Af þessari ástæðu upphóf Guð hann, veitti honum æðri stöðu en áður+ og gaf honum í gæsku sinni nafn sem er æðra öllum öðrum nöfnum.+
10 Allir skulu því falla á kné fyrir nafni Jesú – þeir sem eru á himni, þeir sem eru á jörð og þeir sem eru undir jörð*+ –
11 og hver tunga skal játa opinberlega að Jesús Kristur sé Drottinn,+ Guði föðurnum til dýrðar.
12 Mín elskuðu, þið hafið alltaf verið hlýðin, bæði þegar ég var hjá ykkur og ekki síður núna í fjarveru minni. Haldið nú áfram að vinna að björgun ykkar af alvöru og með ótta.
13 Það er Guð sem styrkir ykkur og gefur ykkur bæði löngun og kraft til að gera það sem gleður hann.
14 Gerið allt án þess að nöldra+ og mótmæla+
15 svo að þið verðið óaðfinnanleg og saklaus, flekklaus börn Guðs+ meðal illrar og gerspilltrar kynslóðar+ í heimi þar sem þið skínið eins og ljósberar.+
16 Haldið fast í orð lífsins.+ Þá get ég glaðst á degi Krists því að ég veit að ég hef hvorki hlaupið til einskis né erfiðað til einskis.
17 Ég fagna og samgleðst ykkur öllum þó að mér sé úthellt eins og drykkjarfórn+ yfir fórn ykkar+ og þá heilögu þjónustu* sem trú ykkar hefur leitt ykkur til.
18 Eins ættuð þið að fagna og samgleðjast mér.
19 Ég vonast til að geta sent Tímóteus+ til ykkar fljótlega, ef Drottinn Jesús vill, svo að ég fái uppörvun þegar hann færir mér fréttir af ykkur.
20 Ég hef engan honum líkan, engan sem mun láta sér eins einlæglega annt um velferð ykkar.
21 Allir aðrir hugsa um sinn eigin hag en ekki um það sem Jesús Kristur vill.
22 En þið vitið hvernig Tímóteus hefur reynst. Hann hefur þjónað með mér við að efla boðun fagnaðarboðskaparins eins og barn+ með föður sínum.
23 Þess vegna vonast ég til að geta sent hann um leið og ég sé hvað verður um mig.
24 Ég er reyndar viss um að ég kem líka sjálfur fljótlega+ ef það er vilji Drottins.
25 En nú finnst mér nauðsynlegt að senda til ykkar Epafrodítus, bróður minn, samstarfsmann og samherja, sem þið senduð til að hjálpa mér.+
26 Hann þráir að sjá ykkur öll og er dapur yfir því að þið skylduð heyra að hann hefði veikst.
27 Já, hann veiktist og var að dauða kominn en Guð sýndi honum miskunn, og ekki aðeins honum heldur líka mér svo að ég skyldi ekki þurfa að upplifa hryggð á hryggð ofan.
28 Þess vegna sendi ég hann eins fljótt og ég get þannig að þið getið glaðst aftur þegar þið sjáið hann og ég þurfi ekki að vera eins áhyggjufullur.
29 Takið því fagnandi á móti honum eins og þið eruð vön að taka á móti þjónum Drottins og metið menn eins og hann mikils.+
30 Hann var að dauða kominn vegna starfa sinna fyrir Krist.* Hann lagði líf sitt í hættu til að veita mér þá þjónustu sem þið gátuð ekki veitt mér af því að þið voruð ekki hér.+
Neðanmáls
^ Eða „lítillát“.
^ Orðrétt „þræll og varð líkur mönnum“.
^ Orðrétt „hann kom fram sem maður að útliti“.
^ Sjá orðaskýringar.
^ Það er, hinir dánu sem fá upprisu.
^ Eða „þá þjónustu í þágu almennings“.
^ Eða hugsanl. „Drottin“.