Bréfið til Hebrea 13:1–25

  • Hvatningar- og kveðjuorð (1–25)

    • Gleymið ekki að vera gestrisin (2)

    • Hafið hjónabandið í heiðri (4)

    • Hlýðið þeim sem fara með forystuna (7, 17)

    • Færum lofgjörðarfórn (15, 16)

13  Látið bróðurkærleikann haldast.+  Gleymið ekki að vera gestrisin*+ því að þannig hafa sumir tekið á móti englum án þess að vita það.+  Hugsið til þeirra sem sitja í fangelsi*+ eins og þið væruð í fangelsi með þeim,+ og eins til þeirra sem þola illt því að þið eruð einnig með líkama.*  Allir eiga að hafa hjónabandið í heiðri og halda því óflekkuðu+ því að Guð mun dæma þá sem fremja kynferðislegt siðleysi* og þá sem halda fram hjá.+  Látið ekki ást á peningum stjórna lífi ykkar+ heldur látið ykkur nægja það sem þið hafið.+ Hann hefur sagt: „Ég mun aldrei snúa baki við þér og aldrei yfirgefa þig.“+  Við getum því verið hugrökk og sagt: „Jehóva* hjálpar mér, ég óttast ekki neitt. Hvað geta mennirnir gert mér?“+  Hafið þá í huga sem fara með forystuna á meðal ykkar,+ sem hafa flutt ykkur orð Guðs. Veltið fyrir ykkur líferni þeirra og hvernig þeim farnast og líkið eftir trú þeirra.+  Jesús Kristur er hinn sami í dag og í gær og verður það að eilífu.  Látið engan leiða ykkur afvega með ýmsum framandi kenningum. Það er betra að láta hjartað styrkjast af einstakri góðvild Guðs en af ákveðnu mataræði* sem gagnast ekki þeim sem eru uppteknir af því.+ 10  Við höfum altari og þeir sem veita heilaga þjónustu við tjaldbúðina* hafa ekki leyfi til að borða af því.+ 11  Æðstipresturinn fer með blóð dýranna inn í hið allra helgasta sem syndafórn en hræin eru brennd fyrir utan búðirnar.+ 12  Þess vegna þjáðist Jesús líka fyrir utan borgarhliðið+ til að helga fólkið með sínu eigin blóði.+ 13  Förum því til hans út fyrir búðirnar og berum sömu smán og hann.+ 14  Við vitum að hér höfum við ekki borg sem er varanleg heldur þráum við þá borg sem á eftir að koma.+ 15  Fyrir milligöngu Jesú skulum við alltaf færa Guði lofgjörðarfórn,+ það er ávöxt vara okkar+ sem boða nafn hans+ opinberlega. 16  Og gleymið ekki að gera gott og gefa öðrum af því sem þið eigið+ því að Guð er ánægður með slíkar fórnir.+ 17  Hlýðið þeim sem fara með forystuna á meðal ykkar+ og verið þeim undirgefin+ því að þeir gæta ykkar og þurfa að standa reikningsskap fyrir það.+ Þá geta þeir gert það með gleði en ekki andvarpandi en það væri skaðlegt fyrir ykkur. 18  Haldið áfram að biðja fyrir okkur því að við erum sannfærðir um að við höfum góða samvisku og viljum vera heiðarlegir í öllu sem við gerum.+ 19  En ég hvet ykkur sérstaklega til að biðja þess að ég komist sem fyrst til ykkar aftur. 20  Guð friðarins leiddi Drottin okkar Jesú, hinn mikla hirði+ sauðanna, upp frá dauðum og hann hafði með sér blóð eilífs sáttmála. 21  Megi hann búa ykkur öllu sem þið þurfið til að gera vilja hans. Megi hann fyrir milligöngu Jesú Krists koma því til leiðar í okkur sem er honum þóknanlegt. Honum sé dýrðin um alla eilífð. Amen. 22  Nú hvet ég ykkur, bræður og systur, til að hlusta þolinmóð á þessi hvatningarorð en það er stutt bréf sem ég hef skrifað ykkur. 23  Ég vil að þið vitið að Tímóteus bróðir okkar hefur verið látinn laus. Ef hann kemur fljótlega heimsækjum við ykkur saman. 24  Ég bið að heilsa öllum sem fara með forystuna á meðal ykkar og öllum hinum heilögu. Bræður og systur hér á Ítalíu+ biðja að heilsa. 25  Einstök góðvild Guðs sé með ykkur öllum.

Neðanmáls

Eða „góð við ókunnuga“.
Orðrétt „hinna fjötruðu; þeirra sem eru í fjötrum“.
Eða hugsanl. „þola illt eins og þið þjáist með þeim“.
Það er, reglum um mataræði.
Eða „musterið“.