Jeremía 1:1–19

  • Jeremía skipaður spámaður (1–10)

  • Sýn um möndluvið (11, 12)

  • Sýn um sjóðandi pott (13–16)

  • Guð hvetur Jeremía (17–19)

1  Þetta eru orð Jeremía* sonar Hilkía sem var einn af prestunum í Anatót+ í landi Benjamíns.  Orð Jehóva kom til hans á dögum Jósía+ Amónssonar+ Júdakonungs, á 13. stjórnarári hans.  Það kom einnig á dögum Jójakíms+ Jósíasonar Júdakonungs og allt til loka 11. stjórnarárs Sedekía+ Jósíasonar Júdakonungs, allt þar til Jerúsalembúar voru fluttir í útlegð í fimmta mánuðinum.+  Orð Jehóva kom til mín:   „Ég þekkti* þig áður en ég mótaði þig í móðurkviði+og helgaði* þig áður en þú fæddist.+ Ég gerði þig að spámanni þjóðanna.“   En ég sagði: „Æ, alvaldur Drottinn Jehóva! Ég kann ekki að tala+ því að ég er svo ungur.“+   Þá sagði Jehóva við mig: „Segðu ekki: ‚Ég er svo ungur,‘því að þú átt að fara til allra sem ég sendi þig tilog þú átt að segja þeim allt sem ég fel þér.+   Láttu útlit þeirra ekki hræða þig+því að ‚ég er með þér til að bjarga þér‘,+ segir Jehóva.“  Síðan rétti Jehóva út höndina og snerti munn minn.+ Jehóva sagði við mig: „Ég legg orð mín þér í munn.+ 10  Í dag hef ég sett þig yfir þjóðirnar og konungsríkin til að uppræta og rífa niður, til að eyða og brjóta niður, til að byggja og gróðursetja.“+ 11  Orð Jehóva kom aftur til mín: „Hvað sérðu, Jeremía?“ „Ég sé möndluviðargrein,“* svaraði ég. 12  Jehóva sagði við mig: „Þú hefur séð rétt því að ég er glaðvakandi til að hrinda orðum mínum í framkvæmd.“ 13  Orð Jehóva kom til mín í annað sinn: „Hvað sérðu?“ „Ég sé sjóðandi pott* sem hallast úr norðri,“ svaraði ég. 14  Þá sagði Jehóva við mig: „Úr norðri munu hörmungarnar brjótast framog hellast yfir alla íbúa landsins+ 15  því að ‚ég stefni saman öllum ættkvíslum konungsríkjanna í norðri‘, segir Jehóva.+ ‚Þær koma og hver konungur reisir hásæti sittfyrir utan borgarhlið Jerúsalem,+á móti múrum hennar hringinn í kringog á móti öllum borgum í Júda.+ 16  Ég mun kveða upp dóma yfir íbúum þeirra vegna allrar illsku þeirra,vegna þess að þeir hafa yfirgefið mig.+ Þeir láta fórnarreyk stíga upp til annarra guða+og falla fram fyrir handaverkum sínum.‘+ 17  Vertu viðbúinn,*stattu upp og segðu þeim allt sem ég fel þér. Vertu ekki hræddur við þá,+annars læt ég þig verða hræddan frammi fyrir þeim, 18  því að í dag hef ég gert þig að víggirtri borg,járnstólpa og koparveggjum svo að þú getir staðist fyrir öllu landinu,+konungum Júda og höfðingjum þess,prestunum og íbúum landsins.+ 19  Þeir munu berjast gegn þéren ekki sigra þigþví að ‚ég er með þér‘,+ segir Jehóva, ‚til að bjarga þér‘.“

Neðanmáls

Merkir hugsanl. ‚Jehóva upphefur‘.
Eða „valdi“.
Eða „aðgreindi“.
Hebreskt heiti möndlutrésins merkir ‚sá sem vaknar‘.
Orðrétt „pott sem blásið er á“, það er, til að kynda undir honum.
Orðrétt „Gyrtu mjaðmir þínar“.