Jósúabók 11:1–23

  • Borgir í norðri teknar (1–15)

  • Yfirlit yfir sigra Jósúa (16–23)

11  Þegar Jabín, konungur í Hasór, frétti þetta sendi hann boð til Jóbabs, konungs í Madon,+ og til konungsins í Simron, konungsins í Aksaf,+  konunganna í fjalllendinu fyrir norðan, á sléttlendinu* suður af Kinneret, á Sefela og á Dórhæðum+ í vestri,  til Kanverjanna+ í austri og vestri, til Amoríta,+ Hetíta, Peresíta, til Jebúsítanna í fjalllendinu og Hevítanna+ við rætur Hermons+ í Mispalandi.  Þeir héldu þá af stað með allar hersveitir sínar. Þeir voru gríðarlega margir, eins margir og sandkorn á sjávarströnd, og voru með mikinn fjölda hesta og stríðsvagna.  Allir þessir konungar ákváðu að koma saman til að berjast við Ísrael og þeir settu upp herbúðir sínar við Merómlæk.  Jehóva sagði þá við Jósúa: „Vertu ekki hræddur við þá+ því að um þetta leyti á morgun gef ég þá alla ykkur á vald og þið skuluð fella þá. Þú skalt skera á hásinarnar á hestum+ þeirra og brenna vagna þeirra.“  Jósúa og allt herliðið kom þeim að óvörum og réðst á þá við Merómlæk.  Jehóva gaf þá í hendur Ísraelsmanna+ og þeir sigruðu þá og veittu þeim eftirför allt að Sídon hinni miklu+ og Misrefót Majím+ og Mispedal í austri. Þeir felldu þá og enginn komst undan.+  Jósúa gerði síðan eins og Jehóva hafði sagt honum. Hann skar á hásinar hesta þeirra og brenndi vagnana.+ 10  Eftir það sneri Jósúa til baka, tók Hasór og felldi konunginn með sverði+ því að Hasór hafði áður verið voldugasta borg allra þessara konungsríkja. 11  Þeir drápu alla í borginni með sverði.*+ Ekkert sem dró andann komst undan.+ Síðan brenndi hann Hasór til grunna. 12  Jósúa náði öllum borgum þessara konunga á sitt vald og felldi konungana með sverði.+ Hann útrýmdi fólkinu*+ eins og Móse þjónn Jehóva hafði fyrirskipað. 13  Ísrael brenndi þó engar af borgunum sem stóðu á hæðum nema Hasór. Hún var eina borgin sem Jósúa brenndi. 14  Ísraelsmenn héldu öllu herfangi og búfé þessara borga.+ En fólkið felldu þeir með sverði þar til þeir höfðu útrýmt því.+ Þeir þyrmdu engum sem dró andann.+ 15  Allt sem Jehóva hafði fyrirskipað Móse þjóni sínum hafði hann lagt fyrir Jósúa+ og Jósúa framfylgdi því. Hann lét ekkert ógert sem Jehóva hafði fyrirskipað Móse.+ 16  Jósúa lagði undir sig allt þetta land, fjalllendið, allt Negeb,+ allt Gósenland, Sefela,+ Araba+ og fjalllendi Ísraels og undirlendið* í grenndinni 17  frá Halakfjalli, sem liggur að Seír, allt að Baal Gað+ í Líbanonsdal undir Hermonfjalli.+ Hann tók alla konungana til fanga og tók þá af lífi. 18  Jósúa háði stríð talsvert lengi við alla þessa konunga. 19  Engin borg samdi frið við Ísraelsmenn nema Gíbeon þar sem Hevítar bjuggu.+ Allar aðrar borgir unnu þeir með hernaði.+ 20  Jehóva leyfði íbúum þeirra að verða þrjóskir í hjarta+ svo að þeir myndu heyja stríð við Ísrael og hægt væri að eyða þeim* án miskunnar.+ Það átti að útrýma þeim eins og Jehóva hafði gefið Móse fyrirmæli um.+ 21  Á þeim tíma útrýmdi Jósúa Anakítum+ úr fjalllendinu, úr Hebron, Debír, Anab og öllu fjalllendi Júda og Ísraels. Jósúa eyddi þeim og borgum þeirra.+ 22  Engir Anakítar urðu eftir í landi Ísraelsmanna heldur aðeins+ í Gasa,+ Gat+ og Asdód.+ 23  Jósúa náði völdum í öllu landinu eins og Jehóva hafði lofað Móse,+ og Jósúa gaf það síðan Ísraelsmönnum að erfðalandi til að því yrði skipt milli ættkvíslanna.+ Þar með var ekki lengur stríð í landinu.+

Neðanmáls

Eða „í Araba“.
Eða „með sverði og helguðu þá eyðingu“. Sjá orðaskýringar, „helga eyðingu“.
Eða „helgaði fólkið eyðingu“.
Eða „Sefela“.
Eða „helga þá eyðingu“. Þetta á einnig við um vers 21.