Hósea 12:1–14

  • Efraím hvattur til að snúa aftur til Jehóva (1–14)

    • Jakob glímdi við Guð (3)

    • Jakob grét og bað um blessun Guðs (4)

12  „Efraím nærist á vindinum. Hann eltist við austanvindinn allan liðlangan daginn. Hann hrúgar upp lygum og ofbeldi. Hann gerir sáttmála við Assýríu+ og flytur olíu til Egyptalands.+   Jehóva höfðar mál gegn Júda.+ Hann dregur Jakob til ábyrgðar fyrir verk hansog endurgeldur honum eftir breytni hans.+   Í móðurkviði greip hann um hæl bróður síns+og hann glímdi við Guð af öllum mætti.+   Hann glímdi við engil og bar sigur úr býtum. Hann grét og bað hann um blessun.“+ Hann fann hann við Betel og þar talaði hann við okkur.+   Jehóva, Guð hersveitanna,+Jehóva er nafn hans sem fellur aldrei í gleymsku.+   „Snúðu því aftur til Guðs þíns,+haltu fast í tryggan kærleika og réttlæti+og vonaðu alltaf á Guð þinn.   En í hendi kaupmannsins er svikavog,hann nýtur þess að svindla á fólki.+   Efraím segir: ‚Ég er orðinn ríkur,+ég hef eignast auðæfi.+ Eftir allt erfiði mitt getur enginn sakað mig um misferli eða synd.‘   En ég, Jehóva, hef verið Guð þinn síðan í Egyptalandi.+ Ég læt þig aftur búa í tjöldumeins og þú gerðir á hátíðardögum.* 10  Ég talaði til spámannanna+og lét þá sjá margar sýnir. Ég talaði í líkingum fyrir milligöngu þeirra. 11  Í Gíleað svíkja menn*+ og segja ósatt. Í Gilgal fórna menn nautum+og ölturu þeirra eru eins og grjóthrúgur í plógförum á akri.+ 12  Jakob flúði til Aramlands,*+Þar gerðist Ísrael+ þjónn vegna konu,+hann gætti sauða til að eignast konu.+ 13  Fyrir milligöngu spámanns leiddi Jehóva Ísrael út úr Egyptalandi+og fyrir milligöngu spámanns var hans gætt.+ 14  Efraím hefur valdið biturri reiði,+blóðsekt hvílir á honum. Drottinn hans endurgeldur honum skömmina sem hann olli.“+

Neðanmáls

Orðrétt „tilsettum dögum“.
Eða „stunda menn galdra (dulspeki)“.
Eða „Sýrlands“.