Harmljóðin 5:1–22

  • Fólkið biður um miskunn

    • ‚Mundu hvað hefur gengið yfir okkur‘ (1)

    • ‚Það er úti um okkur, við höfum syndgað‘ (16)

    • „Leiddu okkur aftur til þín“ (21)

    • „Láttu allt verða eins og í gamla daga“ (21)

5  Mundu, Jehóva, hvað hefur gengið yfir okkur. Líttu á og sjáðu niðurlægingu okkar.+   Erfðaland okkar er fallið í hendur ókunnugra, hús okkar í hendur útlendinga.+   Við erum orðin munaðarlaus, föðurlaus. Mæður okkar eru eins og ekkjur.+   Við þurfum að borga fyrir eigið drykkjarvatn+ og kaupa okkar eigin við.   Þeir sem elta okkur anda ofan í hálsmálið á okkur,við erum örþreytt en fáum enga hvíld.+   Við réttum út höndina til Egyptalands+ og Assýríu+ til að fá brauð að borða.   Forfeður okkar sem syndguðu eru horfnir en við þurfum að bera syndir þeirra.   Nú ríkja þjónar yfir okkur, enginn er til að bjarga okkur úr höndum þeirra.   Við hættum lífinu við að sækja brauð+ því að sverðið herjar í óbyggðunum. 10  Húðin á okkur er orðin heit sem ofn vegna skerandi hungurs.+ 11  Þeir hafa svívirt* eiginkonurnar í Síon, meyjarnar í borgum Júda.+ 12  Höfðingjar voru hengdir upp á annarri hendi+ og öldungum engin virðing sýnd.+ 13  Ungir menn bera handkvörnina og drengir hrasa undir viðarbyrðunum. 14  Öldungarnir eru horfnir úr borgarhliðinu,+ ungu mennirnir hættir að leika tónlist.+ 15  Gleðin er horfin úr hjörtum okkar, dansinn er vikinn fyrir sorg.+ 16  Kórónan er fallin af höfði okkar. Það er úti um okkur því að við höfum syndgað! 17  Þess vegna er hjarta okkar sjúkt+og þess vegna hafa augu okkar daprast,+ 18  vegna Síonarfjalls sem er í eyði,+ nú eru refir þar á ferli. 19  En þú, Jehóva, situr í hásæti þínu að eilífu. Hásæti þitt stendur kynslóð eftir kynslóð.+ 20  Hvers vegna viltu gleyma okkur að eilífu, yfirgefa okkur í svo langan tíma?+ 21  Leiddu okkur aftur til þín, Jehóva, þá snúum við til þín þegar í stað,+láttu allt verða eins og í gamla daga.+ 22  Þú hefur hafnað okkur með ölluog ert enn bálreiður út í okkur.+

Neðanmáls

Eða „nauðgað“.