Jobsbók 21:1–34

  • Svar Jobs (1–34)

    • ‚Af hverju dafna vondir menn?‘ (7–13)

    • Afhjúpar „huggara“ sína (27–34)

21  Job svaraði:   „Hlustið vel á það sem ég segi,það væri mér til huggunar.   Sýnið mér þolinmæði meðan ég tala,síðan getið þið hæðst að mér.+   Ber ég fram kvörtun mína við mann? Myndi ég ekki missa þolinmæðina ef svo væri?   Horfið á mig! Ykkur mun bregða. Leggið hönd á munninn.   Þegar ég hugsa um þetta verð ég skelkaður,ég skelf allur og titra.   Af hverju fá vondir menn að lifa,+eldast og verða ríkir?*+   Börn þeirra eru alltaf hjá þeimog þeir fá að sjá afkomendur sína vaxa úr grasi.   Þeir búa öruggir í húsum sínum og óttast ekkert,+Guð refsar þeim ekki með vendi sínum. 10  Naut þeirra kelfa kýrnar,þær bera og missa ekki fóstur. 11  Strákarnir þeirra hlaupa um eins og sauðahjörð,börnin þeirra hoppa og skoppa. 12  Þau syngja og leika á tambúrínu og hörpuog gleðjast við hljóm flautunnar.+ 13  Þeir eru glaðir og ánægðir alla ævidaga sínaog fara í friði* í gröfina.* 14  En þeir segja við hinn sanna Guð: ‚Láttu okkur í friði! Við höfum engan áhuga á vegum þínum.+ 15  Hver er Hinn almáttugi, hvers vegna ættum við að þjóna honum?+ Hvaða gagn höfum við af því að kynnast honum?‘+ 16  Ég veit þó að velgengni þeirra er ekki í þeirra höndum.+ Fjarri sé mér að hugsa eins og vondir menn.*+ 17  Hversu oft slokknar á lampa hinna illu?+ Hversu oft koma hörmungar yfir þá? Hversu oft eyðir Guð þeim í reiði sinni? 18  Verða þeir nokkurn tíma eins og strá í vindi,eins og hismi sem fýkur burt í stormi? 19  Guð geymir refsingu manns handa sonum hans. En ég vildi að Guð endurgyldi honum svo að hann fyndi fyrir því.+ 20  Megi hann sjá glötun sína með eigin augumog drekka af reiði Hins almáttuga.+ 21  Hvað kærir hann sig um afkomendur sína eftir að hann er farinn,þegar mánuðir hans taka enda?*+ 22  Getur einhver kennt Guði+fyrst hann dæmir jafnvel hina hæstu?+ 23  Einn deyr í blóma lífsins,+áhyggjulaus og ánægður,+ 24  þegar mjaðmir hans eru stinnar af fituog bein hans sterk.* 25  En annar deyr mæddur af áhyggjumog hefur aldrei smakkað gæði lífsins. 26  Báðir eru lagðir í moldina+og maðkar þekja þá.+ 27  Ég veit nákvæmlega hvað þið eruð að hugsa,hvernig þið ætlið að beita mig ranglæti.*+ 28  Þið segið: ‚Hvar er hús mikilmennisinsog hvar er tjaldið þar sem illmennið bjó?‘+ 29  Hafið þið ekki spurt ferðamenn? Hafið þið ekki hugleitt það sem þeir hafa séð,* 30  að hinum illa er hlíft á ógæfudeginumog bjargað á reiðideginum? 31  Hver lætur hann svara fyrir líferni sittog hver endurgeldur honum það sem hann hefur gert? 32  Þegar hann er borinn til grafarer haldin vaka við gröf hans. 33  Hann hvílir í friði undir moldarhnausum dalsins.+ Allt mannkyn fer sömu leið og hann,*+rétt eins og óteljandi menn á undan honum. 34  Hvers vegna reynið þið að hughreysta mig með innantómum orðum?+ Svör ykkar eru blekkingar einar!“

Neðanmáls

Eða „voldugir“.
Eða „á augabragði“, það er, hljóta hægt og sársaukalaust andlát.
Á hebr. Sheol, það er, sameiginleg gröf mannkyns. Sjá orðaskýringar.
Eða „séu mér ráð vondra manna; sé mér ráðabrugg vondra manna“.
Eða „tala mánaða hans er helminguð“.
Orðrétt „mergurinn í beinum hans er safaríkur“.
Eða hugsanl. „ofbeldi“.
Eða „sannanir þeirra“.
Orðrétt „Hann dregur allt mannkyn með sér“.