Jobsbók 18:1–21

  • Önnur ræða Bildads (1–21)

    • Lýsir hlutskipti syndara (5–20)

    • Gefur í skyn að Job þekki ekki Guð (21)

18  Þá sagði Bildad+ Súaíti:   „Hvenær ætlið þið* að hætta þessu blaðri? Sýnið af ykkur smá vit svo að við getum rætt saman.   Af hverju lítið þið á okkur eins og dýr+og teljið okkur heimskingja?*   Þótt þú tætir þig sundur í reiði þinniverður jörðin varla yfirgefin þín vegnaeða klettar færðir úr stað.   Nei, ljós hins illa verður slökktog bjarminn frá eldi hans lýsir ekki.+   Ljósið í tjaldi hans myrkvastog það slokknar á lampanum yfir honum.   Öflug skref hans verða stutt,hans eigin ráð verða honum að falli.+   Fætur hans leiða hann í netog hann flækist í möskvum þess.   Gildra grípur um hæl hans,hann festist í snöru.+ 10  Reipi liggur falið á jörðinniog gildra á vegi hans. 11  Ógnir skelfa hann úr öllum áttum+og eru á hælum hans. 12  Styrkurinn bregst honumog hann skjögrar* undan hörmungunum.+ 13  Húð hans tærist,banvænn sjúkdómur* étur upp útlimi hans. 14  Hann er hrifsaður úr skjóli tjalds síns+og leiddur til konungs skelfinganna.* 15  Ókunnugir skulu* búa í tjaldi hans,brennisteini verður stráð yfir heimili hans.+ 16  Rætur hans þorna upp undir honumog greinar hans visna yfir honum. 17  Minningin um hann hverfur af jörðinniog á götunum kannast enginn við nafn hans.* 18  Hann verður hrakinn úr ljósinu í myrkriðog rekinn burt úr mannheimi. 19  Hann mun ekki eiga börn eða afkomendur meðal þjóðar sinnarog enginn lifir af þar sem hann býr.* 20  Í vestri skelfast menn þegar dagur hans rennur upp,í austri hryllir menn við. 21  Þannig fer fyrir tjöldum hins ranglátaog dvalarstað þess sem þekkir ekki Guð.“

Neðanmáls

Hugsanlega er átt við Job og þá sem hugsa eins og hann.
Eða hugsanl. „óhreina“.
Eða „haltrar“.
Orðrétt „frumburður dauðans“.
Eða „leiddur burt til að hljóta hræðilegan dauðdaga“.
Orðrétt „Það sem hann á ekki skal“.
Orðrétt „á hann sér ekkert nafn“.
Eða „býr tímabundið“.