Jóel 2:1–32
2 „Blásið í horn í Síon!+
Hrópið heróp á mínu heilaga fjalli.
Allir landsmenn* skjálfiþví að dagur Jehóva kemur!+ Hann er nálægur!
2 Þetta er dagur myrkurs og sorta,+dagur skýja og niðdimmu,+eins og þegar morgunbjarminn breiðist yfir fjöllin.
Þar fer fjölmenn og öflug þjóð.+
Aldrei áður hefur verið nokkur eins og húnog aldrei framar verður nokkur henni lík,kynslóð eftir kynslóð.
3 Á undan þeim fer eyðandi eldurog á eftir þeim logi sem gleypir allt.+
Landið fyrir framan þá er eins og Edengarðurinn+en að baki þeim eru eyðiöræfi,ekkert kemst undan.
4 Þeir líta út eins og hestarog geysast fram eins og stríðsfákar.+
5 Hávaðinn er eins og gnýr í stríðsvögnum þegar þeir stökkva yfir fjallstindana,+eins og snarkið í eldi sem logar í hálmi.
Þeir eru eins og voldug þjóð sem heldur fylktu liði til bardaga.+
6 Þjóðir verða skelfingu lostnar þeirra vegna.
Hvert andlit náfölnar.
7 Þeir þjóta fram eins og stríðskappar,klífa múra eins og hermenn.
Hver og einn heldur sinni stefnuog enginn sveigir af braut sinni.
8 Þeir stjaka ekki hver við öðrum,hver og einn gengur sína braut.
Þótt sumir falli fyrir kastvopnumhalda hinir ótrauðir áfram.
9 Þeir ryðjast inn í borgina, hlaupa á múrnum,klifra upp húsin og fara inn um gluggana eins og þjófar.
10 Fyrir þeim skelfur landið og himinninn nötrar.
Sólin og tunglið myrkvast+og stjörnurnar missa birtu sína.
11 Jehóva brýnir raustina frammi fyrir her sínum+ því að herlið hans er geysifjölmennt.+
Sá er voldugur sem framkvæmir það sem hann hefur sagtþví að dagur Jehóva er mikill og magnþrunginn.+
Hver getur staðist hann?“+
12 „En jafnvel nú,“ segir Jehóva, „skuluð þið snúa aftur til mín af öllu hjarta,+með föstu,+ gráti og kveinstöfum.
13 Rífið hjörtu ykkar+ en ekki föt+og snúið aftur til Jehóva Guðs ykkarþví að hann er samúðarfullur og miskunnsamur, seinn til reiði+ og sýnir tryggan kærleika í ríkum mæli+og hann mun hætta við hörmungarnar.*
14 Hver veit nema honum snúist hugur og hann hætti við*+og láti eftir sig blessun,kornfórn og drykkjarfórn handa Jehóva Guði ykkar.
15 Blásið í horn í Síon!
Lýsið yfir* föstu, boðið til hátíðarsamkomu.+
16 Safnið fólkinu saman, helgið söfnuðinn.+
Kallið gömlu mennina saman, safnið saman börnum og brjóstabörnum.+
Brúðguminn komi út úr herbergi sínu og brúðurin út úr brúðarherbergi sínu.
17 Milli forsalarins og altarisins+skulu prestarnir, þjónar Jehóva, gráta og segja:
‚Finndu til með fólki þínu, Jehóva.
Láttu ekki arfleifð þína verða að athlægi,og láttu ekki aðrar þjóðir ríkja yfir henni.
Hvers vegna ættu þjóðirnar að segja: „Hvar er Guð þeirra?“‘+
18 Þá mun Jehóva fyllast umhyggju fyrir landi sínuog sýna fólki sínu miskunn.+
19 Jehóva mun svara fólki sínu:
‚Nú sendi ég ykkur korn, nýtt vín og olíuog þið fáið fylli ykkar.+
Ég læt ykkur ekki lengur verða að athlægi meðal þjóðanna.+
20 Óvininn sem kemur úr norðri rek ég langt burt frá ykkur.
Ég hrek hann út á þurr og óbyggð öræfi,framvarðasveit hans að hafinu í austri*og bakvarðasveit hans að hafinu í vestri.*
Fnykurinn af honum mun stíga upp,óþefurinn af honum fylla loftið+því að Guð vinnur mikil afrek.‘
21 Óttastu ekki, land.
Fagnaðu og gleðstu því að Jehóva vinnur mikil afrek.
22 Óttist ekki, þið dýr merkurinnar,því að bithagar óbyggðanna grænka+og trén bera ávöxt,+fíkjutréð og vínviðurinn gefa ríkulega af sér.+
23 Synir Síonar, fagnið og gleðjist yfir Jehóva Guði ykkar+því að hann mun gefa ykkur haustregn í réttum mæli.
Hann lætur hellidembu koma yfir ykkur,haustregn og vorregn eins og áður.+
24 Þreskivellirnir verða fullir af korniog kerin flóa yfir af nýju víni og olíu.+
25 Ég bæti ykkur upp árinsem fullvaxta engisprettan, vænglausa engisprettan, gráðuga engisprettan og óseðjandi engisprettan átu upp,minn mikli her sem ég sendi gegn ykkur.+
26 Þið munuð borða ykkur södd+og lofa nafn Jehóva Guðs ykkar+sem hefur gert dásamlega hluti fyrir ykkur.
Fólk mitt mun aldrei aftur þurfa að skammast sín.+
27 Og þið munuð vita að ég er mitt á meðal Ísraels+og að ég er Jehóva Guð ykkar+ og enginn annar!
Fólk mitt mun aldrei aftur þurfa að skammast sín.
28 Eftir það úthelli ég anda mínum+ yfir alls konar fólk.
Synir ykkar og dætur munu spá,gamalmenni ykkar mun dreyma draumaog ungmenni ykkar sjá sýnir.+
29 Jafnvel yfir þræla mína og ambáttirúthelli ég anda mínum á þeim dögum.
30 Ég geri undur* á himni og jörð,blóð, eld og reykjarstróka.+
31 Sólin breytist í myrkur og tunglið verður sem blóð+áður en hinn mikli og magnþrungni dagur Jehóva kemur.+
32 Og allir sem ákalla nafn Jehóva bjargast.+
Á Síonarfjalli og í Jerúsalem verða þeir sem komast lífs af,+ rétt eins og Jehóva hefur sagt,eftirlifendurnir sem Jehóva kallar.“
Neðanmáls
^ Eða „jarðarbúar“.
^ Eða „iðrast hörmunganna“.
^ Eða „iðrist“.
^ Orðrétt „Helgið“.
^ Það er, Dauðahafi.
^ Það er, Miðjarðarhafi.
^ Það er, fyrirboða.