Hósea 8:1–14

  • Afleiðingar skurðgoðadýrkunar (1–14)

    • Þeir sá vindi, uppskera storm (7)

    • Ísrael hefur gleymt skapara sínum (14)

8  „Leggðu horn að munni þér!+ Óvinur kemur eins og örn yfir fólk* Jehóva+því að það hefur rofið sáttmála minn+ og brotið lög mín.+   Það hrópar til mín: ‚Guð minn, við Ísraelsmenn þekkjum þig!‘+   Ísrael hefur hafnað því sem er gott.+ Óvinur skal elta hann.   Þeir hafa krýnt konunga án þess að spyrja mig. Þeir hafa skipað höfðingja án míns samþykkis. Þeir hafa gert skurðgoð úr silfri sínu og gulli+sjálfum sér til tortímingar.+   Kálfi þínum er hafnað, Samaría.+ Reiði mín blossar upp gegn þeim.+ Hve lengi verður sakleysið* utan seilingar þeirra?   Kálfurinn á uppruna sinn í Ísrael. Handverksmaður bjó hann til og hann er ekki Guð. Kálfur Samaríu verður mölbrotinn   því að þeir sá vindiog uppskera storm.+ Ekkert strá ber þroskað korn,+það sem sprettur gefur ekki af sér mjöl. Ef eitthvað fengist myndu útlendingar* gleypa það í sig.+   Ísrael verður gleyptur.+ Nú verður hann meðal þjóðanna,+eins og ker sem enginn kærir sig um   því að hann fór til Assýríu+ eins og villiasni sem fer sínar eigin leiðir. Efraím hefur keypt sér elskhuga.+ 10  Þótt þeir kaupi sér elskhuga meðal þjóðannasafna ég þeim saman,þeir munu kveljast+ undan byrði konungsins og höfðingjanna. 11  Efraím hefur reist æ fleiri ölturu og syndgað,+ölturun urðu honum til syndar.+ 12  Ég skráði handa honum mörg lögen þau voru framandi í augum hans.+ 13  Hann færir mér sláturfórnir og borðar kjötiðen ég, Jehóva, hef enga ánægju af þeim.+ Nú minnist ég afbrota hans og refsa honum fyrir syndir hans.+ Hann hefur snúið aftur* til Egyptalands.+ 14  Ísrael hefur gleymt skapara sínum+ og reist musteri+og Júda hefur fjölgað víggirtum borgum.+ En ég sendi eld inn í borgir hanssem gleypir turnana í þeim öllum.“+

Neðanmáls

Orðrétt „hús“.
Eða „hreinleikinn“.
Eða „ókunnugir“.
Eða hugsanl. „mun snúa aftur“.