Jobsbók 31:1–40

  • Job segist vera ráðvandur (1–40)

    • ‚Sáttmáli við augu mín‘ (1)

    • Biður Guð að vega sig á vog (6)

    • Hefur ekki haldið fram hjá (9–12)

    • Elskar ekki peninga (24, 25)

    • Dýrkar ekki falsguði (26–28)

31  Ég hef gert sáttmála við augu mín.+ Hvernig gæti ég þá sýnt ungri konu óviðeigandi áhuga?+   Hvers gæti ég þá vænst frá Guði á himnum,hvaða arf fengi ég frá hinum almáttuga í hæðum?   Bíður ekki ógæfan syndaransog hörmungar þeirra sem gera illt?+   Sér ekki Guð allt sem ég geri+og telur hann ekki öll skref mín?   Hef ég nokkurn tíma gengið á vegum lyginnar?* Hefur fótur minn flýtt sér til svika?+   Guð vegi mig á nákvæmri vog,+þá sér hann að ég er ráðvandur.+   Ef fætur mínir víkja út af veginum,+hjarta mitt fylgir augunum+eða hendur mínar óhreinkast af synd   þá borði annar maður það sem ég sái+og það sem ég gróðurset verði upprætt.*   Hafi kona tælt hjarta mitt+og hafi ég legið í leyni+ við dyr náunga míns 10  þá mali kona mín fyrir annan mannog aðrir menn hafi mök við hana+ 11  því að það væri skammarlegt athæfi,brot sem dómurum bæri að refsa fyrir.+ 12  Það væri eldur sem gleypti og tortímdi+og eyddi allri uppskeru minni niður að rótum.* 13  Hafi ég neitað þjónum mínum eða þjónustustúlkum um réttláta meðferðþegar þau höfðu undan einhverju að kvarta,* 14  hvað gæti ég þá gert ef ég stæði frammi fyrir Guði?* Hvað get ég sagt þegar hann krefur mig svars?+ 15  Sá sem skapaði mig í móðurkviði, skapaði hann þau ekki líka?+ Var það ekki sá hinn sami sem mótaði okkur áður en við fæddumst?*+ 16  Hef ég neitað fátækum um það sem þeir þráðu+eða slökkt neistann í augum ekkjunnar?*+ 17  Hef ég borðað matinn minn einnán þess að deila honum með munaðarlausum?+ 18  (Nei, frá unga aldri hef ég verið eins og faðir munaðarleysingjans*og ég hef stutt ekkjuna* síðan ég var barn.*) 19  Hef ég séð nokkurn krókna úr kuldaeða neitað fátækum manni um ábreiðu?+ 20  Neitaði ég honum um ull af sauðum mínumtil að hann gæti* hlýjað sér og blessað mig?+ 21  Hef ég steytt hnefann framan í munaðarleysingjann+þegar hann þarfnaðist aðstoðar minnar* í borgarhliðinu?+ 22  Ef svo væri þá falli handleggur minn* af öxlinniog brotni við olnbogann.* 23  Ég óttaðist refsingu Guðs,ég stæðist aldrei frammi fyrir hátign hans. 24  Hef ég sett traust mitt á gulleða sagt við skíragullið: ‚Þú ert trygging mín‘?+ 25  Hef ég glaðst yfir mínum mikla auði+og öllum eigunum sem ég aflaði mér?+ 26  Þegar ég sá sólina* skínaeða tunglið líða áfram í ljóma sínum,+ 27  lét ég þá hjartað tæla mig í leynumtil að tilbiðja þau og senda þeim fingurkoss?+ 28  Það hefði verið brot sem dómurum bar að refsa fyrirþví að þá hefði ég afneitað hinum sanna Guði í hæðum. 29  Hef ég nokkurn tíma glaðst yfir óförum óvinar míns+eða hlakkað yfir því að honum gengur illa? 30  Ég leyfði aldrei munni mínum að syndgameð því að bölva honum og vilja hann feigan.+ 31  Heimilismenn mínir hafa sagt: ‚Hefur nokkur farið svangur frá borði hans?‘+ 32  Enginn ókunnugur* hefur þurft að eyða nóttinni utandyra,+ég hef opnað dyrnar fyrir ferðalöngum. 33  Hef ég nokkurn tíma reynt að fela mistök mín eins og aðrir+með því að leyna þeim í skikkjufellingu minni? 34  Hef ég hræðst viðbrögð fjöldanseða óttast að aðrar fjölskyldur fyrirlitu migþannig að ég þagnaði og þyrði ekki að fara út? 35  Bara að einhver hlustaði á mig!+ Ég myndi skrifa undir það sem ég hef sagt.* Hinn almáttugi svari mér!+ Ég vildi að andstæðingur minn hefði skrifað niður ákærur sínar. 36  Þá myndi ég leggja þær á öxlinaog bera þær á höfðinu eins og kórónu. 37  Ég myndi gera honum grein fyrir hverju skrefi sem ég stíg,ég myndi ganga öruggur fyrir hann, eins og höfðingi. 38  Ef akur minn hrópaði gegn mérog plógförin grétu öll saman, 39  ef ég hef borðað ávöxt hans án endurgjalds+eða valdið eigendum hans örvæntingu+ 40  þá vaxi þyrnar í stað hveitis á akri mínumog illa lyktandi illgresi í stað byggs.“ Hér lýkur orðum Jobs.

Neðanmáls

Eða hugsanl. „með lygurum“.
Eða „afkomendur mínir verði upprættir“.
Eða „upprætti allar afurðir mínar“.
Eða „höfðuðu mál gegn mér“.
Orðrétt „þegar Guð risi upp“.
Orðrétt „í móðurkviði“.
Orðrétt „látið augu ekkjunnar bregðast“.
Orðrétt „hana“.
Orðrétt „frá móðurkviði“.
Orðrétt „hans“.
Orðrétt „lendar hans gætu“.
Eða hugsanl. „þegar ég sá að ég hafði stuðning“.
Eða „herðablaðið“.
Eða „í liðnum; frá upphandleggsbeininu“.
Orðrétt „ljósið“.
Eða „útlendingur“.
Eða „Hér er undirskrift mín“.