Jósúabók 4:1–24

  • Steinar sem minnismerki (1–24)

4  Þegar öll þjóðin var komin yfir Jórdan sagði Jehóva við Jósúa:  „Veljið 12 menn af fólkinu, einn af hverri ættkvísl,+  og gefið þeim þessi fyrirmæli: ‚Takið 12 steina úr miðri Jórdan þar sem prestarnir stóðu.+ Berið þá með ykkur og leggið þá niður á staðnum þar sem þið verðið í nótt.‘“+  Þá kallaði Jósúa á mennina 12 sem hann hafði valið meðal Ísraelsmanna, einn af hverri ættkvísl,  og sagði við þá: „Gangið út í miðja Jórdan, fram fyrir örk Jehóva Guðs ykkar, og takið hver sinn stein upp á öxlina, einn fyrir hverja ættkvísl Ísraelsmanna.  Þeir eiga að vera tákn á meðal ykkar. Ef börn* ykkar spyrja síðar: ‚Af hverju eru þessir steinar hérna?‘+  skuluð þið segja þeim: ‚Af því að vatnið í Jórdan stöðvaðist frammi fyrir sáttmálsörk+ Jehóva. Það stöðvaðist þegar hún var borin yfir Jórdan. Þessir steinar eiga að vera varanlegt minnismerki handa Ísraelsmönnum.‘“+  Mennirnir 12 gerðu eins og Jósúa hafði sagt. Þeir tóku 12 steina úr miðri Jórdan eins og Jehóva hafði gefið Jósúa fyrirmæli um, jafn marga og ættkvíslir Ísraelsmanna. Þeir fóru með þá þangað sem þeir voru um nóttina og settu þá niður þar.  Jósúa reisti líka 12 steina í miðri Jórdan þar sem prestarnir sem báru sáttmálsörkina höfðu staðið+ og steinarnir eru þar enn þann dag í dag. 10  Prestarnir sem báru örkina stóðu kyrrir í miðri Jórdan þar til allt sem Jehóva hafði falið Jósúa að segja fólkinu hafði verið gert. Það var í samræmi við allt sem Móse hafði gefið Jósúa fyrirmæli um. En fólkið flýtti sér yfir ána. 11  Þegar allt fólkið var komið yfir ána komu prestarnir með örk Jehóva yfir, að fólkinu ásjáandi.+ 12  Rúbenítar, Gaðítar og hálf ættkvísl Manasse fóru yfir ána í fylkingu+ á undan öðrum Ísraelsmönnum eins og Móse hafði sagt þeim að gera.+ 13  Um 40.000 hermenn búnir til bardaga fóru yfir á eyðisléttur Jeríkó frammi fyrir Jehóva. 14  Á þeim degi upphóf Jehóva Jósúa í augum allra Ísraelsmanna+ og þeir báru mikla virðingu fyrir honum* meðan hann lifði, rétt eins og þeir höfðu virt Móse mikils.+ 15  Jehóva sagði nú við Jósúa: 16  „Segðu prestunum sem bera örk+ vitnisburðarins að stíga upp úr Jórdan.“ 17  Jósúa sagði þá prestunum: „Stígið upp úr Jórdan.“ 18  Þegar prestarnir sem báru sáttmálsörk+ Jehóva voru komnir upp úr Jórdan og stigu fæti á bakkann féll vatnið í Jórdan aftur í farveg sinn og flæddi yfir bakkana+ eins og áður. 19  Fólkið fór yfir Jórdan á tíunda degi fyrsta mánaðarins og setti upp búðir sínar í Gilgal+ við austurmörk Jeríkó. 20  Og steinana 12 sem teknir höfðu verið úr Jórdan reisti Jósúa í Gilgal.+ 21  Síðan sagði hann við Ísraelsmenn: „Þegar börn ykkar spyrja feður sína síðar meir: ‚Hvað tákna þessir steinar?‘+ 22  skuluð þið segja þeim: ‚Ísraelsmenn gengu þurrum fótum yfir Jórdan+ 23  þegar Jehóva Guð okkar þurrkaði upp vatnið í Jórdan frammi fyrir þeim þangað til þeir voru komnir yfir, rétt eins og Jehóva Guð okkar gerði við Rauðahaf þegar hann þurrkaði það upp fyrir framan okkur svo að við gátum gengið yfir.+ 24  Hann gerði þetta til að allar þjóðir jarðarinnar skyldu vita hve hönd Jehóva er sterk+ og til að þið skylduð alltaf óttast Jehóva Guð ykkar.‘“

Neðanmáls

Orðrétt „synir“.
Orðrétt „óttuðust hann“.