Hósea 1:1–11

  • Kona Hósea og börn hennar (1–9)

    • Jesreel (4), Ló Rúhama (6) og Ló Ammí (9)

  • Von um endurreisn og einingu (10, 11)

1  Orð Jehóva sem kom til Hósea* Beerísonar á dögum Ússía,+ Jótams,+ Akasar+ og Hiskía+ Júdakonunga+ og á dögum Jeróbóams+ Jóassonar+ Ísraelskonungs.  Þegar Jehóva byrjaði að boða boðskap sinn fyrir milligöngu Hósea sagði Jehóva við hann: „Farðu og gifstu konu sem leggst í vændi* og eignast lausaleiksbörn því að landið hefur algerlega yfirgefið Jehóva með vændi* sínu.“+  Hann fór þá og giftist Gómer Diblaímsdóttur. Hún varð barnshafandi og fæddi honum son.  Þá sagði Jehóva við hann: „Láttu hann heita Jesreel* því að innan skamms dreg ég ætt Jehú+ til ábyrgðar fyrir blóðsúthellingar Jesreel* og bind enda á konungdæmi Ísraelsmanna.+  Á þeim degi brýt ég boga Ísraels í Jesreeldal.“*  Hún varð aftur barnshafandi og fæddi dóttur. Guð sagði við Hósea: „Láttu hana heita Ló Rúhama* því að ég mun ekki lengur miskunna+ Ísraelsmönnum heldur hrekja þá burt.+  En ég mun miskunna Júdamönnum+ og ég, Jehóva Guð þeirra, bjarga þeim.+ Ég bjarga þeim ekki með boga, sverði, bardaga, hestum né riddurum.“+  Þegar hún hafði vanið Ló Rúhama af brjósti varð hún aftur barnshafandi og fæddi son.  Þá sagði Guð: „Láttu hann heita Ló Ammí* því að þið eruð ekki fólk mitt og ég verð ekki Guð ykkar. 10  Ísraelsmenn verða eins margir og sandkorn sjávarins sem hvorki er hægt að mæla né telja.+ Og þar sem sagt var við þá: ‚Þið eruð ekki fólk mitt,‘+ þar verður sagt við þá: ‚Synir hins lifandi Guðs.‘+ 11  Júdamönnum og Ísraelsmönnum verður safnað saman sem einni heild.+ Þeir munu velja sér einn leiðtoga og leggja af stað út úr landinu. Þetta verður stórkostlegur dagur fyrir Jesreel.+

Neðanmáls

Stytting nafnsins Hósaja sem merkir ‚bjargað af Jah; Jah hefur bjargað‘.
Eða „er siðlaus; er lauslát“.
Eða „siðleysi; lauslæti“.
Sem þýðir ‚Guð mun sá fræi‘.
Borgin þar sem konungar norðurríkisins Ísraels höfðu aðsetur.
Eða „á Jesreelsléttu“.
Sem þýðir ‚ekki miskunnað‘.
Sem þýðir ‚ekki fólk mitt‘.