Malakí 2:1–17
2 „Prestar, þessi fyrirskipun er ætluð ykkur.+
2 Ef þið viljið ekki hlusta og takið ekki alvarlega þá ábyrgð að heiðra nafn mitt,“ segir Jehóva hersveitanna, „sendi ég yfir ykkur bölvunina+ og sný blessunum ykkar í bölvanir.+ Já, ég hef þegar snúið þeim í bölvanir af því að þið takið þetta ekki alvarlega.“
3 „Ég eyðilegg* sáðkorn ykkar vegna þess hvernig þið hegðið ykkur+ og dreifi saur framan í ykkur, saurnum frá hátíðum ykkar, og ykkur verður kastað út til hans.*
4 Þá munuð þið skilja að ég hef gefið ykkur þessa fyrirskipun til þess að sáttmáli minn við Leví haldist í gildi,“+ segir Jehóva hersveitanna.
5 „Sáttmáli minn við hann var sáttmáli lífs og friðar, og það gaf ég honum svo að hann myndi óttast* mig. Hann óttaðist mig, já, hann sýndi nafni mínu lotningu.
6 Lög sannleikans voru* í munni hans+ og ranglæti fannst ekki á vörum hans. Hann gekk með mér í friði og ráðvendni+ og hjálpaði mörgum að snúa af rangri braut
7 því að varir prestsins eiga að varðveita þekkingu og fólk á að leita ráða hjá honum um það sem viðkemur lögunum*+ því að hann er sendiboði Jehóva hersveitanna.
8 En þið hafið vikið af veginum. Vegna ykkar hafa margir hrasað og brotið lögin.*+ Þið hafið ónýtt sáttmálann við Leví,“+ segir Jehóva hersveitanna.
9 „Ég geri ykkur því fyrirlitlega og ómerkilega í augum alls fólksins því að þið fylgduð ekki vegum mínum og beittuð lögunum af hlutdrægni.“+
10 „Eigum við ekki öll sama föður?+ Var það ekki einn og sami Guð sem skapaði okkur? Hvers vegna svíkjum við þá hvert annað+ og vanhelgum sáttmála forfeðra okkar?
11 Júda hefur svikið og viðurstyggð er framin í Ísrael og Jerúsalem því að Júda hefur vanvirt heilagleika* Jehóva+ sem er honum kær og tekið sér dóttur framandi guðs fyrir brúði.+
12 Jehóva mun eyða hverjum einasta sem gerir slíkt úr tjöldum Jakobs, hverjum sem það kann að vera,* þótt hann færi Jehóva hersveitanna fórnargjöf.“+
13 „Annað sem þið gerið veldur því að altari Jehóva er hulið tárum, gráti og andvörpum. Þess vegna kærir hann sig ekki lengur um fórnargjafir ykkar né hefur velþóknun á nokkru úr hendi ykkar.+
14 En þið spyrjið: ‚Hvers vegna?‘ Af því að Jehóva hefur borið vitni gegn þér þar sem þú sveikst eiginkonu æsku þinnar þótt hún sé förunautur þinn og eiginkona samkvæmt sáttmála.*+
15 En fáeinir gerðu þetta ekki þar sem þeir höfðu nokkuð* af andanum. Og hvað höfðu þeir fyrir augum? Afkomendur Guðs. Gætið því að hugarfari ykkar. Svíktu ekki eiginkonu æsku þinnar
16 því að ég hata* hjónaskilnað,“+ segir Jehóva Guð Ísraels, „og þann sem hylur föt sín með ofbeldi,“* segir Jehóva hersveitanna. „Gætið að hugarfari ykkar og svíkið ekki.+
17 Þið hafið þreytt Jehóva með orðum ykkar.+ En þið segið: ‚Hvernig höfum við þreytt hann?‘ Með því að segja: ‚Þeir sem gera illt eru góðir í augum Jehóva og hann er ánægður með þá,‘+ og með því að segja: ‚Hvar er Guð réttvísinnar?‘“
Neðanmáls
^ Orðrétt „hasta á“.
^ Það er, þangað sem menn losuðu sig við saur fórnardýranna.
^ Eða „virða“.
^ Eða „Sönn fræðsla (leiðsögn) var“.
^ Eða „leita fræðslu (leiðsagnar) af munni hans“.
^ Eða hugsanl. „Þið hafið fengið marga til að hrasa með fræðslu (leiðsögn) ykkar“.
^ Eða hugsanl. „helgidóm“.
^ Orðrétt „þeim sem vakir og þeim sem svarar“.
^ Eða „löggild eiginkona“.
^ Orðrétt „það sem eftir var“.
^ Orðrétt „hann hatar“.
^ Eða „beitir ofbeldi“.