Jósúabók 6:1–27

  • Múrar Jeríkó falla (1–21)

  • Rahab og fjölskyldu hennar þyrmt (22–27)

6  Hlið Jeríkó voru harðlokuð vegna Ísraelsmanna. Enginn fór út úr henni og enginn inn.+  Jehóva sagði nú við Jósúa: „Ég hef gefið Jeríkó þér á vald ásamt konungi hennar og stríðsköppum.+  Allir hermennirnir skulu ganga einu sinni í kringum borgina. Gerið þetta í sex daga.  Láttu sjö presta bera sjö hrútshorn á undan örkinni. En sjöunda daginn skuluð þið ganga sjö sinnum í kringum borgina og prestarnir skulu blása í hornin.+  Þegar blásið er í hrútshornin – um leið og þið heyrið* í þeim – eiga allir mennirnir að reka upp mikið heróp. Þá mun borgarmúrinn hrynja til grunna+ og hver og einn skal halda inn í borgina þaðan sem hann er staddur.“  Jósúa Núnsson kallaði þá prestana saman og sagði við þá: „Takið upp sáttmálsörkina og sjö prestar skulu bera sjö hrútshorn á undan örk Jehóva.“+  Síðan sagði hann við hermennina: „Leggið af stað og gangið í kringum borgina. Vopnuð sveit+ á að ganga á undan örk Jehóva.“  Menn gerðu eins og Jósúa hafði sagt. Prestarnir sjö með hrútshornin sjö gengu á undan Jehóva og blésu í hornin og sáttmálsörk Jehóva fylgdi á eftir þeim.  Vopnaða sveitin gekk á undan prestunum sem blésu í hornin og bakvarðasveit fylgdi örkinni við stöðugan hornablástur. 10  Jósúa hafði gefið mönnunum þessi fyrirmæli: „Æpið ekki heróp. Verið alveg hljóðir. Látið ekkert orð heyrast af munni ykkar fyrr en daginn sem ég segi: ‚Rekið upp heróp!‘ Þá skuluð þið hrópa.“ 11  Hann lét bera örk Jehóva í kringum borgina. Þegar hún hafði farið einn hring sneru menn aftur í búðirnar og voru þar um nóttina. 12  Jósúa fór snemma á fætur morguninn eftir. Prestarnir tóku upp örk+ Jehóva 13  og sjö prestar sem báru sjö hrútshorn gengu á undan örk Jehóva og blésu stöðugt í hornin. Vopnuð sveit gekk á undan þeim og bakvarðasveit fylgdi örk Jehóva við stöðugan hornablástur. 14  Þeir gengu einn hring í kringum borgina annan daginn og sneru síðan aftur í búðirnar. Þetta gerðu þeir í sex daga.+ 15  Sjöunda daginn fóru þeir snemma á fætur, strax í dögun, og gengu sjö sinnum kringum borgina með sama hætti. Það var aðeins á þeim degi sem þeir gengu sjö sinnum í kringum borgina.+ 16  Og í sjöunda skiptið blésu prestarnir í hornin og Jósúa sagði mönnunum: „Rekið upp heróp,+ því að Jehóva hefur gefið ykkur borgina! 17  Borginni og öllu sem í henni er skal eytt*+ því að allt tilheyrir það Jehóva. Aðeins vændiskonan Rahab+ má halda lífi, hún og allir sem eru með henni í húsinu, því að hún faldi mennina sem við sendum.+ 18  En forðist allt sem á að eyða+ svo að þið girnist ekki neitt af því og takið það.+ Annars mynduð þið kalla ógæfu* yfir búðir Ísraels þannig að einnig þyrfti að eyða þeim.+ 19  En allt silfur og gull og hlutir úr kopar og járni eru heilagir í augum Jehóva.+ Það á að fara í fjárhirslu Jehóva.“+ 20  Mennirnir ráku upp mikið heróp þegar blásið var í hornin.+ Um leið og þeir heyrðu blásið í hornin og ráku upp heróp hrundi múrinn til grunna.+ Síðan fóru menn inn í borgina þaðan sem þeir voru staddir og tóku hana. 21  Þeir drápu allt sem var í borginni með sverði, karla og konur, unga og gamla, nautgripi, sauðfé og asna.+ 22  Jósúa sagði við mennina tvo sem höfðu kannað landið: „Farið í hús vændiskonunnar og sækið hana og allt hennar fólk eins og þið sóruð henni.“+ 23  Njósnararnir ungu fóru þá og sóttu Rahab, föður hennar, móður, bræður og allt hennar fólk. Já, þeir sóttu alla fjölskyldu hennar+ og fóru með hana á öruggan stað fyrir utan búðir Ísraels. 24  Síðan brenndu þeir borgina og allt sem í henni var. En silfrið, gullið og hlutina úr kopar og járni fóru þeir með í fjárhirslu húss Jehóva.+ 25  Jósúa þyrmdi aðeins vændiskonunni Rahab, fjölskyldu föður hennar og öllu hennar fólki.+ Hún býr í Ísrael enn þann dag í dag+ vegna þess að hún faldi mennina sem Jósúa sendi til að kanna Jeríkó.+ 26  Um þessar mundir sór Jósúa* þennan eið: „Bölvaður sé sá maður frammi fyrir Jehóva sem hefst handa við að endurreisa borgina Jeríkó. Það skal kosta hann frumburðinn að leggja grunninn að henni og yngsta soninn að reisa hlið hennar.“+ 27  Jehóva var með Jósúa+ og orðstír hans barst um alla jörðina.+

Neðanmáls

Eða „heyrið langan tón“.
Eða „Borgin og allt sem í henni er skal helgað eyðingu“. Þetta á einnig við um vers 18 og 21. Sjá orðaskýringar, „helga eyðingu“.
Eða „bannfæringu“.
Eða hugsanl. „lét Jósúa fólkið sverja“.