Ljóðaljóðin 5:1–16
5 „Ég hef gengið inn í garðinn minn,+systir mín og brúður.
Ég hef tínt myrru og kryddjurtir.+
Ég hef borðað hunangskökur og hunang,drukkið vín mitt og mjólk.“+
„Borðið, kæru vinir!
Drekkið og verðið ölvuð af blíðuhótum!“+
2 „Ég sef en hjarta mitt vakir.+
Ég heyri að vinur minn bankar!
‚Opnaðu fyrir mér, systir mín, ástin mín,dúfan mín lýtalausa!
Höfuð mitt er vott af dögginni,hárlokkarnir af dropum næturinnar.‘+
3 Ég er komin úr kyrtlinum.
Þarf ég að fara í hann aftur?
Ég hef þvegið fæturna.
Þarf ég að óhreinka þá aftur?
4 Ástin mín dró höndina frá opinu á hurðinniog hjartað barðist í brjósti mér.
5 Ég fór fram úr til að opna fyrir vini mínum.
Myrra draup af höndum mínum,fljótandi myrra af fingrunum,á handfang hurðarlokunnar.
6 Ég opnaði fyrir vini mínumen vinur minn var ekki þar, hann var horfinn.
Ég varð örvæntingarfull því að hann var farinn.*
Ég leitaði hans en fann hann ekki.+
Ég kallaði á hann en hann svaraði ekki.
7 Verðirnir sáu mig á leið sinni um borgina.
Þeir slógu mig og særðu mig.
Verðir múranna rifu af mér sjalið.*
8 Sverjið mér, Jerúsalemdætur:
Ef þið finnið minn elskaðasegið honum þá að ég sé sjúk af ást.“
9 „Hvað hefur ástin þín fram yfir aðra,þú sem ert fallegust kvenna?
Hvað hefur ástin þín fram yfir aðrafyrst þú biður okkur að sverja slíkan eið?“
10 „Minn elskaði er gullfallegur og rjóður,hann ber af tíu þúsundum.
11 Höfuð hans er gull, skíragull.
Lokkar hans eru eins og blaktandi pálmablöð,*svartir sem hrafninn.
12 Augu hans eru eins og dúfur við lækisem baða sig í mjólkog sitja við bakkafulla tjörn.*
13 Vangar hans eru eins og kryddjurtabeð,+vöndur af ilmandi jurtum.
Varir hans eru liljur sem fljótandi myrra drýpur af.+
14 Hendur hans eru gullkefli lögð krýsólít,kviðurinn gljáfægt fílabein þakið safír.
15 Fætur hans eru marmarasúlur á undirstöðum úr skíragulli.
Hann er fagur eins og Líbanon, óviðjafnanlegur sem sedrustrén.+
16 Munnur* hans er fullur sætleikaog hann er aðlaðandi á allan hátt.+
Þannig er minn elskaði, Jerúsalemdætur, þannig er ástin mín.“
Neðanmáls
^ Eða hugsanl. „Sál mín yfirgaf mig þegar hann talaði“.
^ Eða „slæðuna“.
^ Eða hugsanl. „eins og döðluklasar“.
^ Eða hugsanl. „barm lindarinnar“.
^ Orðrétt „Gómur“.