Jobsbók 28:1–28

  • Job ber saman fjársjóði jarðar og viskuna (1–28)

    • Námugröftur manna (1–11)

    • Viskan er verðmætari en perlur (18)

    • Að virða Jehóva er sönn viska (28)

28  Til eru staðir þar sem vinna má silfurog staðir þar sem menn hreinsa gull.+   Járn er sótt í jörðinaog kopar bræddur* úr grjóti.+   Maðurinn sigrar myrkrið,hann kannar dimmustu afkimaí leit að málmgrýti.*   Hann grefur námugöng fjarri mannabyggð,á gleymdum stöðum fjarri alfaraleið. Menn síga niður og sveiflast í reipum.   Matvæli vaxa á jörðinnien niðri í henni er öllu umrótað eins og í eldi.*   Í grjótinu þar finnst safírog í mölinni er gull.   Enginn ránfugl ratar þangað,auga gleðunnar* hefur aldrei séð göngin.   Engin villidýr hafa stigið þar fæti,ungljónið hefur ekki læðst þar um.   Maðurinn heggur grjóthart bergið,hann grefur undan fjöllunum svo að þau hrynja. 10  Hann heggur vatnsrásir+ í bergiðog kemur auga á alls kyns gersemar. 11  Hann stíflar uppsprettur ánnaog dregur hið hulda fram í dagsljósið. 12  En viskan – hvar er hana að finna+og hvar er uppspretta skilnings?+ 13  Enginn maður áttar sig á gildi hennar+og hana er ekki að finna í landi hinna lifandi. 14  Djúpið segir: ‚Hún er ekki í mér!‘ og hafið segir: ‚Hún er ekki hjá mér!‘+ 15  Hún fæst ekki fyrir skíragullog ekki í skiptum fyrir silfur.+ 16  Hún verður ekki keypt fyrir Ófírgull+né sjaldgæfa ónyx- og safírsteina. 17  Gull og gler jafnast ekki á við hanaog hún fæst ekki í skiptum fyrir ker úr fínasta* gulli,+ 18  svo ekki sé minnst á kóral og kristal+því að viskan er verðmætari en pyngja full af perlum. 19  Tópas+ frá Kús jafnast ekki á við hana,hún verður ekki einu sinni keypt fyrir skíragull. 20  Hvaðan kemur þá viskanog hvar er uppspretta skilnings?+ 21  Hún er hulin augum alls sem lifir,+falin fyrir fuglum himins. 22  Eyðingin og dauðinn segja: ‚Við höfum bara frétt af henni.‘ 23  Guð þekkir leiðina til hennar,hann einn veit hvar hún býr+ 24  því að hann horfir til endimarka jarðarog sér allt undir himninum.+ 25  Þegar hann gaf vindinum afl*+og afmarkaði vatninu stað,+ 26  þegar hann setti regninu lög+og markaði þrumuskýjunum braut+ 27  þá sá hann viskuna og skýrði hana,hann fastmótaði hana og prófaði. 28  Og hann sagði við manninn: ‚Djúp virðing fyrir* Jehóva – það er viska,+og að forðast hið illa er skynsemi.‘“+

Neðanmáls

Orðrétt „hellt“.
Orðrétt „grjóti“.
Hér er greinilega átt við námugröft.
Það er, vatnagleðunnar.
Eða „hreinsuðu“.
Orðrétt „þunga“.
Orðrétt „Að óttast“.