Jósúabók 20:1–9

20  Jehóva sagði nú við Jósúa:  „Segðu Ísraelsmönnum: ‚Veljið ykkur griðaborgirnar+ sem ég talaði um við ykkur fyrir milligöngu Móse  til að sá sem verður manni að bana óviljandi eða af slysni* geti flúið þangað. Þær skulu vera ykkur griðastaðir þangað sem þið getið flúið undan hefnandanum.+  Sá sem flýr til einnar af þessum borgum+ á að taka sér stöðu við borgarhliðið+ og leggja mál sitt fyrir öldunga borgarinnar. Þeir eiga þá að taka við honum inn í borgina og fá honum húsnæði svo að hann geti búið hjá þeim.  Ef hefnandinn veitir banamanninum eftirför eiga þeir ekki að framselja hann því að hann varð náunga sínum að bana af slysni* og hataði hann ekki áður.+  Hann skal dvelja í borginni þar til dómstóll safnaðarins+ hefur tekið málið fyrir og búa þar þangað til æðstipresturinn+ sem gegnir embætti á þeim tíma deyr. Þá má banamaðurinn snúa aftur til borgar sinnar og heimilis, borgarinnar sem hann flúði frá.‘“+  Þá lýstu þeir heilagar* borgirnar Kedes+ í Galíleu í fjalllendi Naftalí, Síkem+ í fjalllendi Efraíms og Kirjat Arba,+ það er Hebron, í fjalllendi Júda.  Á Jórdansvæðinu austan við Jeríkó völdu þeir Beser+ í óbyggðunum á hásléttunni frá ættkvísl Rúbens, Ramót+ í Gíleað frá ættkvísl Gaðs og Gólan+ í Basan frá ættkvísl Manasse.+  Þessar borgir voru valdar handa öllum Ísraelsmönnum og útlendingum sem bjuggu á meðal þeirra. Hver sá sem varð manni óviljandi að bana gat flúið þangað+ svo að hann þyrfti ekki að deyja fyrir hendi hefnandans áður en hann væri leiddur fyrir dómstól safnaðarins.+

Neðanmáls

Eða „óafvitandi“.
Eða „óafvitandi“.
Eða „tóku þeir frá“.