Bréfið til Hebrea 5:1–14
5 Sérhver æðstiprestur sem er valinn úr hópi manna er skipaður til að þjóna Guði+ í þeirra þágu og færa fórnargjafir og sláturfórnir fyrir syndir.+
2 Hann getur haft meðaumkun með* þeim sem eru fáfróðir og verður eitthvað á* því að hann þarf sjálfur að glíma við* veikleika
3 og þarf þess vegna að færa fórnir fyrir sínar eigin syndir rétt eins og hann færir fórnir fyrir syndir fólksins.+
4 Enginn tekur sér þennan heiður að eigin frumkvæði. Hann fær hann aðeins ef Guð kallar hann eins og hann kallaði Aron.+
5 Eins er um Krist. Hann tók sér ekki sjálfur þann heiður+ að gerast æðstiprestur heldur hlaut upphefð af hendi hans sem sagði við hann: „Þú ert sonur minn, í dag varð ég faðir þinn.“+
6 Hann segir líka á öðrum stað: „Þú ert prestur að eilífu á sama hátt og Melkísedek.“+
7 Meðan Kristur var á jörð bar hann fram innilegar bænir og beiðnir með áköllum og tárum+ fyrir hann sem var fær um að bjarga honum frá dauða og hann var bænheyrður vegna guðsótta síns.
8 Þótt hann væri sonur hans lærði hann hlýðni af þeim þjáningum sem hann gekk í gegnum.+
9 Og eftir að hann var fullkomnaður+ varð hann ábyrgur fyrir eilífri frelsun allra sem hlýða honum+
10 vegna þess að Guð útnefndi hann til að vera æðstiprestur á sama hátt og Melkísedek.+
11 Við höfum margt um hann að segja en það er erfitt að útskýra það fyrir ykkur þar sem þið eruð orðin skilningssljó.
12 Þó að þið ættuð að vera orðin* kennarar hafið þið aftur þörf á að einhver kenni ykkur grundvallaratriði+ hins heilaga boðskapar Guðs. Ykkur hefur farið aftur svo að þið þurfið enn á ný að fá mjólk en ekki fasta fæðu.
13 Sá sem heldur áfram að nærast á mjólk er smábarn+ og þekkir ekki orð réttlætisins.
14 En fasta fæðan er fyrir þroskað fólk, fyrir þá sem hafa notað skilningsgáfuna* og þjálfað hana til að greina rétt frá röngu.
Neðanmáls
^ Eða „verið mildur við; verið sanngjarn við“.
^ Eða „villuráfandi“.
^ Eða „er sjálfur á valdi eigin“.
^ Orðrétt „ættuð tímans vegna að vera“.
^ Eða „dómgreindina“.