Jóhannes segir frá 5:1–47

  • Veikur maður læknast við Betesda (1–18)

  • Jesús fær vald frá föður sínum (19–24)

  • Hinir dánu munu heyra rödd Jesú (25–30)

  • Vitnisburður um Jesú (31–47)

5  Seinna þegar haldin var ein af hátíðum+ Gyðinga fór Jesús upp til Jerúsalem.  Við Sauðahliðið+ í Jerúsalem er laug sem kallast á hebresku Betesda og umhverfis hana eru fimm súlnagöng.  Í þeim lá fjöldi sjúklinga, blindra, fatlaðra og fólks með visna* útlimi. 4 * ——  Þarna var maður sem hafði verið veikur í 38 ár.  Jesús sá manninn liggja þar og vissi að hann hafði lengi verið veikur. Hann sagði við hann: „Viltu læknast?“+  Veiki maðurinn svaraði: „Herra, ég hef engan til að láta mig í laugina þegar hreyfing kemst á vatnið, og meðan ég er á leiðinni fer annar ofan í á undan mér.“  Jesús sagði við hann: „Stattu upp! Taktu börurnar þínar* og gakktu.“+  Maðurinn læknaðist samstundis, tók börurnar* og fór að ganga um. Þetta var á hvíldardegi. 10  Gyðingar sögðu því við manninn sem hafði læknast: „Það er hvíldardagur og þú mátt ekki bera börurnar.“*+ 11  En hann svaraði: „Sá sem læknaði mig sagði við mig: ‚Taktu börurnar þínar* og gakktu.‘“ 12  Þeir spurðu: „Hver var það sem sagði við þig: ‚Taktu þær og gakktu‘?“ 13  En maðurinn sem hafði læknast vissi ekki hver hann var því að Jesús hafði látið sig hverfa í mannfjöldann. 14  Seinna hitti Jesús hann í musterinu og sagði við hann: „Nú ertu orðinn heill heilsu. Syndgaðu ekki framar svo að ekkert verra komi fyrir þig.“ 15  Maðurinn fór og sagði Gyðingunum að það hefði verið Jesús sem læknaði hann. 16  Gyðingarnir fóru þá að ofsækja Jesú vegna þess að hann gerði þetta á hvíldardegi. 17  En hann sagði við þá: „Faðir minn vinnur enn og ég held einnig áfram að vinna.“+ 18  Þegar Gyðingarnir heyrðu þetta sóttu þeir enn fastar að drepa hann því að hann braut ekki aðeins hvíldardagshelgina heldur kallaði líka Guð föður sinn+ og gerði sig þannig jafnan Guði.+ 19  Jesús sagði þess vegna við þá: „Ég segi ykkur með sanni að sonurinn getur ekkert gert að eigin frumkvæði heldur aðeins það sem hann sér föðurinn gera.+ Hvað sem faðirinn gerir, það gerir sonurinn einnig á sama hátt. 20  Faðirinn elskar soninn+ og sýnir honum allt sem hann gerir sjálfur, og hann mun sýna honum meiri verk en þessi svo að þið verðið furðu lostnir.+ 21  Eins og faðirinn reisir upp og lífgar hina dánu,+ þannig lífgar sonurinn þá sem hann vill.+ 22  Faðirinn dæmir alls engan heldur hefur hann falið syninum allt dómsvald+ 23  svo að allir heiðri soninn eins og þeir heiðra föðurinn. Sá sem heiðrar ekki soninn heiðrar ekki föðurinn sem sendi hann.+ 24  Ég segi ykkur með sanni: Sá sem heyrir orð mín og trúir þeim sem sendi mig hlýtur eilíft líf+ og verður ekki dæmdur heldur er hann stiginn yfir frá dauðanum til lífsins.+ 25  Ég segi ykkur með sanni að sá tími kemur, og er nú kominn, að hinir dánu heyra rödd sonar Guðs og þeir sem hafa hlustað og hlýtt munu lifa. 26  Eins og faðirinn hefur líf í sjálfum sér,*+ þannig hefur hann veitt syninum að hafa líf í sjálfum sér.+ 27  Og hann hefur gefið honum vald til að dæma+ því að hann er Mannssonurinn.+ 28  Verið ekki undrandi á þessu. Sú stund kemur að allir sem eru í minningargröfunum* heyra rödd hans+ 29  og rísa upp. Þeir sem gerðu hið góða rísa upp til lífs en þeir sem ástunduðu hið illa rísa upp til dóms.+ 30  Ég get ekki gert neitt að eigin frumkvæði. Ég dæmi eftir því sem ég heyri og dómur minn er réttlátur+ þar sem ég leitast ekki við að fara að eigin vilja heldur vilja þess sem sendi mig.+ 31  Ef ég einn vitna um sjálfan mig er vitnisburður minn ógildur.+ 32  En það er annar sem vitnar líka um mig og ég veit að vitnisburður hans er sannur.+ 33  Þið hafið sent menn til Jóhannesar og hann hefur borið vitni um sannleikann.+ 34  Ég er þó ekki háður vitnisburði manns heldur segi ég þetta til að þið getið bjargast. 35  Hann var logandi og skínandi lampi og um stuttan tíma vilduð þið gjarnan fagna í ljósi hans.+ 36  En það er annar vitnisburður sem er þyngri á metunum en vitnisburður Jóhannesar. Verkin sem faðir minn fól mér að vinna, verkin sem ég vinn, bera vitni um að faðirinn hafi sent mig.+ 37  Og faðirinn sem sendi mig hefur sjálfur vitnað um mig.+ Þið hafið aldrei heyrt rödd hans né séð hvernig hann lítur út+ 38  og orð hans býr ekki í ykkur því að þið trúið ekki þeim sem hann sendi. 39  Þið rannsakið Ritningarnar+ því að þið haldið að það veiti ykkur eilíft líf, og það eru einmitt þær sem vitna um mig.+ 40  Samt viljið þið ekki koma til mín+ og hljóta líf. 41  Ég þigg ekki heiður frá mönnum 42  en ég veit mætavel að þið berið ekki kærleika til Guðs. 43  Ég er kominn í nafni föður míns en þið takið ekki við mér. Ef einhver annar kæmi í sínu eigin nafni tækjuð þið við honum. 44  Hvernig getið þið trúað þegar þið þiggið heiður hver frá öðrum en leitist ekki við að fá þann heiður sem kemur frá hinum eina sanna Guði?+ 45  Ekki halda að ég ákæri ykkur frammi fyrir föðurnum. Það er Móse sem ákærir ykkur,+ og honum treystið þið. 46  Ef þið tryðuð Móse mynduð þið líka trúa mér því að hann skrifaði um mig.+ 47  En fyrst þið trúið ekki því sem hann skrifaði, hvernig getið þið þá trúað því sem ég segi?“

Neðanmáls

Eða „lamaða“.
Eða „mottuna þína“.
Eða „mottuna“.
Eða „mottuna“.
Eða „mottuna þína“.
Eða „hefur mátt til að gefa líf“.