Hósea 9:1–17

  • Efraím hafnað vegna synda sinna (1–17)

    • Helgaðir hinum svívirðilega guði (10)

9  „Gleðstu ekki, Ísrael,+fagnaðu ekki eins og aðrar þjóðirþví að þú hefur stundað vændi* og villst frá Guði þínum.+ Þú elskar vændislaunin sem þú færð á hverjum þreskivelli.+   En þreskivöllurinn og vínpressan munu tæmastog nýja vínið þrýtur.+   Menn munu ekki lengur búa í landi Jehóva.+ Efraím snýr aftur til Egyptalandsog í Assýríu borða þeir óhreinan mat.+   Þeir munu ekki lengur færa Jehóva vín að drykkjarfórn,+hann gleðst ekki yfir fórnum þeirra.+ Þær eru eins og sorgarbrauð,allir sem borða það verða óhreinir. Brauð þeirra er aðeins handa þeim sjálfum,það kemur ekki í hús Jehóva.   Hvað ætlið þið að gera á hátíðardeginum,á hátíðardegi Jehóva?   Þeir þurfa að flýja eyðinguna.+ Egyptaland safnar þeim saman+ og Memfis grefur þá.+ Illgresi leggur* undir sig silfurgersemar þeirraog þyrnirunnar vaxa í tjöldum þeirra.   Dagar uppgjörsins koma,+dagar endurgjaldsins komaog Ísrael mun gera sér grein fyrir því. Spámaðurinn reynist vera kjáni og andans maður verður viti sínu fjær. Þar sem sekt þín er mikil verður fjandskapurinn gegn þér mikill.“   Varðmaður+ Efraíms var með Guði mínum.+ En nú eru spámenn hans+ eins og gildrur fuglafangara á öllum vegum hans. Fjandskapur ríkir í húsi Guðs hans.   Þeir eru gerspilltir eins og á dögum Gíbeu.+ Hann minnist afbrota þeirra og refsar þeim fyrir syndir þeirra.+ 10  „Ég fann Ísrael eins og vínber í óbyggðum.+ Ég sá forfeður ykkar eins og snemmsprottnar fíkjur á fíkjutré. En þeir leituðu til Baals Peórs.+ Þeir helguðu sig svívirðingunni*+og urðu viðbjóðslegir eins og sá sem þeir elskuðu. 11  Vegsemd Efraíms flýgur burt eins og fugl. Fæðing, þungun og getnaður heyrir sögunni til.+ 12  Og þótt þeir ali upp börngeri ég þá barnlausa þar til enginn er eftir.+ Já, illa fer fyrir þeim þegar ég sný burt frá þeim!+ 13  Efraím, gróðursettur í haga, var mér eins og Týrus.+ En nú verður Efraím að leiða syni sína til slátrarans.“ 14  Gefðu þeim, Jehóva, það sem þeir eiga skilið: móðurlíf sem missir fóstur og uppþornuð brjóst. 15  „Öll illskuverk þeirra voru framin í Gilgal+ og þar fór ég að hata þá. Ég rek þá burt úr landi* mínu vegna illsku þeirra.+ Ég elska þá ekki framar,+allir höfðingjar þeirra eru þrjóskir. 16  Efraím verður felldur.+ Rót hans þornar upp og þeir bera engan ávöxt. Og þótt þeir eignist börn bana ég elskuðum afkvæmum þeirra.“ 17  Guð minn hafnar þeimþví að þeir hafa ekki hlustað á hann+og þeir verða flóttamenn meðal þjóðanna.+

Neðanmáls

Eða „siðleysi; lauslæti“.
Eða „Netlur leggja“.
Eða „hinum svívirðilega guði“.
Orðrétt „húsi“.