Jeremía 46:1–28
46 Þetta er orð Jehóva sem kom til Jeremía spámanns varðandi þjóðirnar:+
2 gegn Egyptalandi+ varðandi her Nekós+ faraós Egyptalandskonungs sem var við Efratfljót og beið ósigur við Karkemis fyrir Nebúkadnesari* Babýlonarkonungi á fjórða stjórnarári Jójakíms+ Jósíasonar Júdakonungs:
3 „Hafið til reiðu bæði litlu skildina* og þá stóruog leggið til bardaga.
4 Spennið hestana fyrir og stígið á bak, þið riddarar.
Takið ykkur stöðu og setjið á ykkur hjálmana.
Fægið spjótin og klæðist brynjum.
5 ‚Af hverju sé ég þá lafhrædda?
Þeir hörfa, hermenn þeirra eru gersigraðir.
Þeir flýja í ofboði, hermenn þeirra líta ekki við.
Skelfingin er allt um kring,‘ segir Jehóva.
6 ‚Hinir fljótu geta ekki flúið og hermennirnir komast ekki undan.
Í norðri, á bökkum Efratfljóts,hrasa þeir og falla.‘+
7 Hver brýst fram eins og Níl,eins og ólgandi fljót?
8 Egyptaland brýst fram eins og Níl,+eins og ólgandi fljót,og segir: ‚Ég ætla að brjótast fram og þekja jörðina,eyða borginni og íbúum hennar.‘
9 Af stað, hestar!
Æðið áfram, stríðsvagnar!
Hermennirnir sæki fram,Kús og Pút sem bera skildi+og Lúdítar+ sem bera boga og spenna þá.+
10 Þetta er dagur alvalds Drottins, Jehóva hersveitanna, hefndardagur þegar hann hefnir sín á óvinum sínum. Sverðið mun gleypa þá og seðjast og svala þorsta sínum með blóði þeirra því að alvaldur Drottinn, Jehóva hersveitanna, heldur fórnarhátíð* í landinu í norðri, við Efratfljót.+
11 Farðu upp til Gíleaðs og sæktu þér balsam,+meyjan, dóttirin Egyptaland.
Þú hefur reynt ótal lyf án árangursþví að engin lækning er til handa þér.+
12 Þjóðirnar hafa frétt af niðurlægingu þinni+og hróp þitt berst um allt landið.
Einn hermaður hrasar um annanog þeir falla báðir saman.“
13 Þetta er orðið sem Jehóva flutti Jeremía spámanni um að Nebúkadnesar* Babýlonarkonungur kæmi til að ráðast á Egyptaland:+
14 „Tilkynnið þetta í Egyptalandi, boðið það í Migdól.+
Boðið það í Nóf* og Takpanes.+
Segið: ‚Takið ykkur stöðu og verið viðbúinþví að sverðið mun gleypa allt í kringum ykkur.
15 Hvers vegna hefur sterkum mönnum ykkar verið sópað burt?
Þeir héldu ekki velliþví að Jehóva steypti þeim um koll.
16 Þeir hrasa og falla í hrönnumog segja hver við annan:
„Stattu upp! Snúum aftur til þjóðar okkar og heimalandsþví að sverðið er vægðarlaust.“‘
17 Þar hrópuðu þeir:
‚Faraó Egyptalandskonungur er ekkert nema hávær vindbelgursem lét tækifærið* ganga sér úr greipum.‘+
18 ‚Svo sannarlega sem ég lifi,‘ segir konungurinn sem ber nafnið Jehóva hersveitanna:
‚Hann* líkist Tabor+ meðal fjallannaog Karmel+ við sjóinn þegar hann kemur.
19 Taktu saman farangur þinn fyrir útlegðina,þú dóttir sem býrð í Egyptalandi,því að Nóf* verður að hryllilegum stað,hún verður brennd* og enginn mun búa þar.+
20 Egyptaland er eins og falleg kvígaen broddflugur ráðast á hana úr norðri.
21 Jafnvel málaliðar hennar eru eins og alikálfaren þeir hafa einnig snúið við og flúið allir sem einn.
Þeir héldu ekki velli+því að hörmungadagur þeirra er runninn upp,tími uppgjörsins.‘
22 ‚Hún hvæsir eins og höggormur sem skríður burtþegar þeir ráðast gegn henni af alefli og með öxumeins og skógarhöggsmenn.*
23 Þeir fella skóg hennar,‘ segir Jehóva, ‚þótt hann virðist ómögulegur yfirferðarþví að þeir eru fleiri en engisprettur, óteljandi.
24 Dóttirin Egyptaland verður niðurlægðog gefin í hendur þjóðarinnar úr norðri.‘+
25 Jehóva hersveitanna, Guð Ísraels, segir: ‚Nú beini ég sjónum mínum að Amón+ frá Nó*+ og að faraó, að Egyptalandi, guðum þess+ og konungum – já, að faraó og öllum sem treysta á hann.‘+
26 ‚Ég gef þá í hendur þeirra sem vilja drepa þá, í hendur Nebúkadnesars* Babýlonarkonungs+ og þjóna hans. En eftir það verður aftur byggð í Egyptalandi eins og fyrr á tímum,‘ segir Jehóva.+
27 ‚En þú, þjónn minn, Jakob, óttastu ekkiog vertu ekki hræddur, Ísrael,+því að ég frelsa þig úr fjarlægu landiog afkomendur þína úr landinu þar sem þeir eru í útlegð.+
Jakob snýr aftur heim og býr við frið og öryggi,enginn mun hræða hann.+
28 Vertu því ekki hræddur, þjónn minn, Jakob,‘ segir Jehóva, ‚því að ég er með þér.
Ég útrými öllum þeim þjóðum sem ég dreifði þér um+en þér mun ég ekki útrýma.+
Ég aga þig* að hæfilegu marki+en læt þér engan veginn órefsað.‘“
Neðanmáls
^ Orðrétt „Nebúkadresari“, annar ritháttur.
^ Eða „buklarana“. Buklari var lítill skjöldur, gjarnan borinn af bogaskyttum.
^ Eða „færir sláturfórn“.
^ Orðrétt „Nebúkadresar“, annar ritháttur.
^ Eða „Memfis“.
^ Orðrétt „hinn ákveðna tíma“.
^ Það er, sá sem vinnur sigur á Egyptalandi.
^ Eða „Memfis“.
^ Eða hugsanl. „að auðn“.
^ Eða „menn sem safna viði“.
^ Það er, Þebu.
^ Orðrétt „Nebúkadresars“, annar ritháttur.
^ Eða „refsa þér“.