Jóel 3:1–21

  • Jehóva dæmir allar þjóðir (1–17)

    • Jósafatsdalur (2, 12)

    • Dalur dómsins (14)

    • Jehóva verður Ísraelsmönnum virki (16)

  • Jehóva blessar fólk sitt (18–21)

3  „Á þeim dögum og á þeim tíma,þegar ég flyt útlagana frá Júda og Jerúsalem aftur heim,+   safna ég saman öllum þjóðumog leiði þær niður í Jósafatsdal.* Þar dreg ég þær fyrir dóm+vegna fólks míns og arfleifðar minnar, Ísraels,því að þær tvístruðu henni meðal þjóðannaog skiptu landi mínu á milli sín.+   Þær vörpuðu hlutkesti um fólk mitt,+létu dreng í skiptum fyrir vændiskonuog seldu stúlku fyrir vín að drekka.   Og hvað hafið þið á móti mér,Týrus og Sídon og öll héruð Filisteu? Eruð þið að hefna einhvers sem ég hef gert? Ef þið eruð að hefna ykkarlæt ég það koma ykkur í koll, skjótt og skyndilega.+   Þið tókuð silfur mitt og gull+og fluttuð bestu gersemar mínar í musteri ykkar.   Íbúa Júda og Jerúsalem selduð þið Grikkjum+til að flytja þá langt burt frá heimalandi sínu.   Þess vegna flyt ég þá aftur þaðan sem þið selduð þá+og læt verk ykkar koma ykkur í koll.   Ég sel syni ykkar og dætur í hendur Júdamanna+og þeir selja þau Sabamönnum, þjóð sem býr langt í burtu,því að Jehóva hefur talað.   Boðið þetta meðal þjóðanna:+ ‚Búið ykkur undir* stríð! Kallið út kappana! Allir hermenn gangi fram og ráðist til atlögu!+ 10  Smíðið sverð úr plógjárnum ykkar og spjót* úr garðhnífum ykkar. Máttleysinginn segi: „Ég er sterkur.“ 11  Komið og hjálpist að, allar nágrannaþjóðir, safnist saman!‘“+ Jehóva, sendu hetjur þínar* þangað niður. 12  „Þjóðirnar fylki sér og haldi til Jósafatsdalsþví að þar mun ég sitja og dæma allar nágrannaþjóðirnar.+ 13  Sveiflið sigðinni því að uppskeran er fullþroskuð. Komið niður og troðið því að vínpressan er full.+ Kerin flóa yfir því að illska þeirra er takmarkalaus. 14  Fjöldi, aragrúi, er samankominn í dal dómsins*því að dagur Jehóva er nálægur í dal dómsins.+ 15  Sólin og tunglið myrkvastog stjörnurnar missa birtu sína. 16  Frá Síon mun Jehóva öskra eins og ljón,frá Jerúsalem lætur hann í sér heyra. Himinn og jörð munu nötra. En Jehóva verður fólki sínu athvarf,+Ísraelsmönnum virki. 17  Og þið munuð vita að ég er Jehóva Guð ykkar sem bý á Síon, mínu heilaga fjalli.+ Jerúsalem verður heilagur staður+og ókunnugir* koma ekki inn í hana framar.+ 18  Á þeim degi mun sætt vín drjúpa af fjöllunum,+hæðirnar flóa í mjólkog allir lækir Júda verða fullir af vatni. Lind mun streyma frá húsi Jehóva+og vökva Dal akasíutrjánna. 19  En Egyptaland verður að auðn+og Edóm að óbyggðum öræfum+vegna grimmdarinnar sem Júdamenn þurftu að þola af hendi þeirra.+ Þeir úthelltu saklausu blóði í landi þeirra.+ 20  En Júda verður byggð að eilífuog Jerúsalem kynslóð eftir kynslóð.+ 21  Þá sem ég áleit áður seka* mun ég nú álíta saklausa.+ Og Jehóva mun búa á Síon.“+

Neðanmáls

Eða „á Jósafatssléttu“. Nafnið Jósafat þýðir ‚Jehóva er dómari‘.
Orðrétt „Helgið“.
Eða „lensur“.
Eða „stríðskappa þína“.
Eða „úrskurðarins“.
Eða „útlendingar“.
Eða „blóðseka“.