Jósúabók 15:1–63

15  Landið sem kom í hlut+ ættkvíslar Júda,* allra ætta hennar, náði að landamærum Edóms,+ það er óbyggðum Sin, og suðurenda Negeb.  Suðurlandamærin lágu frá enda Saltasjávar,*+ frá víkinni sem snýr til suðurs.  Þaðan lágu þau suður að Sporðdrekaskarði,*+ fram hjá Sin, síðan upp eftir suður fyrir Kades Barnea,+ til Hesrón, upp til Addar og í boga í átt að Karka.  Þaðan lágu þau til Asmón+ og áfram að Egyptalandsá*+ og síðan til Hafsins.* Þetta voru suðurlandamærin.  Austurlandamærin voru Saltisjór* að ósum Jórdanar og landamærin norðan megin lágu frá víkinni við ósa Jórdanar.+  Þaðan lágu þau upp til Bet Hogla+ og norður fyrir Bet Araba+ upp að steini Bóhans+ Rúbenssonar.  Landamærin lágu síðan upp til Debír við Akordal*+ og sveigðu í norðurátt að Gilgal,+ sem er á móts við Adúmmímbrekku sunnan við flóðdalinn, og áfram að Semeslind+ og síðan að Rógellind.+  Landamærin lágu þaðan upp að Hinnomssonardal+ að brekkunni sunnan megin við borg Jebúsíta,+ það er Jerúsalem,+ og upp á tind fjallsins vestur af Hinnomsdal við norðurenda Refaímdals.*  Landamærin voru dregin frá fjallstindinum að Neftóalind,+ áfram að borgunum á Efronfjalli og síðan að Baala, það er Kirjat Jearím.+ 10  Frá Baala lágu landamærin í boga vestur að Seírfjalli og áfram að norðurhlíð Jearímfjalls, það er Kesalon, og síðan niður að Bet Semes+ og yfir til Timna.+ 11  Þá lágu landamærin að norðuröxl Ekron+ og voru síðan dregin að Síkrón, áfram að Baalafjalli, síðan til Jabneel og að lokum til sjávar. 12  Vesturlandamærin lágu meðfram strönd Hafsins mikla.*+ Þetta voru landamæri landsins sem ættir Júda fengu. 13  Jósúa gaf Kaleb+ Jefúnnesyni eignarhlut meðal afkomenda Júda í samræmi við fyrirmæli Jehóva, nánar tiltekið Kirjat Arba (Arba var faðir Anaks), það er að segja Hebron.+ 14  Kaleb hrakti þrjá syni Anaks+ burt þaðan, þá Sesaí, Ahíman og Talmaí,+ afkomendur Anaks. 15  Síðan hélt hann þaðan gegn íbúum Debír.+ (Debír hét áður Kirjat Sefer.) 16  Kaleb sagði: „Þeim manni sem ræðst á Kirjat Sefer og tekur hana gef ég Aksa dóttur mína að eiginkonu.“ 17  Otníel,+ sonur Kenasar+ bróður Kalebs, náði borginni. Kaleb gaf honum því Aksa+ dóttur sína að eiginkonu. 18  Þegar hún var á heimleið hvatti hún hann til að biðja föður sinn um landareign. Síðan steig hún af baki asna sínum.* Kaleb spurði hana þá: „Hvað viltu?“+ 19  Hún svaraði: „Viltu gefa mér gjöf til tákns um blessun þína? Þú hefur gefið mér landskika í suðri* en gefðu mér líka Gullót Maím.“* Hann gaf henni þá Efri-Gullót og Neðri-Gullót. 20  Þetta var erfðalandið sem ættir Júda fengu. 