Ljóðaljóðin 7:1–13

  • Konungurinn (1–9a)

    • ‚Yndisleg ertu, elsku stúlka‘ (6)

  • Unga konan (9b–13)

    • „Ég tilheyri mínum elskaða og hann þráir mig“ (10)

7  „Fagrir eru fætur þínir í sandölunum,þú göfuga dóttir! Ávalar mjaðmir þínar eru eins og skartgripir,handaverk listasmiðs.   Nafli þinn er kringlótt skál,aldrei skal þar skorta kryddað vín. Kviður þinn er hveitibingurumkringdur liljum.   Brjóst þín eru eins og tveir gasellukálfar,eins og gasellutvíburar.+   Háls þinn+ er sem fílabeinsturn,+augun+ eins og tjarnirnar í Hesbon+við hlið Batrabbím. Nefið er eins og Líbanonsturninnsem snýr í átt að Damaskus.   Höfuð þitt er tignarlegt eins og Karmel,+lokkarnir+ eru eins og purpuralit ull.+ Konungurinn er gagntekinn* af lokkaflóðinu.   Falleg ertu og yndisleg,elsku stúlka, þú gleður mig framar öllu öðru!   Vöxtur þinn er eins og pálmatréog brjóstin eins og döðluklasar.+   Ég sagði: ‚Ég skal klifra upp í pálmatréðog tína ávextina.‘ Brjóst þín séu sem vínberjaklasar,andardráttur þinn eins og eplailmur   og munnurinn* eins og úrvalsvín.“ „Ástin mín njóti vínsinssem rennur ljúflega um varir þeirra sem sofa. 10  Ég tilheyri mínum elskaða+og hann þráir mig. 11  Komdu, minn elskaði,förum út á engið,eyðum nóttinni hjá hennarunnunum.+ 12  Förum snemma af stað til víngarðannatil að sjá hvort vínviðurinn brumar,hvort blómin eru sprungin út+og granateplatrén standa í blóma.+ Þar mun ég tjá þér ást mína.+ 13  Alrúnurnar+ ilma,við dyr okkar eru úrvalsávextir af öllu tagi.+ Bæði nýtínda ávexti og geymdahef ég varðveitt handa þér, ástin mín.

Neðanmáls

Eða „fjötraður“.
Orðrétt „gómur þinn“.