Hósea 14:1–9

  • Ákall um að snúa aftur til Jehóva (1–3)

    • Lofgjörð vara (2)

  • Ótryggð Ísraels læknuð (4–9)

14  „Snúðu aftur, Ísrael, til Jehóva Guðs þíns + því að synd þín varð þér að falli.   Snúið aftur til Jehóva og segið við hann: ‚Fyrirgefðu synd okkar+ og þiggðu hið góða. Lofgjörð vara okkar+ verður eins og ungnautin sem við færum þér að fórn.   Assýría bjargar okkur ekki.+ Við ríðum ekki framar á hestum+og segjum ekki lengur: „Guð okkar!“ við handaverk okkarþví að það ert þú sem sýnir föðurlausu barni miskunn.‘+   Ég ætla að lækna ótryggð þeirra+og elska þá af fúsum og frjálsum vilja+því að reiði mín er snúin frá þeim.+   Ég verð Ísrael eins og döggin,hann mun blómstra eins og liljanog skjóta rótum eins og trén í Líbanon.   Greinar hans breiða úr sér,hann verður tignarlegur eins og ólívutréog ilmar eins og Líbanon.   Þeir munu aftur búa í skugga hans. Þeir rækta korn og blómgast eins og vínviður.+ Frægð hans verður eins og vínið frá Líbanon.   Efraím mun segja: ‚Hvað hef ég með skurðgoð að gera?‘+ Ég svara honum og vaki yfir honum.+ Ég verð eins og gróskumikill einiviður. Hjá mér finnurðu ávöxt.“   Hver er vitur? Hann reyni að skilja þetta. Hver er skynsamur? Hann átti sig á þessu. Vegir Jehóva eru réttir.+ Hinir réttlátu ganga á þeimen syndarar hrasa á þeim.

Neðanmáls