Harmljóðin 1:1–22

  • Jerúsalem persónugerð sem kona

    • Hún situr ein og yfirgefin (1)

    • Syndir Síonar (8, 9)

    • Guð hefur hafnað Síon (12–15)

    • Enginn huggar Síon (17)

א [alef]* 1  Nú situr hún ein og yfirgefin, borgin sem iðaði af lífi!+ Hún er orðin eins og ekkja, hún sem var svo fjölmenn meðal þjóðanna!+ Hún sem var drottning meðal héraðanna er hneppt í nauðungarvinnu!+ ב [bet]   Hún grætur ákaft á nóttinni+ og tárin streyma niður kinnarnar. Af öllum elskhugum hennar er enginn til að hugga hana.+ Allir vinir hennar hafa svikið hana,+ þeir eru orðnir óvinir hennar. ג [gimel]   Júda er flutt í útlegð,+ þjökuð og þrælkuð.+ Hún þarf að búa meðal þjóðanna,+ hún finnur hvergi hvíldarstað. Allir sem ofsækja hana eltu hana uppi í neyð hennar. ד [dalet]   Vegirnir til Síonar syrgja því að enginn kemur til hátíðarinnar.+ Hlið hennar eru öll hrunin,+ prestar hennar andvarpa. Meyjar* hennar eru óhuggandi af sorg og sjálf er hún gripin angist. ה [he]   Fjandmenn hennar ráða nú yfir henni, óvinir hennar eru áhyggjulausir+því að Jehóva hefur leitt óhamingju yfir hana vegna hennar mörgu synda.+ Óvinurinn rak börn hennar á undan sér og flutti þau í útlegð.+ ו [vá]   Dóttirin Síon hefur glatað allri dýrð sinni.+ Höfðingjar hennar eru eins og hirtir sem finna ekkert beitiland. Þeir ganga örmagna á flótta undan ofsækjandanum. ז [zajin]   Hrjáð og heimilislaus minnist Jerúsalemallra dýrgripanna sem hún átti endur fyrir löngu.+ Þegar þjóð hennar féll í hendur óvinarins kom enginn henni til hjálpar,+óvinirnir horfðu á hana og hlógu að* falli hennar.+ ח [het]   Jerúsalem hefur syndgað gróflega.+ Þess vegna er hún orðin viðbjóður. Allir sem heiðruðu hana fyrirlíta hana af því að þeir hafa séð nekt hennar.+ Hún stynur+ og snýr sér undan af skömm. ט [tet]   Óhreinleiki hennar er á pilsfaldi hennar. Hún hugsaði ekkert um hvernig færi að lokum.+ Fall hennar var hrikalegt, hún hefur engan til að hugga sig. Jehóva, sjáðu eymd mína því að óvinurinn hefur hrokast upp.+ י [jód] 10  Óvinurinn hefur látið greipar sópa um fjársjóði hennar.+ Hún sá þjóðir ganga inn í helgidóm sinn+þótt þú hefðir bannað þeim að koma saman með söfnuði þínum. כ [kaf] 11  Allir íbúar hennar andvarpa, þeir leita að brauði.+ Þeir hafa látið dýrgripi sína í skiptum fyrir mat til að halda lífi. Líttu á mig, Jehóva, og sjáðu að ég er orðin einskis nýt.* ל [lamed] 12  Skiptir þetta engu máli fyrir ykkur sem gangið fram hjá? Lítið á mig! Jafnast nokkur kvöl á við þá sem lögð var á mig,þá sem Jehóva lét mig þola á degi brennandi reiði sinnar?+ מ [mem] 13  Frá hæðum sendi hann eld í bein mín+ og hann yfirbugar þau öll. Hann hefur lagt net fyrir fætur mína, neytt mig til að snúa við. Hann hefur valdið því að ég er yfirgefin. Ég er sjúk allan liðlangan daginn. נ [nún] 14  Syndir mínar eru hnýttar í ok, hann festi þær saman með eigin hendi. Hann hefur lagt þær á háls minn og kraftur minn er á þrotum. Jehóva hefur selt mig í hendur þeirra sem ég get ekki veitt viðnám.+ ס [samek] 15  Jehóva hefur hrifsað frá mér alla kappana.+ Hann stefndi liði gegn mér til að gera út af við unga menn mína.+ Jehóva hefur troðið á meyjunni Júdadóttur í vínpressunni.+ ע [ajin] 16  Þess vegna græt ég,+ augu mín flóa í tárumþví að allir sem gætu huggað mig og hughreyst eru langt í burtu. Synir mínir eru úrkula vonar því að óvinurinn hefur sigrað. פ [pe] 17  Síon réttir út hendurnar,+ hún hefur engan til að hugga sig. Jehóva skipaði öllum nágrönnum Jakobs að snúast gegn honum.+ Jerúsalem er orðin viðbjóður í augum þeirra.+ צ [tsade] 18  Jehóva er réttlátur+ því að ég hef risið gegn fyrirmælum* hans.+ Hlustið, allar þjóðir, og sjáið kvöl mína. Meyjar* mínar og ungir menn hafa verið flutt í útlegð.+ ק [qóf] 19  Ég kallaði á elskhuga mína en þeir hafa svikið mig.+ Prestar mínir og öldungar fórust í borginniþegar þeir leituðu sér matar til að halda lífi.+ ר [res] 20  Sjáðu, Jehóva, ég er í sárri neyð! Það ólgar innra með mér.* Hjartað kvelst í brjósti mér því að ég hef verið svo uppreisnargjörn.+ Úti herjar sverðið,+ inni ríkir dauðinn. ש [shin] 21  Fólk hefur heyrt andvörp mín, það er enginn til að hugga mig. Allir óvinir mínir hafa heyrt um hörmungar mínar. Þeir gleðjast því að þú stendur á bak við þær.+ En þú lætur þann dag renna upp sem þú hefur boðað,+ og þá verða þeir eins og ég.+ ת [tá] 22  Láttu alla illsku þeirra koma fyrir augu þín og refsaðu þeim+eins og þú hefur refsað mér vegna allra synda minnaþví að andvörp mín eru mörg og hjarta mitt sjúkt.

Neðanmáls

Í fyrstu fjórum köflunum er versunum raðað í stafrófsröð samkvæmt hebreska stafrófinu.
Eða „Ungar konur“.
Eða „hlökkuðu yfir“.
Jerúsalem er persónugerð sem kona.
Orðrétt „munni“.
Eða „Ungar konur“.
Orðrétt „Innyfli mín ólga“.