Jósúabók 13:1–33

  • Það sem óunnið er af landinu (1–7)

  • Skipting landsins austan Jórdanar (8–14)

  • Erfðaland Rúbeníta (15–23)

  • Erfðaland Gaðíta (24–28)

  • Erfðaland Manasse í austri (29–32)

  • Jehóva er erfðahlutur Levíta (33)

13  Jósúa var nú orðinn gamall og aldurhniginn.+ Jehóva sagði því við hann: „Þú ert orðinn gamall og aldurhniginn en enn þá er mikið af landinu óunnið.  Þetta er landið sem er eftir:+ Öll landsvæði Filistea og Gesúríta+  (frá þeirri kvísl Nílar* sem er austan Egyptalands að landamærum Ekrons í norðri en þau voru áður talin tilheyra Kanverjum),+ meðal annars svæðið sem tilheyrir fimm höfðingjum Filistea+ – Gasa, Asdód,+ Askalon,+ Gat+ og Ekron;+ svæði Avíta+  í suðri; allt land Kanverja; Meara, sem tilheyrir Sídoningum,+ allt til Afek, að landamærum Amoríta;  land Gebalíta+ og allt Líbanon í austur frá Baal Gað við rætur Hermonfjalls til Lebó Hamat;*+  allt fjalllendið frá Líbanon+ til Misrefót Majím+ og allt land Sídoninga.+ Ég hrek íbúana burt undan Ísraelsmönnum.+ Þú þarft bara að gefa Ísrael það að erfðalandi eins og ég hef sagt þér að gera.+  Skiptu nú þessu landi í erfðahluti milli ættkvíslanna níu og hálfrar ættkvíslar Manasse.“+  Hinum helmingi ættkvíslarinnar, Rúbenítum og Gaðítum hafði Móse gefið erfðaland austan megin Jórdanar. Þetta er landið sem Móse þjónn Jehóva gaf þeim:+  frá Aróer,+ sem stendur á brún Arnondals,+ ásamt borginni sem er í miðjum dalnum og allri Medebahásléttunni að Díbon; 10  allar borgir Síhons konungs Amoríta, sem ríkti í Hesbon, að landamærum Ammóníta;+ 11  einnig Gíleað, land Gesúríta og Maakatíta,+ allt Hermonfjall og allt Basan+ að Salka+ 12  og allt konungsríki Ógs í Basan sem ríkti í Astarót og Edreí. (Hann var einn af síðustu Refaítunum.)+ Móse sigraði íbúa þessara svæða og hrakti þá burt.+ 13  En Ísraelsmenn hröktu ekki burt+ Gesúríta og Maakatíta heldur búa þeir á meðal Ísraelsmanna allt fram á þennan dag. 14  Það var aðeins ættkvísl Levíta sem hann gaf ekkert erfðaland.+ Eldfórnir Jehóva Guðs Ísraels eru erfðahlutur þeirra+ eins og hann hafði lofað þeim.+ 15  Móse gaf hverri ætt af ættkvísl Rúbeníta erfðaland, 16  og landsvæði þeirra lá frá Aróer, sem stendur á brún Arnondals, og náði yfir borgina sem er í miðjum dalnum og alla hásléttuna við Medeba; 17  Hesbon og öll tilheyrandi þorp+ á hásléttunni, Díbon, Bamót Baal, Bet Baal Meon,+ 18  Jahas,+ Kedemót,+ Mefaat,+ 19  Kirjataím, Síbma+ og Seret Sahar á fjallinu við dalinn,* 20  Bet Peór, Pisgahlíðar,+ Bet Jesímót,+ 21  allar borgirnar á hásléttunni og allt ríki Síhons Amorítakonungs sem ríkti í Hesbon.+ Móse sigraði hann+ og höfðingja Midíaníta, þá Eví, Rekem, Súr, Húr og Reba,+ lénskonunga* Síhons sem bjuggu í landinu. 22  Ísraelsmenn drápu Bíleam+ Beórsson spásagnarmann+ með sverði auk allra annarra sem þeir felldu. 23  Jórdan markaði landamæri Rúbeníta. Þetta var landsvæðið sem ættir Rúbeníta fengu með borgum þess og tilheyrandi þorpum. 24  Móse gaf síðan ættkvísl Gaðíta erfðaland, hverri ætt fyrir sig. 25  Landsvæði þeirra náði yfir Jaser,+ allar borgir í Gíleað og hálft land Ammóníta+ að Aróer sem er á móts við Rabba;+ 26  frá Hesbon+ til Ramat Mispe og Betóním, og frá Mahanaím+ að landamærum Debír; 27  og í dalnum,* Bet Haram, Bet Nimra,+ Súkkót+ og Safón, annað land í ríki Síhons, konungs í Hesbon.+ Landsvæði þeirra lá meðfram öllum austurbakka Jórdanar að suðurenda Kinneretvatns.*+ 28  Þetta var landsvæðið sem ættir Gaðíta fengu með borgum þess og tilheyrandi þorpum. 29  Móse gaf líka hálfri ættkvísl Manasse erfðaland, hverri ætt fyrir sig.+ 30  Land þeirra náði frá Mahanaím+ og yfir allt Basan, allt ríki Ógs, konungs í Basan, og öll tjaldþorp Jaírs+ í Basan, 60 borgir. 31  Og synir Makírs+ Manassesonar, helmingur sona Makírs, hver ætt fyrir sig, fékk hálft Gíleað ásamt Astarót og Edreí,+ borgum í konungsríki Ógs í Basan. 32  Þetta voru landsvæðin sem Móse gaf þeim á eyðisléttum Móabs handan við Jórdan, austan Jeríkó.+ 33  En Móse gaf ættkvísl Levíta ekkert erfðaland.+ Jehóva Guð Ísraels er erfðahlutur þeirra eins og hann hafði lofað þeim.+

Neðanmáls

Eða „frá Síhór“.
Eða „staðarins þar sem farið er inn í Hamat“.
Eða „lágsléttuna“.
Það er, konungar sem voru þegnskyldir Síhon.
Það er, Genesaretvatns (Galíleuvatns).
Eða „á sléttunni“.