Míka 1:1–16
1 Orð Jehóva um Samaríu og Jerúsalem sem opinberuðust Míka*+ frá Móreset í sýn á dögum Jótams,+ Akasar+ og Hiskía,+ konunga í Júda:+
2 „Heyrið, allir þjóðflokkar!
Hlustaðu, jörð og allt sem á þér er.
Alvaldur Drottinn Jehóva vitni gegn ykkur+– Jehóva í heilögu musteri sínu.
3 Jehóva kemur út frá dvalarstað sínum,hann stígur niður og gengur yfir hæðir jarðar.
4 Fjöllin bráðna undan honum+og dalirnir* klofna,eins og vax fyrir eldi,eins og vatn sem steypist niður bratta hlíð.
5 Þetta gerist vegna uppreisnar Jakobs,vegna synda Ísraelsmanna.+
Hverjum er uppreisn Jakobs að kenna?
Er það ekki Samaríu?+
Og hverjum eru fórnarhæðirnar í Júda að kenna?+
Er það ekki Jerúsalem?
6 Ég geri Samaríu að grjótrúst á víðavangi,að gróðurreit til að planta víngarða.
Ég kasta steinum hennar niður í dalinnog læt beran grunninn blasa við.
7 Öll skurðgoð hennar verða brotin í spað+og allar gjafirnar sem hún seldi sig fyrir verða brenndar* í eldi.+
Ég eyðilegg öll guðalíkneski hennar.
Hún keypti þau fyrir vændislaun sínog þau verða aftur notuð sem vændislaun.“
8 Af þessari ástæðu græt ég og kveina,+ég geng berfættur og nakinn.+
Ég ýlfra eins og sjakali,kveina af sorg eins og strútur
9 því að sár hennar er ólæknandi,+það hefur dreift sér alla leið til Júda.+
Plágan hefur náð að hliði samlanda minna, að Jerúsalem.+
10 „Boðið það ekki í Gat,þið skuluð alls ekki gráta.
Veltið ykkur í rykinu í Betleafra.*
11 Farið burt nakin og auðmýkt, þið sem búið í Safír.
Íbúar Saanan voga sér ekki út.
Kveinað verður í Bet Haesel, frá henni fáið þið engan stuðning framar.
12 Íbúar Marot héldu að þeir ættu gott í vændumen ógæfa frá Jehóva hefur náð hliði Jerúsalem.
13 Spennið hesta fyrir vagninn, íbúar Lakís.+
Hjá ykkur hófst synd dótturinnar Síonarþví að hjá ykkur fannst uppreisn Ísraels.+
14 Þess vegna gefið þið Móreset Gat kveðjugjafir.
Íbúar* Aksíb+ ollu konungum Ísraels vonbrigðum.
15 Ég sendi sigurvegarann til ykkar,*+ íbúar Maresa.+
Dýrð Ísraels skal ná allt til Adúllam.+
16 Krúnurakið ykkur, skerið af ykkur hárið af sorg yfir elskuðum börnum ykkar.
Rakið ykkur sköllótta eins og hrægamm*því að börnin hafa verið tekin frá ykkur og send í útlegð.“+
Neðanmáls
^ Stytting á nafninu Mikael (sem þýðir ‚hver er eins og Guð?‘) eða Míkaja (sem þýðir ‚hver er eins og Jehóva?‘).
^ Eða „lágslétturnar“.
^ Eða „öll vændislaun hennar verða brennd“.
^ Eða „í húsi Afra“.
^ Orðrétt „Hús“.
^ Eða „sendi til ykkar þann sem hrekur ykkur burt“.
^ Hebreska orðið getur einnig merkt örn.