21  Borgirnar í útjaðri landsvæðis Júda sem lágu að landamærum Edóms+ í suðri voru: Kabseel, Eder, Jagúr, 22  Kína, Dímóna, Adada, 23  Kedes, Hasór, Jítnan, 24  Síf, Telem, Bealót, 25  Hasór Hadatta og Keríjót Hesrón, það er Hasór, 26  Amam, Sema, Mólada,+ 27  Hasar Gadda, Hesmon, Bet Pelet,+ 28  Hasar Súal, Beerseba,+ Bisjótja, 29  Baala, Ijím, Esem, 30  Eltólað, Kesíl, Horma,+ 31  Siklag,+ Madmanna, Sansanna, 32  Lebaót, Silhím, Aín og Rimmon+ – alls 29 borgir ásamt tilheyrandi þorpum. 33  Í Sefela+ voru: Estaól, Sórea,+ Asna, 34  Sanóa, En Ganním, Tappúa, Enam, 35  Jarmút, Adúllam,+ Sókó, Aseka,+ 36  Saaraím,+ Adítaím og Gedera ásamt Gederótaím* – 14 borgir ásamt tilheyrandi þorpum. 37  Senan, Hadasa, Migdal Gað, 38  Dílean, Mispe, Jokteel, 39  Lakís,+ Boskat, Eglon, 40  Kabbón, Lahmas, Kitlís, 41  Gederót, Bet Dagón, Naama og Makkeda+ – 16 borgir ásamt tilheyrandi þorpum. 42  Líbna,+ Eter, Asan,+ 43  Jifta, Asna, Nesíb, 44  Kegíla, Aksíb og Maresa – níu borgir ásamt tilheyrandi þorpum. 45  Ekron ásamt tilheyrandi bæjum og þorpum,* 46  og allir bæir frá Ekron í vesturátt í grennd við Asdód ásamt tilheyrandi þorpum. 47  Asdód+ ásamt tilheyrandi bæjum og þorpum,* Gasa+ ásamt tilheyrandi bæjum og þorpum niður að Egyptalandsá,* Hafinu mikla* og strandlengjunni.+ 48  Og í fjalllendinu: Samír, Jattír,+ Sókó, 49  Danna, Kirjat Sanna, það er Debír, 50  Anab, Estemó,+ Aním, 51  Gósen,+ Hólon og Gíló+ – 11 borgir ásamt tilheyrandi þorpum. 52  Arab, Dúma, Esean, 53  Janúm, Bet Tappúa, Afeka, 54  Húmta, Kirjat Arba, það er Hebron,+ og Síor – níu borgir ásamt tilheyrandi þorpum. 55  Maon,+ Karmel, Síf,+ Júta, 56  Jesreel, Jokdeam, Sanóa, 57  Kaín, Gíbea og Timna+ – tíu borgir ásamt tilheyrandi þorpum. 58  Halhúl, Bet Súr, Gedór, 59  Maarat, Bet Anót og Eltekón – sex borgir ásamt tilheyrandi þorpum. 60  Kirjat Baal, það er Kirjat Jearím,+ og Rabba – tvær borgir ásamt tilheyrandi þorpum. 61  Í óbyggðunum: Bet Araba,+ Middín, Sekaka, 62  Nibsan, Saltborgin og Engedí+ – sex borgir ásamt tilheyrandi þorpum. 63  En Júdamönnum tókst ekki að hrekja burt+ Jebúsítana+ sem bjuggu í Jerúsalem+ og þeir búa því enn þá í Jerúsalem ásamt Júdamönnum.

Neðanmáls

Eða „í hlut ættkvíslar Júda eftir hlutkesti“.
Það er, Dauðahafs.
Eða „Akrabbímskarði“.
Eða „Egyptalandsflóðdal“. Sjá orðaskýringar, „flóðdalur“.
Það er, Hafsins mikla, Miðjarðarhafs.
Það er, Dauðahaf.
Eða „Akorsléttu“.
Eða „Refaímsléttu“.
Það er, Miðjarðarhafs.
Eða hugsanl. „klappaði hún saman höndum sitjandi á asnanum“.
Eða „Negeb“. Landið í suðri var skrælnað.
Sem þýðir ‚vatnsdældir‘.
Eða hugsanl. „Gedera og fjárbyrgi hennar“.
Eða „ásamt bæjunum og þorpunum í kring“.
Eða „ásamt bæjunum og þorpunum í kring“.
Eða „Egyptalandsflóðdal“. Sjá orðaskýringar, „flóðdalur“.
Það er, Miðjarðarhafi.