Ljóðaljóðin 3:1–11

  • Unga konan (1–5)

    • „Um nætur þráði ég þann sem ég elska“ (1)

  • Síonardætur (6–11)

    • Föruneyti Salómons

3  Í rúmi mínu um næturþráði ég þann sem ég elska.+ Ég þráði hann en hann var ekki þar.+   Ég fer á fætur og geng um borgina,um göturnar og torgin,og leita að mínum elskaða. Ég leitaði hans en fann hann ekki.   Verðirnir sáu mig á leið sinni um borgina.+ ‚Hafið þið séð þann sem ég elska?‘   Ég var varla komin fram hjá þeimþegar ég fann þann sem ég elska. Ég greip í hann og sleppti honum ekkifyrr en ég hafði leitt hann í hús móður minnar,+inn í herbergi hennar sem fæddi mig.   Sverjið mér, Jerúsalemdætur,við gasellur og hindir merkurinnar: Reynið ekki að kveikja logann, vekja ástina fyrr en hún sjálf vill.“+   „Hvað er það sem stígur upp eins og reykjarstrókur í óbyggðunum,ilmandi af myrru og reykelsi,af alls konar ilmdufti kaupmanna?“+   „Þetta er burðarstóll Salómons. Sextíu kappar umkringja hann,hraustir hermenn Ísraels,+   allir vopnaðir sverði,allir þjálfaðir stríðsmenn. Hver þeirra er gyrtur sverðitil að verjast ógnum næturinnar.“   „Það er konunglegur burðarstóll Salómonssem hann gerði úr viði frá Líbanon.+ 10  Stoðirnar eru úr silfri,bakið úr gulliog sætið klætt purpuralitri ull. Jerúsalemdætur skreyttu hann að innanaf ást og umhyggju.“ 11  „Komið, Síonardætur,og sjáið Salómon konung. Hann ber brúðarkrans* sem móðir hans+ gerðiá brúðkaupsdegi hans,þeim degi sem hjarta hans fagnaði.“

Neðanmáls

Eða „brúðarkórónu“.