Haggaí 1:1–15

  • Ávítur fyrir að endurreisa ekki musterið (1–11)

    • ‚Er þetta rétti tíminn til að búa í þiljuðum húsum?‘ (4)

    • „Hugsið ykkar gang“ (5)

    • Miklu sáð en uppskeran lítil (6)

  • Fólkið hlustar á Jehóva (12–15)

1  Á öðru stjórnarári Daríusar konungs, fyrsta dag sjötta mánaðarins, kom orð Jehóva fyrir milligöngu Haggaí*+ spámanns til Serúbabels+ Sealtíelssonar, landstjórans í Júda, og til Jósúa Jósadakssonar æðstaprests:  „Þetta segir Jehóva hersveitanna: ‚Fólkið segir: „Enn er ekki kominn tími til að reisa* hús* Jehóva.“‘“+  Jehóva talaði aftur fyrir milligöngu Haggaí+ spámanns og sagði:  „Er þetta rétti tíminn fyrir ykkur að búa í þiljuðum húsum, nú meðan þetta hús er í rústum?+  Jehóva hersveitanna segir: ‚Hugsið ykkar gang.  Þið hafið sáð miklu en uppskeran er lítil.+ Þið borðið en verðið ekki södd og drekkið en svalið ekki þorstanum. Þið klæðið ykkur en engum er hlýtt. Sá sem vinnur setur launin í götótta pyngju.‘“  „Jehóva hersveitanna segir: ‚Hugsið ykkar gang.‘  ‚Farið upp í fjöllin og sækið timbur.+ Byggið húsið+ svo að ég geti glaðst yfir því og hlotið heiður,‘+ segir Jehóva.“  „‚Þið væntuð mikils en fenguð lítið og því sem þið söfnuðuð í hús ykkar blés ég burt.+ Af hverju?‘ spyr Jehóva hersveitanna. ‚Af því að mitt hús er í rústum á meðan þið eruð önnum kafin við að hugsa um eigin hús.+ 10  Þess vegna hélt himinninn aftur af dögginni og jörðin af ávexti sínum. 11  Og ég lét þurrk koma yfir landið og fjöllin, yfir kornið, nýja vínið, olíuna og það sem vex á jörðinni, yfir menn og búfé og yfir allt sem þið hafið unnið hörðum höndum að.‘“ 12  Serúbabel+ Sealtíelsson,+ Jósúa Jósadaksson+ æðstiprestur og allt fólkið hlustaði á Jehóva Guð sinn og orð Haggaí spámanns því að Jehóva Guð þeirra hafði sent hann. Og fólkið fór að óttast Jehóva. 13  Haggaí sendiboði Jehóva flutti fólkinu síðan þennan boðskap eins og Jehóva hafði falið honum: „‚Ég er með ykkur,‘+ segir Jehóva.“ 14  Þannig hvatti Jehóva+ Serúbabel Sealtíelsson, landstjórann í Júda,+ til dáða og sömuleiðis Jósúa+ Jósadaksson æðstaprest og allt fólkið. Allir komu og hófust handa við að byggja hús Jehóva hersveitanna, Guðs síns.+ 15  Þeir byrjuðu 24. dag sjötta mánaðarins á öðru stjórnarári Daríusar konungs.+

Neðanmáls

Sem þýðir ‚fæddur á hátíð‘.
Eða „endurreisa“.
Eða „musteri“.