Ljóðaljóðin 4:1–16

  • Hirðirinn (1–5)

    • „Þú ert falleg, ástin mín“ (1)

  • Unga konan (6)

  • Hirðirinn (7–16a)

    • ‚Þú hefur fangað hjarta mitt, brúður mín‘ (9)

  • Unga konan (16b)

4  „Þú ert falleg, ástin mín! Þú ert falleg. Augu þín eru eins og dúfuaugu undir blæjunni. Hár þitt er eins og geitahjörðsem streymir niður Gíleaðfjöll.+   Tennur þínar eru eins og hjörð af nýrúnum ámsem komnar eru úr baði. Allar eru tvílembdarog engin hefur misst lamb.   Varir þínar eru eins og skarlatsrautt bandog orð þín eru yndisleg. Eins og sneitt granateplieru vangar þínir* undir blæjunni.   Háls þinn+ er eins og turn Davíðs,+hlaðinn úr steini. Þar hanga þúsund skildir,allir hringlaga skildir kappanna.+   Brjóst þín eru eins og tveir gasellukálfar,eins og gasellutvíburar+á beit meðal liljanna.“   „Áður en fer að kula og skuggarnir hverfavil ég fara til myrrufjallsins,til reykelsishæðarinnar.“+   „Öll ertu falleg, ástin mín,+þú ert lýtalaus.   Komdu með mér frá Líbanon, brúður mín,komdu með mér frá Líbanon.+ Komdu niður af Amanatindi,*af Senír- og Hermontindi,+frá bælum ljónanna, frá fjöllum hlébarðanna.   Þú hefur fangað hjarta mitt,+ systir mín og brúður,þú hefur fangað hjarta mitt með einu augnatilliti,með einni perlu á hálsfesti þinni. 10  Yndisleg eru atlot þín,+ systir mín og brúður! Blíðuhót þín eru ljúfari en vín+og ilmvatn þitt ljúfara en nokkurt krydd.+ 11  Hunang drýpur af vörum þínum,+ brúður mín. Hunang og mjólk eru undir tungu þinni+og föt þín ilma eins og angan Líbanons. 12  Systir mín og brúður er eins og lokaður garður,lokaður garður, innsigluð lind. 13  Garður þinn* er eins og paradís* með granateplatrjám,með ljúffengum ávöxtum, henna og nardusjurtum, 14  nardus+ og saffrankrókusum, ilmreyr+ og kanil,+með alls konar reykelsistrjám, myrru og alóe+ásamt ilmjurtum af bestu gerð.+ 15  Þú ert lind í garði, brunnur með fersku vatni,eins og rennandi lækir frá Líbanon.+ 16  Vaknaðu, norðanvindur,komdu, sunnanvindur,leiktu um* garðinn minn,berðu með þér ilm hans.“ „Ég vildi að ástin mín kæmi inn í garð sinnog borðaði ljúffenga ávextina.“

Neðanmáls

Eða „gagnaugu þín“.
Eða „tindi Antí-Líbanons“.
Eða hugsanl. „Húð þín“.
Eða „garður“.
Eða „andaðu á“.