Jósúabók 19:1–51

19  Annar hluturinn+ sem kom upp var hlutur ættkvíslar Símeons+ og ættir hennar fengu erfðaland innan erfðalands Júda.+  Erfðaland þeirra var Beerseba+ ásamt Seba, Mólada,+  Hasar Súal,+ Bala, Esem,+  Eltólað,+ Betúl, Horma,  Siklag,+ Bet Markabót, Hasar Súsa,  Bet Lebaót+ og Sarúhen – 13 borgir ásamt tilheyrandi þorpum;  Aín, Rimmon, Eter og Asan+ – fjórar borgir ásamt tilheyrandi þorpum;  og sömuleiðis öll þorpin í kringum þessar borgir allt til Baalat Beer, það er Rama í suðri. Þetta var erfðaland ættanna í ættkvísl Símeons.  Erfðaland afkomenda Símeons var tekið af landi Júdamanna því að það var of stórt fyrir þá. Afkomendur Símeons fengu því eignarland á landsvæði þeirra.+ 10  Þriðji hluturinn+ sem kom upp var hlutur afkomenda Sebúlons+ og landamæri ætta þeirra náðu til Saríd. 11  Landamæri þeirra lágu vestur til Marala, þaðan til Dabbeset og síðan að dalnum á móts við Jokneam. 12  Frá Saríd lágu þau í austur, í átt að sólarupprásinni, að mörkum Kislót Tabor, út að Daberat+ og síðan upp til Jafía. 13  Þaðan lágu þau áfram í austurátt að Gat Hefer,+ til Et Kasín, út að Rimmon og síðan til Nea. 14  Og í norðri sveigðu landamærin til Hannatón og enduðu í Jifta El-dal. 15  Auk þess fengu þeir Katat, Nahalal, Simron,+ Jidala og Betlehem+ – alls 12 borgir ásamt tilheyrandi þorpum. 16  Þetta var erfðaland ættanna í ættkvísl Sebúlons+ með borgum og tilheyrandi þorpum. 17  Fjórði hluturinn+ sem kom upp var hlutur afkomenda Íssakars+ og ætta þeirra. 18  Landamæri þeirra náðu til Jesreel,+ Kesúllót, Súnem,+ 19  Hafaraím, Síón, Anaharat, 20  Rabbít, Kisjon, Ebes, 21  Remet, En Ganním,+ En Hadda og Bet Passes. 22  Þau lágu til Tabor,+ Sahasíma og Bet Semes og enduðu við Jórdan – 16 borgir ásamt tilheyrandi þorpum. 23  Þetta var erfðaland ættanna í ættkvísl Íssakars+ með borgum og tilheyrandi þorpum. 24  Fimmti hluturinn+ sem kom upp var hlutur ættanna í ættkvísl Assers.+ 25  Landamæri þeirra lágu um Helkat,+ Halí, Beten, Aksaf, 26  Allammelek, Amead og Míseal. Þau lágu vestur til Karmel+ og Síhór Libnat, 27  og þau lágu til austurs að Bet Dagón og náðu að Sebúlon og Jifta El-dalnum í norðri, til Bet Emek og Negíel og þau lágu vinstra megin við Kabúl, 28  og til Ebron, Rehób, Hammon og Kana allt til Sídonar hinnar miklu.+ 29  Landamærin beygðu síðan til Rama og lágu áfram til víggirtu borgarinnar Týrusar.+ Þaðan lágu þau til Hósa og enduðu á ströndinni í grennd við Aksíb, 30  Umma, Afek+ og Rehób+ – 22 borgir ásamt tilheyrandi þorpum. 31  Þetta var erfðaland ættanna í ættkvísl Assers+ með borgum og tilheyrandi þorpum. 32  Sjötti hluturinn+ sem kom upp var hlutur afkomenda Naftalí og ætta þeirra. 33  Landamæri þeirra lágu frá Helef, frá stóra trénu í Saananním,+ um Adamí Nekeb og Jabneel að Lakkúm og enduðu við Jórdan. 34  Í vestur lágu landamærin til Asnót Tabor og þaðan til Húkkók og þau náðu til Sebúlons í suðri, Assers í vestri og Júda* við Jórdan í austri. 35  Og víggirtu borgirnar voru Siddím, Ser, Hammat,+ Rakkat, Kinneret, 36  Adama, Rama, Hasór,+ 37  Kedes,+ Edreí, En Hasór, 38  Jirón, Migdal El, Horem, Bet Anat og Bet Semes+ – 19 borgir ásamt tilheyrandi þorpum. 39  Þetta var erfðaland ættanna í ættkvísl Naftalí+ með borgum og tilheyrandi þorpum. 40  Sjöundi hluturinn+ sem kom upp var hlutur ættanna í ættkvísl Dans.+ 41  Landamæri erfðalands þeirra lágu um Sórea,+ Estaól, Ír Semes, 42  Saalabbín,+ Ajalon,+ Jitla, 43  Elon, Timna,+ Ekron,+ 44  Elteke, Gibbeton,+ Baalat, 45  Jehúd, Bene Berak, Gat Rimmon,+ 46  Me Jarkón og Rakkon en þar lágu landamærin gegnt Joppe.+ 47  Landsvæði Dans reyndist þó vera of lítið.+ Þeir fóru því og réðust á Lesem,+ unnu hana og felldu íbúana með sverði. Síðan slógu þeir eign sinni á hana og settust þar að. Og þeir breyttu nafni borgarinnar í Dan eftir forföður sínum.+ 48  Þetta var erfðaland ættanna í ættkvísl Dans með borgum og tilheyrandi þorpum. 49  Þar með var lokið við að skipta landinu þannig að hver ættkvísl fékk sitt erfðaland. Síðan gáfu Ísraelsmenn Jósúa Núnssyni erfðaland sín á meðal. 50  Í samræmi við fyrirmæli Jehóva gáfu þeir honum borgina sem hann bað um, Timnat Sera+ í fjalllendi Efraíms, og hann endurreisti hana og settist þar að. 51  Þetta voru landsvæðin sem Eleasar prestur, Jósúa Núnsson og ættarhöfðingjarnir í ættkvíslum Ísraels úthlutuðu+ með hlutkesti í Síló+ frammi fyrir Jehóva við inngang samfundatjaldsins.+ Þar með luku þeir við að skipta landinu.

Neðanmáls

Hér er greinilega ekki átt við landsvæði Júdaættkvíslar heldur ættar manns frá Júda.