Jobsbók 16:1–22

  • Svar Jobs (1–22)

    • ‚Þið eruð þreytandi huggarar!‘ (2)

    • Segir að Guð geri sig að skotspæni (12)

16  Job svaraði:   „Ég hef heyrt margt af þessu tagi áður. Þið eruð allir þreytandi huggarar!+   Er enginn endir á innantómum orðum?* Hvað knýr ykkur til að svara á þennan hátt?   Ég gæti líka talað eins og þið. Ef þið væruð í mínum sporumgæti ég lesið ykkur pistilinnog hrist höfuðið yfir ykkur.+   En ég myndi heldur styrkja ykkur með orðum mínumog lina þjáningar ykkar með huggun vara minna.+   Þótt ég tali linar það ekki kvöl mína+og þótt ég þegi dregur ekki úr sársauka mínum.   En nú hefur hann dregið úr mér allan þrótt,+hann hefur tortímt öllu heimilisfólki mínu.*   Þú hefur líka hremmt mig eins og aðrir geta staðfestog horaður líkami minn gengur fram og vitnar gegn mér.   Reiði hans hefur rifið mig í tætlur og hann sýnir mér fjandskap.+ Hann gnístir tönnum gegn mér. Andstæðingur minn horfir á mig stingandi augum.+ 10  Menn glenna upp ginið á móti mér+og slá mig utan undir í háðungarskyni. Þeir flykkjast gegn mér hópum saman.+ 11  Guð gefur mig drengjum á valdog kastar mér í hendur illmenna.+ 12  Ég var áhyggjulaus en hann kom öllu í uppnám.+ Hann þreif í hnakkann á mér og molaði mig sundur. Hann gerði mig að skotspæni sínum. 13  Bogmenn hans umkringja mig.+ Án meðaumkunar skýtur hann örvum gegnum nýru mín,+hann lætur gallið úr mér renna á jörðina. 14  Hann brýtur niður varnir mínar eina af annarri,hann gerir áhlaup á mig eins og hermaður. 15  Ég hef saumað mér hærusekk til að hylja hörund mitt+og ég hef grafið reisn mína* í moldina.+ 16  Ég er rauður í framan af gráti+og dimmur skuggi* er yfir augum mér 17  þótt hendur mínar hafi ekki beitt ofbeldiog bæn mín sé hrein. 18  Jörð, hyldu ekki blóð mitt!+ Hróp mín finni engan hvíldarstað! 19  Ég á nú þegar vitni á himnum,þann sem getur talað máli mínu í hæðum. 20  Kunningjar mínir hæðast að mér+meðan ég græt frammi fyrir Guði.*+ 21  Einhver dæmi milli manns og Guðseins og dæmt er milli manna+ 22  því að ég á fá ár eftir ólifuð. Síðan fer ég burt og á ekki afturkvæmt.+

Neðanmáls

Eða „orðum sem eru bara vindur“.
Eða „þeim sem söfnuðust saman hjá mér“.
Eða „styrk minn“. Orðrétt „horn mitt“.
Eða „skuggi dauðans“.
Eða hugsanl. „horfi vansvefta til Guðs“.