Markús segir frá 7:1–37

  • Jesús afhjúpar erfðavenjur manna (1–13)

  • Það sem óhreinkar kemur frá hjartanu (14–23)

  • Kona frá Sýrlensku-Fönikíu sýnir trú (24–30)

  • Heyrnarlaus maður læknast (31–37)

7  Farísearnir og nokkrir af fræðimönnunum sem höfðu komið frá Jerúsalem söfnuðust nú í kringum Jesú.+  Þeir sáu suma lærisveina hans borða með óhreinum höndum, það er að segja óþvegnum.*  (En farísear og Gyðingar almennt borða ekki án þess að þvo sér um hendur upp að olnboga. Þeir halda fast við erfðavenjur manna frá fyrri tíð  og þegar þeir koma af markaðinum borða þeir ekki án þess að þvo sér fyrst. Þeir halda fast við margar aðrar erfðavenjur sem þeir hafa tekið við, svo sem að dýfa bikurum, könnum og koparílátum í vatn.)+  Farísearnir og fræðimennirnir spurðu hann þess vegna: „Af hverju halda lærisveinar þínir ekki erfðavenjur manna frá fyrri tíð heldur borða með óhreinum höndum?“+  Hann svaraði þeim: „Jesaja hafði rétt fyrir sér þegar hann spáði um ykkur hræsnarana. Hann skrifaði: ‚Þetta fólk heiðrar mig með vörunum en hjörtu þess eru fjarlæg mér.+  Það tilbiður mig til einskis því að það kennir mannaboð eins og trúarsetningar.‘+  Þið sleppið boðorðum Guðs og haldið fast við erfðavenjur manna.“+  Hann sagði líka við þá: „Þið sniðgangið boðorð Guðs listilega til að halda erfikenningar ykkar.+ 10  Móse sagði til dæmis: ‚Sýndu föður þínum og móður virðingu,‘+ og: ‚Sá sem formælir föður sínum eða móður skal tekinn af lífi.‘+ 11  En þið segið: ‚Maður getur sagt við föður sinn eða móður: „Það sem ég á og getur gagnast þér er korban (það er gjöf helguð Guði).“‘ 12  Þá þarf hann ekki lengur að gera nokkuð fyrir föður sinn eða móður.+ 13  Þannig ógildið þið orð Guðs með erfikenningum ykkar sem þið hafið látið ganga mann fram af manni.+ Og þið gerið margt annað þessu líkt.“+ 14  Hann kallaði nú mannfjöldann aftur til sín og sagði: „Hlustið öll á mig og reynið að skilja það sem ég segi.+ 15  Ekkert sem kemur inn í manninn getur óhreinkað hann en það sem kemur út af manninum óhreinkar hann.“+ 16 * —— 17  Þegar hann hafði yfirgefið mannfjöldann og var kominn inn í hús fóru lærisveinarnir að spyrja hann um líkinguna.+ 18  Hann svaraði þeim: „Skiljið þið þetta ekki heldur? Vitið þið ekki að ekkert getur óhreinkað manninn sem kemur inn í hann? 19  Það fer ekki inn í hjartað heldur í magann og síðan út í skólpræsið.“ Þannig lýsti hann yfir að allur matur væri hreinn. 20  Hann hélt áfram: „Það sem kemur út af manninum er það sem óhreinkar hann,+ 21  því að innan frá, úr hjörtum manna,+ koma skaðlegar hugsanir sem hafa í för með sér kynferðislegt siðleysi,* þjófnað, morð, 22  hjúskaparbrot, græðgi, ill verk, svik, blygðunarlausa hegðun,* öfund, lastmæli, hroka og óskynsemi. 23  Allt þetta illa kemur innan frá og óhreinkar manninn.“ 24  Jesús fór þaðan og hélt til héraðs Týrusar og Sídonar.+ Hann gekk þar inn í hús og vildi ekki að neinn vissi af því en fólk tók samt eftir honum. 25  Kona nokkur, sem átti litla dóttur haldna óhreinum anda, frétti strax af honum og kom og féll til fóta honum.+ 26  Konan var frá* Sýrlensku-Fönikíu, grísk að ætterni, og hún þrábað hann að reka illa andann úr dóttur sinni. 27  En hann sagði við hana: „Fyrst eiga börnin að borða nægju sína því að það er ekki rétt að taka brauð barnanna og kasta því fyrir hvolpana.“+ 28  Hún svaraði honum: „Það er satt, herra, en hvolparnir undir borðinu éta samt brauðmolana sem börnin missa.“ 29  Þá sagði hann við hana: „Fyrst þú sagðir þetta skaltu fara heim, illi andinn er farinn úr dóttur þinni.“+ 30  Hún fór þá heim og fann barnið liggjandi á rúminu en illi andinn var farinn.+ 31  Þegar Jesús sneri aftur frá Týrushéraði fór hann um Sídon og Dekapólishérað* til Galíleuvatns.+ 32  Þar komu menn til hans með heyrnarlausan og málhaltan mann+ og báðu hann að leggja hendur yfir hann. 33  Hann fór með manninn afsíðis, frá mannfjöldanum, og stakk fingrunum í eyru hans. Síðan spýtti hann á fingur sér og snerti tungu hans.+ 34  Hann leit upp til himins, andvarpaði þungt og sagði við hann: „Effaþa,“ sem þýðir: ‚Opnist þú.‘ 35  Þá opnuðust eyru mannsins,+ málheltin hvarf og hann fór að tala eðlilega. 36  Jesús bannaði fólkinu að segja nokkrum frá þessu+ en því meira sem hann bannaði það því meira talaði fólkið um það.+ 37  Fólkið var gjörsamlega agndofa+ og sagði: „Allt sem hann gerir er gott. Hann gefur jafnvel heyrnarlausum heyrn og mállausum mál.“+

Neðanmáls

Það er, ekki þvegnum eftir helgisiðareglum Gyðinga.
Fleirtala gríska orðsins pornei′a. Sjá orðaskýringar.
Eða „ósvífna hegðun“. Á grísku asel′geia. Sjá orðaskýringar.
Eða „fædd í“.
Eða „Tíuborgasvæðið“.